Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Qupperneq 12

Vinnan - 01.09.1947, Qupperneq 12
B R. SIGURÐSSON: Það mælti mín móðir Þetta er frásögn af samtali við hana, sem er tignust og hjartahlýjust allra. ÞaS var á öndverSum október í fyrra, árla dags. Ég var staddur í framandi landi og var á gangi eftir JíjóS- veginum utan við borgina, sem ég bjó í. Sitt hvoru megin vegarins lágu sléttir akrar svo langt sem augað eygði. Á stöku staS voru nokkrir menn að taka upp síðustu sykurrófurnar. Annars var uppskerunni lokið, og akrarnir stóðu auðir og berir. Ég var í döprum hug- leiðingum vegna frétta, sem mér höfðu borizt að heim- an. Ég nam staðar og hlýddi á þyt haustvindsins, sem lék um lim trjánna, er mörkuðu vegina heim að bú- görSunum, og horfSi á gul og hrungjörn laufin losna og berast burtu á vængjum hans. Þá vissi ég ekki fyrr til en hún var farin að tala við mig, konan, sem alltaf er nálæg þar, sem frónsk sál leitar upphafs síns. Hún sagði: — Þú ert að reyna að skilja ísland. Þess hafa fleiri freistað. En veiztu það, að sá, sem vill skilja, verður að byrja á því að læra að hlusta? Hann verður að hlusta á nið sjávarins, þyt skóganna, klið fuglanna, dynjanda fossanna, seytl lindanna, léttan hlátur lækj- anna. Hann verður að hlusta á sitt eigið fótatak og fótatak milljónanna. Hann verður að hlusta á hjartslátt lífsins og láta hann endurhljóma í sinni eigin sál. Og hann verður að hlusta á þögnina, því að allt hið göf- ugasta mælir tungu þagnarinnar. Sá, sem vill skilja Is- land, verður að hlusta á ísland. Hlýddu á söguna, rödd hinna gengnu kynslóða. Hún segir: „Þegar hinir norrænu menn höfðu tekið sér ból- festu í því norðlæga eylandi, sem kallað var Island, gerðu þeir sér það Ijóst einna fyrst allra hluta, að ef þeim ætti að auðnast að varðveita frelsi sitt og sjálf- stæSi, yrðu þeir að tengja saman örlög sín að meiru eða minna leyti, sá smæsti jafnt þeim stærsta, stofna þar allsherjarríki, byggt á lögum og rétti. Þeir skynj- uðu þetta rétt. Og meðan þeir höfðu þennan hátt á, varð þeim að vonum sínum. Veraldleg velmegun hélzt í hendur við meiri jöfnuð og heilbrigðara réttarfar en til þekktist með öðrum þjóðum. Þau, sem þá lifðu á Fróni, urðu hetjur þeirra sagna, sem ævinlega munu varpa frægðarljóma á Island. LiSu svo nokkrar aldir. Geðlitlir menn eru alltaf til með öllum þjóðum. Á Sturlungaöld var sundurlyndi orðiS svo mikið með þjóðinni, að hinir geðlitlu voru farnir að eygja mögu- leika á því að svala sjúkum metnaði sínum með því að gerast höfðingjar yfir öllu Islandi með aðstoð erlends valds. Var þá einnig fastar aS sótt utan frá, þegar vitaS var, að aðstoðar mátti vænta frá heimamönnum. Her- deildin innan virkismúranna, sú fimmta, hefur alltaf verið hin hættulegasta. Eitt sinn bar maður að nafni Þórarinn Nefjólfsson íslendingum þá hóglegu spurn frá Ólafi konungi Har- aldssyni, hvort þeir myndu þess fúsir að sýna honum það vinarbragð að gefa honum ey eða útsker nokkurt, er liggur fyrir EyjafirSi og menn kalla Grímsey. Þess var mjög hvetjandi GuSmundur hinn ríki á MöSruvöll- um. En landsmenn mátu meir hollráð bróður hans, Einars Þveræings, og vísuSu beiðninni á bug.“ Hér greip ég fram í og spurði: — Ef þeir bræður hefðu báðir setiS á Alþingi í gær, hvor heldur þú, að hefði rétt upp höndina meS hinum þrjátíuogtveim? Hún sagSi: -— Því verður þú að svara sjálfur. Og haltu áfram aS hlusta: „Ég minntist áðan á geðlitla menn. AS lokum varð ríki þeirra svo mikið, að rödd Einars Þveræings megn- aði ekki aS vekja með þjóðinni það viðnám, sem dygði. Smámennin svikust aS hamingjudís hennar. Land og þegnar voru lögS í fjötra. ViS þann atburS er órjúfan- lega tengt eitt nafn öðrum fremur: Gissur Þorvaldsson.“ Ég spurði: — Hvorum megin hefði hann staðið á Alþingi í gær? Hún svaraði: — SpurSu framtíðina. Og hún hélt áfram: „Á þeim degi hófst ömurlegasta tímabilið í þúsund ára sögu þinnar litlu JrjóSar. Á næstu öldum gerast fáir atburSir, sem okkur er unnt að muna nema vegna þess, að þeir ollu okkur svo miklum sársauka, að við vorum aldrei samir menn frá þeim degi, er við skynj- uðum ömurleik þeirra. Þær fáu frásagnir, sem eru að einhverju leyti ljúfar, eru allar um frækilegt viðnám gegn hinum erlendu kúgurum. Stundum er það ofur- mannlegt þrek þess, sem aldrei lét bugast, er vekur að- dáun okkar. — Jón Arason var höggvinn sjötugur. — 190 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.