Vinnan - 01.10.1946, Qupperneq 33
mig, og njósnarinn reyndi að lesa orðin af vörum
hans.
—• Ef ég svík hann, er allt tapað, sagði hann. — Ef
ég svík, verður Fontanrara ofurseld eilífri tortímingu.
Ef ég svík, geta liðið hundrað ár þangað til annað
eins tækifæri gefst . . . En ef ég dey? Þá verð ég fyrsti
kafóníinn, sem deyr fyrir aðra. Sá fyrsti, frá því heim-
ur byggðist, sem deyr fyrir aðra kafónía . . . fyrir alla
aðra kafónía.
Þetta var stórfengleg uppgötvun. Hann sperrti upp
augun, eins og leiftri hefði brugðið fyrir í klefanum.
— Eining . . . hefurðu heyrt það orð fyrri? Eining.
Eg hef aldrei heyrt það fyrri. Það táknar samtök, mátt,
frelsi. Og það táknar jörð, leigulausa jörð . . . Eining
. . . Það er einfalt orð. Þetta orð verða íb.úarnir í
Fontamara að læra. Ef ég dey, verður þú að fara til
Fontamara og kenna þeim þetta orð. Eining. Þeir
verða að hætta að deila innbyrðis, skilurðu það? Það
eina, sem vantar, er eining. Allt hitt kemur af sjálfu
sér.
Þetta voru síðustu orðin, sem ég heyrði Berardo
Viola segja.
Morguninn eftir var farið með hann í annan klefa.
Tveimur dögum seinna var ég leiddur fyrir fulltrú-
ann, sem var óvenjulega vingj arnlegur við mig.
— Berardo Viola hefur framið sjálfsmorð í nótt,
sagði hann. — Hann hengdi sig í örvæntingu — á
gluggapóstinum. Það er augljóst mál. Enginn var við-
staddur, svo að við höfum engin vitni. En vitni verðum
við að hafa . . . Ef þú vilt skrifa undir vottorð um, að
Berardo hafi hengt sig, skaltu verða látinn laus
strax . . .
Þegar ég komst að raun um, að Berardo Viola hafði
verið myrtur, fór ég að gráta.
Fulltrúinn skrifaði vottorðið, og ég skrifaði undir í
blindni.
Því næst var farið með mig í skrifstofu rannsóknar-
dómarans.
— Voruð þér vinur Berardo Viola, hins látna
manns? spurði hann mig.
— Já.
— Staðfestið þér, að hinn látni hafi haft í huga að
fremja sjálfsmorð?
— Já.
-— Staðfestið þér, að hinn látni hafi ratað í miklar
ástarraunir?
— Já.
— Staðfestið þér, að hinn látni hafi verið í sama
klefa og þér og hafi hengt sig í gluggapóstinum meðan
þér sváfuð?
— Já.
Hann Iét mig skrifa undir annað vottorð og því næst
var ég leiddur burtu.
Um hádegisleytið var ég látinn laus. Mér var fylgt á
j árnbrautarstöðina og fenginn farmiði til Fontamara.
Faðir minn getur sagt frá því, sem eftir er.
— Þegar sonur minn kom heim til Fontamara, höfð-
um við frétt meginið af því, sem hann hefur nú sagt frá.
Sonur minn kom einmitt á þeirri stundu, þegar við
stóðum kringum áhöldin, sem ókunni maðurinn hafði
fengið okkur til þess að prenta kafóníablaðið með.
(Fyrsta kafóníablaðið). Við höfðum látið þau upp á
borð Mariettu Sorcaneru og stóðum kringum borðið
— fimmtán manns.
Þarna var hetjan frá Porta Pía. Hann skrifaði læsi-
legasta hönd og átti þess vegna að skrifa blaðið. Þarna
var Baldissera hershöfðingi, sem kunni málfræði og
setningaskipun, og þarna var Raffaele Scarpone, sem
Hinn Mikli Óþekkti hafði snúið sér til og kennt að fara
með hin óbrotnu prentáhöld. Við vorum að deila um
nafnið á blaðinu.
Michele Zompa stakk upp á góðu nafni: Sannleikur-
inn.
En Scarpone hnyklaði brýnnar.
— Sannleikurinn? Hver þekkir sannleikann. Við
þekkjum hann ekki, en við erum að leita hans, sagði
hann. — Auk þess verður hann aldrei látinn í askana.
Baldissera hershöfðingi kom með góða uppástungu:
Réttvísin.
— Ertu genginn af göflunum, sagði Scarpone. —
Réttvísin hefur alltaf verið á móti okkur.
Maríetta Soorcanera stakk upp á nafni: Gjallarliorn
kafóníanna.
En enginn féllst á þá uppástungu.
— Hvað eigum við að gera? sagði Scarpone.
— Við eigum að velja blaðinu nafn, sagði hetjan frá
Porta Pía. — Komdu sjálfur með uppástungu.
— Þetta er mín upástunga: HvaS eigum við að
gera?
Þegar við höfðum rætt um þetta fram og aftur og
áttað okkur loks á því, að hann vildi að blaðið héti
„Hvað eigum við að gera?“ horfðum við undrandi
hver á annan.
— Þetta er ekkert nafn, sagði hetjan. — Þetta er
ekkert nafn. Við eigum að finna nafn, sem á að standa
efst á blaðinu, skilurðu það? Efst á blaðinu með fall-
egum bókstöfum.
— Skrifaðu „Hvað eigum við að gera?“ með falleg-
um bókstöfum, og þá verður það nafn, sagði Scarpone.
— Þetta er hlægilegt nafn, sagði hetjan. — Ef eintak
af þessu blaði berst til Rómaborgar, verður hlegið að
okkur.
Rafaele varð fokvondur. Blaðið átti að vera kafónía-
blað, gefið út af kafóníum fyrir kafónía . . . Það skipti
engu, hvað þeir sögðu í Rómaborg.
VINNAN
299