Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 13
Stundum lýstur harmleikur göfugs stórmennis, er þröngvað var til hlýðni, hjörtu okókar ljúfri hryggð. — Árni Oddsson undirritaði að vísu einveldishylling- una í Kópavogi. En við vitum öll, að það var ekki af gleði, sem hann grét.“ — Myndu þessir tveir hafa setið hjá, hefðu þeir átt völina á Alþingi í gær? spurði ég. — Hitt skiptir rniklu meira máli, hvað þú mundir hafa gert sjálfur, svaraði hún. Svo hélt hún áfram: „Þú hugsar nú kannski sem svo: Mikil er þín ógæfa, þjóð mín. Og ég ætla ekki að lá þér það. En þú veizt, að enda þótt hún sé ekki milljónaþjóö nú, eins og hún væri, ef ekki hefði verið svo grimmilega að henni þjarm- að, lifa enn úti á Islandi 130 þúsund sálir. Það er lítil grein að vísu, en sannar þó óvéfengjanlega, að meiöur- inn dó ekki með öllu. Það finnst þér kannski óskiljan- legra en allt annaö. En snillingurinn mikli hefur opnað þér leið til skilnings á því. Manstu þessi orð, sem hann leggur í munn þeim manni, er íslenzk móðir hefur einna mætastan alið: „Maður, sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því armslengd frá sér, herðir takiö um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskap- aryfirbragði og segist skulu frelsa það. Hitt er lífsvon þess, að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess. Ef varnarlaus smáþj óð hefur mitt í sinni ógæfu boriö gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin, mun tíminn ganga í lið með henni og því dýri, sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd, mun hún verða gleypt í einum munnbita.“ Ég spurði: — Meinar þú, að þetta sé sannleikur enn í dag og eigi við um atburðinn á Alþingi í gær? Hún svaraði: -—- Engin neyð rekur íslendinga til þess nú að játast undir tröllsvernd. Það er ekki til neinn gamall sann- leikur og nýr sannleikur. Það eru aðeins til menn, sem halda að sannleikurinn breytist. Það er ekki nýr sannleikur, að tunga og saga og menning hverrar þjóðar séu hornsteinar þjóðréttar hennar og sjálfstæðrar tilveru. Það er ekki nýr sann- leikur, að sú þjóö, sem sjálf sýnir þessum verðmætum fálæti eða virðingarleysi, er dæmd til glötunar. Það er því ekki vegna þess, að Fjölnismenn hafi fundið nýjan sannleika, að arfur þeirra er okkur svo óvenju dýrmæt- ur og hjartfólginn, heldur vegna hins, að þeir vöktu þjóðina til skilnings á þessum sígildu sannindum. Það er heldur ekki nýr sannleikur, að sú þjóö, sem vill varðveita frelsi sitt, veröur hverja stund lífs síns að heyja baráttu fyrir því og má aldrei hvika um hárs- breidd frá rétti sínum. Jón Sigurðsson er óskmögur allra sannra íslendinga, vegna þess að hann framfylgdi þessum sannleika í lífi sínu fremur en nokkur annar þegn hinnar íslenzku þjóðar og gaf fegurst fordæmið. Ég spurði enn: — Hefðu leikar farið eins á Alþingi í gær, ef þessir menn hefðu átt þar sæti? — Það er ekki nóg að spyrja, svaraöi hún. Svo hélt hún áfram: — Ég var á Þingvöllum, þegar lýðveldiö var stofnað 1944. Þú varst þar líka. Þú manst, að einnig þá töluö- um við saman. Það var ekki ég, sem horfði leiftrandi aðdáunaraugum á fulltrúa þjóðarinnar, er á Þingvelli sátu, og hugsaöi: —• Hamingjusöm er sú þjóð, sem á svo einbeitt ein- valalið til að standa vörð um frelsi sitt og sjálfstæði. Þeir glúpna ekki, þótt á þeim dynji hregg. Þeir munu ekki glúpna, þótt erlendir yfirgangsseggir kynnu að reynast svo einfaldir að ámálga það við þá þjóö, sem hefur búið við erlenda áþján í sjö aldir, að hún slái ögn af frumburðarrétti sínum til landsins. — Nei, það var ekki ég, sem þannig hugsaði, endur- tók hún, það varst þú. —• Ber mér að skilja þetta svo, að í gær hafi meiri hluti þeirra sýnt, að þeir voru ekki þessa trausts verðir? spurði ég. Þá svaraði hún: — Ég sagði þér strax, að til þess að skilja yrðu menn að hugsa. Nú hefur þér gefizt kostur á að hlusta. Það er ekki á mínu valdi, hvort þú skilur. Og hún bætti við: — Ef þú átt þess einhvern tíma kost að ná'til margra íslendinga, þá segðu þeim, að þetta hafi sagt þér sú kona, sem alltaf er nálæg þar, sem íslenzkur maður leitar upphafs síns, sú kona, sem er móðir þeirra allra. Svo var það Skotinn, sem ætlaði að fyrirfara sér af því að hann sá auglýst niðursett verð á líkkistum og jarðarförum, en gat það ekki, því að lrann tímdi ekki að gefa upp andann. * Tveir skotar talast við í síma: — Ertu upptekinn í kvöld, Mac? — Nei, Donald. — En annað kvöld? — Nei, ekki heldur! — En á föstudagskvöldið? — Já, þá hef ég eftirvinnu. — Það var leiðinlegt, því að annars ætlaði ég að bjóða þér til kvöldverðar á föstudags- kvöldið. VINNAN 191

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.