Vinnan - 01.09.1947, Blaðsíða 8
Popova talar á útifundi í Prag
Vegna þeirra ofsókna, er kínversku verkalýðssam-
tökin hafa sætt af hendi valdhafanna, var samþ. að fela
aðalritaranum að bera fram mótmæli við kínversk
stjórnarvöld og krefjast þess, að hún nyti þeirra rétt-
inda, er verkalýðssamtökin njóta í lýðfrjálsum lönd-
um. Ennfremur var samþ. að viðurkenna ekki þá gerfi-
stjórn, er Shang-Kai-Shek hefur sett yfir verkalýðssam-
bandið, heldur hina löglegu stjórn þess, er nú dvelst í
útlegð í Hong-Kong.
Sú krafa var gerð til stjórnar Grikklands, að hún léti
tafarlaust fara fram frjálsar kosningar í verkalýðsfé-
lögunum og leyfði starfsemi þeirra með eðlilegum hætti.
Verði stjórnin ekki við þessari kröfu var framkvæmda-
nefndinni falið að snúa sér til Hinna sameinuðu þjóða
með kröfu um, að þær skerist í leikinn og í samvinnu
við Alþjóðasambandið komi á eðlilegu ástandi. Aðal-
ritaranum var falið að hafa stöðugt samband við grísku
félagana og veita þeim alla þá aðstoð, er hann mætti.
íranska verkalýðshreyfingin hefur að undanförnu
sætt stöðugum ofsóknum af hendi ríkisvaldsins. Vegna
þeirra voru samþ. mótmæli til stjórnarinnar og þess
krafizt, að hún veitti verkalýðssamtökunum fullt starfs-
frelsi og léti forystumenn þeirra lausa úr fangelsum
sínum. Til að flýta fyrir framkvæmd þessarar kröfu
var samþ. að leita samvinnu við fjárhags- og félags-
málaráð H. S. Þ.
Um Spán var samþ. svohljóðandi ályktun:
1. Alþjóðasambandið samþykkir að hefja nú þegar
fjársöfnun meðal meðlima sinna til styrktar Spáni.
Landssamböndum innan Alþjóðasambandsins er falið
að safna nú þegar því af peningum, er þeim er mögu-
legt og senda Alþjóðasambandinu, en það ver þeim
eingöngu til styrktar andstöðuhreyfingunni á Spáni.
2. Að fara fram á það við Öryggisráðið að það láti
nú þegar samþykkt þings H. S. Þ. frá des. 1946 koma
til framkvæmda. Frestur sá er nefndur er í samþykkt-
inni ætti nú að vera útrunninn og framkvæmd sam-
þykktarinnar mun færa Öryggisráðinu enn eina sönnun
fyrir þvingunarráðstöfunum Francos gegn málfrelsi, rit-
frelsi og félagsfrelsi. Þessar staðreyndir ættu að nægja
H. S. Þ. til tafarlausra aðgerða gegn einræðisstjórn
Francos.
3. Fyrir næsta þing H. S. Þ. skulu landssamböndin
hvert í sínu landi beita öllum áhrifum sínum á ríkis-
stjórnirnar svo að fulltrúar þeirra á þingi H. S. Þ. geri
ráðstafanir er duga til að endurreisa lýðfrelsi á Spáni.
186
VINNAN