Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 14
Vettvangur vinnandi kvenna Ritstjóri: Rannveig Kristjánsdóttir Iðngrein, sem ekki getur starfað án þess að hafa konur sem ódýran vinnukraft, er ekki starfhæf Viðtal við Kristrúnu Kristjánsdóttur „Fulltrúaráðsfundur K. R. F. 1., haldinn í Reykja- vík 14.—16. júní 1947, skorar á nœsta alþin.gi að skipa þá þegar er það kemur saman fimm kvenna milli- þinganefnd til að undirbúa og semja frumvarp til laga um jafnrétti kvenna í launa- og atvinnumálum á grund- velli kröfunnar um sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Nefndin sé þannig skipuð, að tvœr konur séu frá Alþýðusambandi Islands, tvœr frá Kvenréttindafé- lagi Islands og ein frá Félagi starfsmanna ríkis og bœja. Aherzla sé lögð á að konur þessar séu úr mis- munandi starfsgreinum.“ Ofanskráð tillaga var samþykkt á síðasta fulltrúa- ráðsfundi Kvenréttindafélags Islands. I umræðum þeim, er á fundinum urðu um atvinnumál kvenna, kom það skýrt í ljós, að fundarkonur töldu nú mesta nauð- syn á því að fá sem gleggstar heimildir um ástandið, eins og það er, til þess að geta rökstutt tillögur sínar og kröfur um endurbætur sem bezt. A meðan alþingismenn eru í sumarleyfi eða sumar- önnum og engin nefnd er skipuð, hefur mér dottið í hug að gera nokkur „stikkpróf“ hér og þar í atvinnu- greinum kvenna og atvinnugreinum þar sem karlar og konur vinna hlið við hlið. Hæg eru heimatökin, segir máltækið, og samkvæmt því byrja ég í kjallaranum í húsinu þar sem ég nú bý. Kristrún Kristjánsdóttir, formaður í „Björg“, félagi kvenklæðskera, á þar heima. — Eruð þið margar í félaginu? spyr ég. — Þrettán, svarar Kristrún, — svo ég held þú hefð- ir nú átt að byrja með myndarlegra félag með hærri meðlimatölu. — Hvers vegna eruð þið í sérstöku félagi, en ekki með karlmönnunum, spyr ég, og mér dettur í hug, að þetta sé einhvers konar einangrunarstefna hjá kven- fólkinu, en fæ samstundis upplýst, að í kvenklæðskera- félaginu eigi þeir heima, sem sauma kvenkápur og dragtir, hvort sem það eru konur eða karlar. — Þetta er sérstök iðngrein, heldur Kristrún áfram, — og hún var ekki viðurkennd fyrr en 1943. Formað- ur Meistarafélags kvenklæðskera, Guðfinna Magnús- dóttir. átti mikinn þátt í að fá því framgengt. Því skal skotið hér inn í, að í sveinafélaginu er eng- inn karlmaður, en þeir kvenklæðskerameistarar af karl- kyni, sem hér starfa, eru af ýmsum orsökum ekki í meistarafélaginu. Ég hef spurt Kristrúnu, hvort þarna liggi fyrir ótti karlkvenklæðskera að uppganga í kvenna- veldi og verða þar í minnihluta, en hún vill engu um það svara. — Geysilegir afkastavargar hljótið þið, þessar þrett- án, að vera, úr því að þið saumið allar kápur og dragt- ir, sem hér eru seldar, að undanskildum þeim útlendu. — Því miður er fjöldi fólks, sem við þetta vinnur utan félagsins. Við höfum einungis náð samningum við meistarafélagið og Guðmund Guðmundsson, en margir atvinnurekendurnir eru ekki bundnir við neina samninga, og mikill meiri hluti þeirra, sem vinna við kvenklæðaskurð, hefur ekki sveinsréttindi. Þetta er allt mjög óskipulegt. — Hvers vegna hafa ekki fléiri konur sveinsréttindi ? — Það er margt sem hjálpast að. Mest veldur þar hugsunarleysi og vani. Stúlkunum finnst líklega eins gott að byrja sem aðstoðarstúlkur og fá kaup strax, eins og að vera þrjú ár að öðlast réttindi og þurfa að vera í iðnskóla, en vitanlega er þetta sorgleg skamm- sýni. Sumar eru hræddar við prófin og einstaka eru svo blindaðar af kreddum og minnimáttarkennd, að þær kæra sig ekki um sveins- eða meistararéttindi, þó þær geti fengið þau. Aðalástæðan er þó líklega sú, að reglum um iðnina er ekki fylgt nógu stranglega eftir. Olært fólk fær t. d. jafnhátt kaup í ákvæðisvinnu og sveinar, og svo er þetta aðstoðarfólk, sem þeir eru alls staðar með, t. d. í Skjaldborg, til mestu vandræða. — Heldurðu ekki að hálfkáksvaninn sé þarna sterk- ari en annars staðar, einmitt af því að það hefur þótt heyra til almennra kvendyggða að fúska eitthvað í saumum? spyr ég, því það er mjög algengt að störf, sem að einhverju leyti eru runnin frá heimilisstörfun- um, séu illa launuð. — Líklega, og það er eftirtektarvert, að það skortir aldrei hárgreiðslulærling og þar eru engar aðstoðar- stúlkur. Það er þó jafnlangur námstími í þeirri iðn- Framh. á bls. 196. 192 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.