Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 4
r “\ AF ALÞJÓÐAVETTVANGI V___________________________) Hvíldar- og hressingarhœli verkalýðsfélaganna í Sovétríkjunum munu á þessu ári geta tekið á móti 1.500.000 dvalargestum og er þaS meira en helmingi fleiri en 1945. I stríSsbyrjun áttu verkalýSsfélögin 893 hvíldar- og hressingarhæli meS rúmi fyrir 184.500 manns, en 1925 voru þau ekki nema 193 meS rúmi fyrir 49.794. í stríSinu lögSu fasistarnir í rústir yfir 300 slík hæli, og eitt af fyrstu verkefnum verkalýSsfélaganna eftir stríS- iS var aS endurreisa þau og byggja ný. I 5 ára áætluninni er gert ráS fyrir stórkostlegri fjölgun þessara stofnana. Dvöl á þeim er oftast ókeypis og má aldrei fara yfir 30% af því, sem hún raunveru- lega kostar. * Skipaeigendur á hinum stóru vötnum Kanada hafa gert þá kröfu til sjómanna, aS um leiS og þeir eru ráSnir í skiprúm skuli þeir undirskrifa yfirlýsingu um, aS þeir séu ekki kommúnistar. — SjómannasambandiS hefur mótmælt þessari ósvífnu kröfu skipaeigendanna. * Fyrir hollenzka þinginu liggur nú frumvarp til laga um bætur til þeirra sjómanna og fjölskyldna þeirra, sem ýmist urSu öryrkjar eSa týndu lífinu af völdum styrj- aldarinnar. Bæturnar miSist viS, aS þeir hafi mögu- leika til aS lifa viS lík kjör og var fyrir styrjöldina. * Eftir harSa baráttu náSu spánskir sjómenn nokkr- um launabótum í júlímánuSi s.l. Skipstjórum var þá faliS aS fara fram á þaS viS skipverja sína, aS þeir gæfu eftir eins dags laun hver maSur, en þessi nýstár- lega launalækkunartilraun bar engan árangur. * SiglingamálaráSuneyti Júgóslavíu hefur nýlega gefiS út reglugerS um aSbúnaS sjómanna. I henni er svo ákveSiS, aS meira en 4 menn megi ekki búa í sama klefa. Heitt og kalt steypibaS skal vera á hverja 6 skip- verja. Lesstofa skal vera í hverju skipi, og á skipum meS 12 manna áhöfn eSa fleiri skal vera sérstakur sjúkraklefi meS öllum nauSsynlegum útbúnaSi. ÁVARP miðstjórnar Alþjóðasambands verkalýðsfélaga til alls verkalýðs Tvö ár eru liSin frá því aS sigur vannst yfir árásar- ríkjunum, Þýzkalandi og Japan, en varanlegan friS hef- ur þó ekki tekizt aS skapa. MarkmiSi hinnar hetjulegu baráttu allra frelsisunnandi manna hefur ekki veriS náS. Á vígvellinum var fasisminn sigraSur, en stefna hans ríkir ennþá í starfi hinna kapitalistisku auShringa og yfirdrottnun þeirra yfir lífskjörum fólksins. Afturhalds- öflin, skipulögS og stjórnaS af valdi auShringanna hafa hafiS nýja sókn á hendur velmegun og frelsi alls vinnandi fólks. Þessi sókn afturhaldsins hefur unniS nokkra sigra. Sökum hennar ríkir ógnarstjórn Francos ennþá á Spáni, þrátt fyrir hetjulega andstöSu spönsku alþýSunnar og stuSning allra frelsisunnandi manna viS hana. í ýms- um löndum, svo sem Grikklandi, Iran, Kína, Brazilíu og Egyptalandi, er verkalýSshreyfingin ofsótt og lífskjör fólksins gerS lítt bærileg. I nýlendunum ríkir víSast miskunnarlaust arSrán, og frelsishreyfing fólksins ei kæfS meS ofbeldi. Sums staSar samþykkir afturhaldiS lög, er svifta verkalýSinn frumstæSustu réttindum og eySileggja samtök hans. FjármálaauSvaldiS beitir aSstöSu sinni gagnvart þeim löndum, er styrjöldin lagSi í rústir, til pólitískra þvingunarráSstafana, svo nærri stappar algjörri svift- ingu sjálfsforræSis þeirra landa, er veikust eru fyrir. GróSafíkn fjármagnsins reynir aS einoka arSinn af vinnu og tæknilegum framförum, í fjandsamlegum til- gangi viS velferS og hagsmuni mannkynsins. Hin óseSj- andi græSgi hringavaldsins leiSir þaS út í baráttuna gegn lýSræSi og ýtir undir hina brjáluSu hugmynd um nýja heimsstyrjöld. VerSi þessi sókn afturhaldsins ekki stöSvuS leiSir hún til hörmunga og fátæktar alls vinnandi fólks, og el- ur á hatri og tortryggni milli þjóSanna. VerkalýSur allra landa þarf aS vera vel á verSi gegn þessari hættu. Vilji fólksins verSur aS gera enda á til- raunum hins afturhaldssinnaSa minnihluta til stríSs- æsinga, og sem ljær fylgi sitt hverri lýSræSisfjandsam- legri tilraun, hvar sem er í heiminum. MiSstjórnin hefur athugaS þessar aSstæSur og þær hættur, sem þeim eru samfara. En hún hefur einnig séS 182 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.