Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 10
tregðu er nokkur ríki hafa sýnt á því að viSurkenna AlþjóSasambandiS sem hlutgengan aSila aS þeim sam- tökum. MiSstjórnarfundurinn mótmælti framkomu þessara ríkja, sem undir forystu bandarísku fulltrúanna hafa reynt aS koma í veg fyrir aS AlþjóSasambandiS skip- aSi þann sess í samtökum H. S. Þ., sem því ber, en þakkaSi þeim ríkjurn er sýnt höfSu málinu skilning. I 5. liS ályktunar um þessi mál segir: „MiSstjórnin felur framkvæmdaráSinu þegar þaS telur henta, aS fá tekiS á dagskrá efnahags- og félagsmálaráSsins: a) Sömu laun fyrir konur og karla viS sömu vinnu. b ) Afnám allrar hlutdrægni vegna litar eSa þjóSernis c) Hvernig tryggja megi almenningi viSunandi lífs- kjör. d) Baráttan gegn atvinnuleysi. e) Réttindi innfluttra verkamanna. f) Baráttan gegn hringavaldainu. I 7. liS sömu ályktunar segir, aS heimsverkalýSurinn vænti þess af efnahags- og félagsmálaráSinu, aS þaS beiti sér fyrir umbótum á sviSi efnahags- og félagsmála og þátttaka AlþjóSasambandsins í störfum þess rnuni verSa til aS tryggja jákvæSan árangur í því starfi. FramkvæmdaráSinu var faliS aS athuga á hvern hátt bezt verSi fyrir komiS samstarfi AlþióSasambandsins og I. L. 0. Næsta þing var ákveSiS aS halda í Briissel síSustu viku september næsta ár. Hér aS framan hefur veriS lauslega drepiS á þau helztu mál er miSstjórnarfundur- inn tók til umræSu er þó vitanlega ekki nema fátt eitt sagt af því er þar gerSist. Fundarmenn allir virtust hafa fullan skilning á því, hversu einingin er þýSingarmikil fyrir starfsemi Al- þjóSasambandsins og höguSu málflutningi sínum í sam- ræmi viS þann skilning. ÞaS verSur ekki skilist svo viS aS segja frá þessum fundi, aS nefna ekki þá frábæru gestrisni, er fulltrúarn- ir nutu af hendi tékknesku verkalýSssamtakanna, alls almennings og stjórnarvaldanna. Björn Bjarnason. Skýlu-Jónas og Flrúta-Grímur mættust á Vaðla- heiði og rak Grímur sex hrúta á undan sér. — Nú skil ég hvers vegna þú ert kallaður Hrúta-Grímur, sagði Skýlu-Jónas. — Ajæja! Féll nú skýlan loks frá augunum á þér? sagði Hrúta- Grímur. BRÉF Alþýðusambands Islands og Landssambands íslenzkra útvegsmanna til Jóhanns Þ. Jósefssonar sjóvarútvegsmálaráðherra varðandi afstöðu beggja sambandanna til ákvörðunar um bræðslusíldarverð Reykjavík, 18. júlí, 1947 Hr. sjávarútvegsmálaráðherra Jóhann Þ. Jósefsson, Reykjavík. í samning þann, um kaup og kjör á síldveiðum, sem gerður var 2. júlí s.l. milli Landssambands ísl. útvegs- manna og Alþýðusambands Islands, var m. a. sett eftir- farandi ákvæði varðandi afstöðu beggja samningsað- ilja til ákvörðunar um lrræðslusíldarverð á þessu sumri: „Landssamband ísl. útvegsmanna og Alþýðusamband íslands vilja vinna sameiginlega að því, að verð það, er útvegsmönnum og sjómönnum verður greitt fyrir síld á komandi síldarvertíð verði sem hæst og að Al- þýðusamband Islands f. h. sjómanna og Landssamband ísl. útvegsmanna f. h. útgerðarmanna fái rétt til að til- nefna fultrúa, til þess að gæta hagsmuna aðilja í þessu efni.“ I samræmi við ofanritað samningsákvæði leyfum vér oss hér með að fara þess á leit við yður, hr. sjávarút- vegsmálaráðherra, að þér fallist á að fulltrúar frá sám- böndum vorum fái rétt til þess að fylgjast með og taka þátt í þeim útreikningum, sem lagðir verða til grund- vallar, þegar bræðslusíldarverðið verður endanlega á- kveðið, og ennfremur til þess að gæta hagsmuna sjó- rnanna og útgerðarmanna við þá ákvörðun. Landssambandið hefur af sinni hálfu tilnefnt til þess að annast þetta verkefni Hafstein Bergþórsson útgerðar- mann, sem nú er staddur á Siglufirði, og Alþýðusam- bandið Tryggva Helgason, formann Sjómannafélags Akurcyrar. Vér væntum að þér sjáið yður fært að verða við þessari málaleitan vorri og óskum heiðraðs svars yðar hið allra fyrsta. Virðingarfyllst, f. h. Landssambands íslenzkra útvegsmanna /. V. Hafstein (sign) f. h. Alþýðusambands Islands Guðmundur Vigfússon (sign) 188 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.