Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 7
BJORN BJARNASON: Miðstj órnarf undur Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (W. F. T. U.) Miðstjórnarfundur Alþjóðasambandsins var haldinn í Prag dagana 9.—14. júní s.l. Vikuna á undan sat Framkvæmdanefndin á fundi til að ganga frá málum fyrir miðstjórnarfundinn. Fundurinn var haldinn í Smetanahöllinni, og sátu hann fulltrúar frá 42 lönd- um, auk fulltrúa frá Tryggve Lie, aðalritara Hinna sameinuðu þjóða og tveggja frá I. L. 0. Síðar á fund- inum mættu sem gestir 5 fulltrúar frá þýzku verkalýðs- hreyfingunni og 4 frá Kóreu. Aðalritari sambandsins, Louis Saillant, setti fund- inn, en Zápotecký, forseti tékkneska verkalýðssam- bandsins, bauð fulltrúana velkomna og árnaði þeim heilla i störfum sínum. Að ræðu hans lokinni tók Deakin, forseti sambandsins, við fundarstjórn og minntist látinna miðstjórnarmeðlima, félaganna Sidney Hillman og Gunnars Anderson. Fyrsta dagskrármál fundarins var skýrsla aðalritar- ans og flutti hann langa og ýtarlega framsöguræðu um hana. Á þeim 20 mánuðum, sem liðnir eru frá stofnun sambandsins, hefur meðlimatala þess aukizt úr 70 milljónum í 85 milljónir, ef með eru talin verkalýðs- samtök Þýzkalands og Japans, sem að vísu njóta ekki ennþá fullra réttinda innan sambandsins. Jafnhliða þessari aukningu hefur vald og áhrif einstakra lands- sambanda aukizt að miklum mun í ýmsum löndum, sér- staklega í Mið- og Austur-Evrópu. Á öðrum stöðum hefur verkalýðshreyfingin orðið fyrir mjög hörðum árásum af hendi afturhaldsins, einkum í löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafs, Kína, Suður-Afríku, Brasilíu og nú síðast í Bandaríkjunum. Miklar umræður urðu um skýrsluna, en að þeim loknum var samþ. ályktun, er þakkaði framkvæmda- stjórn sambandsins þá árangra, er náðst hefðu og lagði áherzlu á þá miklu ábyrgð, er á Alþjóðasambandinu hvíldi að hrinda árásum afturhaldsins á lífskjör og réttindi verkalýðsins. í niðurlagi ályktunarinnar segir: „Alþjóðasambandið er voldugt baráttutæki verka- lýðsins. Miðstjórnin lýsir ánægju sinni yfir þeim ár- angri, er þegar hefur náðst og öruggri vissu sinni um áframhald einingarinnar í baráttunni fyrir lýðræði, ör- yggi og friði.“ Þá var skýrsla rannsóknarnefndarinnar, er fór til Þýzkalands, tekin fyrir. Að loknum þeim umræðum var samþ. ályktun um afstöðuna til Þýzkalands. í henni segir, að miðstjórnin harmar, hvað seint gengur með útrýmingu nasismans og fer fram á það við hernáms- yfirvöldin, að þau sýni verkalýðshreyfingunni meiri skilning en hingað til og notfæri sér aðstoð hennar við útrýmingu nasismans. Ennfremur var samþ. að stofna samstarfsnefnd milli Alþjóðasambandsins og þýzku verkalýðshreyfingarinn- ar, er aðstoði við sameiningu hennar í eitt landssam- band á lýðræðisgrundvelli og að því loknu veita því inngöngu í Alþjóðasambandið með fullum réttindum. Rannsóknarnefndin, er fór til Japan og Kóreu, gaf sína skýrslu. í Japan naut hún góðrar aðstoðar her- námsyfirvaldanna við rannsóknir sínar. Telur hún skipulagi verkalýðssamtakanna þar mjög ábótavant og lagði fram ýtarlegar tillögur um breytingar á því. Legg- ur hún til, að skipulagt verði eftir atvinnugreinum í landsfélög, er síðan sameinist í einu landssambandi. Fallist Japanir á þessa tillögu og framkvæmi hana, legg- ur nefndin til, að japönsku verkalýðssamtökin verði tekin í Alþjóðasambandið. Frá Japan fór nefndin til Suður-Kóreu, hernáms- svæðis Bandaríkjanna. Þar fékk hún hinar verstu við- tökur af hendi afturhaldsins, enda skorti mjög á, að hernámsyfirvöldin veittu henni nægilega aðstoð. Inn- lendum aðstoðarmönnum hennar var misþyrmt og lífi nefndarmannanna sjálfra ógnað. Verkalýðshreyfingin er þarna mjög í molum og nokkur hluti hennar algert handbendi afturhaldsaflanna. I Norður-Kóreu, á hernámssvæði Rússa, fékk nefnd- in hinar beztu viðtökur og þar er skipulagning verka- lýðshreyfingarinnar það vel á veg komin, að nefndin lagði til, að henni yrði veitt inntaka í Alþjóðasam- bandið. VINNAN 185

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.