Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 32
Ignasio Silone:
FONTAMARA
Niðurlag
*
hvaö sem í skærist. Hann leit ver og ver út eftir hverja
yfirheyrslu. Fyrst haföi hann aöeins bláan blett fyrir
neðan hægra augað, en eftir fáeina daga var hann orð-
inn nærri því óþekkjanlegur, varirnar, nefið, augna-
brýnnar og eyrun báru vitni um misþyrmingu. En eigi
að síður þagði hann og svaraði ekki spurningum full-
trúans. Þegar hann gat ekki lengur klemmt saman
sprungnar varirnar, beit hann saman tönnunum.
Kvöld nokkurt var ég kvaddur til yfirheyrslunnar. Ég
var leiddur niður í kjallara, lagður á trébekk og bund-
inn við hann með leðurólum. Síðan var eins og skyndi-
lega rigndi eldi, eins og þeir sviptu húðinni af bakinu
á mér og kveiktu í því. Og loks var eins og ég hrapaði
niður í botnlaust hyldýpi . . . Þegar ég raknaði við
aftur, fann ég, að það vætlaði blóð úr munninum á mér.
Daginn eftir var pilturinn frá Avezzano látinn laus.
Við Berardo vorum látnir aftur í sama klefa, ásamt
þriðja manni, sem leit út sem njósnari. Eg hvíslaði því
að Berardo, en hann svaraði:
—• Það skiptir mig engu. Ég er búinn að segja það,
sem ég ætlaði að segja.
En þegar ég sagði honum, að pilturinn frá Avezzano
hefði verið látinn laus, ljómaði hann af gleði og sagði:
— Mikið var. Þig grunar ekki, hversu þessi piltur
er okkur kafóníunum mikils virði. Það var gott að geta
náð honum úr klóm yfirvaldanna. En nú verðum við
að reyna að losna sjálfir . . . Þessi leikur verður til-
gangslaus, ef honum er haldið áfram.
En það reyndist erfiðara að komast út en inn.
Þegar Berardo sagði fulltrúanum, að játning sín
hefði verið gabb, fór hinn síðarnefndi að hlæja og
sagði:
Annað hvort verðurðu að játa allt, eða þín bíða
hörmuleg örlög.
Sama kvöld var Berardo sóttur á ný til „yfirheyrslu“.
Sú yfirheyrsla hlýtur að hafa verið talsvert kröftug, því
að Berardo varði sig. Það þurfti átta lögregluþjóna til
að halda honum. Loks komu þeir með hann inn í klef-
ann. Þeir báru hann á milli sín, og hann leit út eins og
Kristur, eftir að hann var tekinn niður af krossinum.
-— Honum hefur verið sleppt lausum, en ég sit hér,
sagði Berardo daginn eftir. —- I rauninni er hann
borgarbúi eins og hinir. Hann nýtur lífsins, en ég sit
hér. Ég sit hér og læt taka mig af lífi fyrir hans sök.
Hvers vegna ætti ég ekki að segja sannleikann? Segja
allt, sem þú veizt og þig grunar, og líka allt hitt, sem þú
veizt ekki og þig grunar ekki ?
Fanginn, sem við héldum að væri njósnari, hlustaði
á með mikilli eftirtekt.
I næsta skipti, sem við vorum leiddir fyrir fulltrúann,
spurði hann:
— Eruð þér reiðubúinn að kannast við allt.
— Já, sagði Berardo.
Fulltrúinn rétti honum flugrit. Yfir þvera síðuna
stóð með stórum bókstöfum:
„Lifi Berardo Viola.“
—- I þessu blaði, sagði fulltrúinn — í þessu blaði,
sem er prentað leynilega og gefið út í trássi við lögin,
er nákvæmlega skýrt frá þeirri verðskulduðu meðferð,
sem þið sætið af hálfu lögreglunnar . . . Og fyrst þér
eruð reiðubúinn að kannast við allt, þá er bezt að þér
skýrið fyrst frá því, hvernig þér farið að koma fréttum
úr klefanum til blaðsins.
Berardo þagði.
í þetta blað, hélt fulltrúinn áfram-----er mikið
skrifað um Fontamara . . . um lækjarfarveg . . . um
geitastíg . . : um vandamálið viðvíkjandi Tucino . . . um
einhvern Teofilo, sem hefur framið sjálfsmorð . . . um
einhverja Elviru, sem er dáin . .-.-og þess háttar. Það
er augljóst, að enginn hefur getað skrifað þetta nema
maður frá Fontamara . . . Segið mér nú, hvernig þér
hafið farið að því að smygla þessari grein úr klefanum
til blaðsins.
Berardo svaraði ekki. Hann starði, líkt og dáleiddur,
á blaðið, sem fulltrúinn hafði lagt fyrir framan hann,
blaðið, þar sem bæði nafn hans og Elviru stóð letrað
og ennfremur með stórum bókstöfum: ■
„Lifi Berardo Viola.“
— Leysið nú frá skjóðunni, sagði fulltrúinn.
— Það er ekki hægt, herra fulltrúi, sváraði Berardo
rólega. Þá vil ég heldur deyja.
Fulltrúinn reyndi að lokka hann til að tala. En
Berardo lokaði augunum. Hann var með hugann víðs
fjarri. Þegar hann var leiddur til klefans aftur, var
hann eins og maður, sem hefur samið erfðaskrá sína.
Og samt var baráttunni ekki lokið.
Þá nótt kom okkur ekki dúr á auga. Berardo grúfði
höfði í greipar. Hann braut heilann um það, hvort hann
ætti að játa eða ekki. Hann þrýsti höndunum að höfði
sér, eins og hann vildi koma í veg fyrir að það springi.
Hvers vegna varð hann að sitja í fangelsi? Af hverju
varð hánn að deyja í fangelsi þrítugur að aldri? . . .
Vegna sóma síns. Vegna sannfæringar sinnar . . . En
hann, sem hafði aldrei skipt sér af stjórnmálum.
Þannig leið tíminn, og Berardo talaði hljóðlega við
298
VINNAN