Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 16
KRISTINN D. GUÐMUNDSSON: Vélstjórafélag ísafjarðar 15 ára Vélstjórafélag ísafjarðar var stofnað 24. janúar 1932, af 23 starfandi vélgæzlumönnum, í þeim tilgangi eins og segir í lögum þess „að efla og vernda hag ísfirzkra vélgæzlumanna, og sjá um að þeir séu ekki órétti beittir í því sem starfi þeirra við kemur.“ Eins og önnur stéttarfélög alþýðunnar hefur Vél- stjórafélag ísafjarðar oft orðið að heyja harðvítuga baráttu fyrir bættum launakjörum meðlima sinna, en hörðust varð baráttan árið 1934, sem endaði með því að félagið varð að falla í öllu frá kröfum sínum, fyrir atbeina vissra aðilja. En baráttan var tekin upp á ný og borin fram til sigurs. Launakjör vélgæzlumanna á ísafirði hafa markvíst þokast fram á við, og má fullyrða að eftir ástæðum séu þau nú sambærileg við launakjör starfsbræðra þeirra annars staðar á landinu. Auk þess sem Vélstjórafélag Isafjarðar er fyrst og fremst stéttarfélag ísfirzkra vélgæzlumanna eru meðlim- ir þess víðsvegar af landinu og má a. m. k. fullyrða að launakjör þess nái beint eða óbeint til allra vélgæzlu- manna á Vestfjörðum. Vélstjórafélag Isafjarðar er fámennt félag, og með- limir þess dreifðir um allt land, ýmist vegna atvinnu sinnar eða búsetu. Félagslífið hefur því ekki alltaf verið jafn jákvætt og æskilegt væri. En þegar maður athugar áður nefndar staðreyndir má segja að starf félagsins hafi oft verið eftir ástæðum gott, og undantekningalítið hafa félagsmenn staðið einhuga í hagsmunabaráttu sinni. Á fyrsta starfsári félagsins kom fram tillaga frá þá- verandi varaformanni félagsins, Arinbirni Clausen, um að félagið gengi í Alþýðusamband íslands. Sú tillaga mætti harðri andstöðu og var felld. En Arinbjörn Clausen hélt málinu vel vakandi, og á fundi í félaginu 17. des 1933 var samþykkt með 11 atkv. gegn 5 að ganga í sambandið. Þegar á fyrsta fundi félagsins var rætt um stofnun styrktarsjóðs, er styrkt gæti fjárhagslega þá félaga er yrðu fyrir slysum við starfið, eða vegna sjúkleika ekki gætu stundað atvinnu sína. En sökum þess hve félagið var fámennt og iðgjöldin lág gekk illa fyrir félágssjóð að standa við áður sam- þykkt fjárframlög til styrktarsjóðsins. En þrátt fyrir það, að styrktarsjóður félagsins hafi aldrei orðið mik- ill að vöxtum, hefur félagið oft getað rétt sjúkum með- limum sínum hjálparhönd, en sem að líkum lætur að Guðfihnur Sigmundsson, fyrsti ritari félagsins Sigurður Pétursson, fyrsti form. félagsins og form. þess í 9 ár 194 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.