Heimilispósturinn - 15.02.1951, Síða 7
andi. Hvað eru það margar míl-
ur?“
„Ef þér farið gegnum skóg-
inn, eru það fjórar mílur. En
ef þér farið meðfram sjónum,
eru það sex mílur. Það er
skemmtilegri leið.“ Það var
eins og hún væri að tala við
barn.
Þau höfðu bæði gleymt uppá-
stungu hans að síma; og hann
hafði gleymt töfrum skógarins.
Það var þögn. Honum fannst
sem hann væri að tefla skák —
minn leikur. Þá sá hann stúlk-
una aftur . . . aðeins hana . . .
hún brosti hæversklega, en beið
vafalaust eftir að hann færi.
Hann var búinn að steingleyma
skóginum; allur umheimurinn
var gleymdur.
„Ekkert pláss fyrir mig,
hverqi?“ sagði hann.
„Nei, hvergi,“ svaraði hún
hægt.
„Og eru allir gestir yðar hátt-
aðir ?“
„Við förum snemma að hátta
hér, herra. Kvöldlestin er síð-
asti viðburður dagsins. Póstur-
inn er ekki borinn út fyrr en
morguninn eftir.“
Hann hélt á hattinum í
vinstri hendinni; hann lagði
hann á borðið. Og hann fór að
tromma með fingrunum á borð-
plötuna.
„Ef þér væruð góð stúlka,“
sagði hailn og var erfitt um
mál, „ef þér væruð góð, þá
mynduð þér ekki senda mig sex
mílna veg, þegar svona er áliðið
— til heyrnarlausrar kerling-
ar.“
Hann var þurr í munninum,
og það var eins og hann tæki
varla eftir því, sem hann sagði.
„Þér mynduð lofa mér að
vera. Þér mynduð finna — þér
mynduð finna einhvern stað,
þar sem ég gæti hallað mér.“
Hann furðaði sig á, hve rödd
hans var skær.
„Þér hafið herbergi?“
Andartak mættust augu
þeirra.
Hún leit til stigans, sem var
á bak við hana.
„Farið þarna upp og bíðið.“
Það var engin tilfinning í
svip hennar, enginn skilningur.
Hann tók hatt sinn og lagði
pokann á gólfið hjá borðinu.
Það var ekki gestastiginn.
Það var mjór hringstigi og
dimmt í honum. Hann stóð
hreyfingarlaus í myrkrinu og
beið. Hann þorði ekki að láta
á sér bera af ótta við að vekja
einhvern.
Hann beið lengi.
Hann heyrði fótatak. Ljós-
gíætu brá fyrir niðri í stigan-
um; það var eins og merki úr
f jarlægð. Hann fann, að hún var
að koma til hans. Öxl hennar
straukst við hann. Hann gekk á
eftir henni í myrkrinu; fullur
vissu, en án þess að hugsa, án
þess að sjá. Dyr féllu að stöf-
um að baki þeim; hann heyrði
að þeim var læst.
Hann vaknaði í dögun. Þegar
hann lauk upp augunum, sá
hann höfuð stúlkunnar á kodd-
anum hjá sér. Hún svaf. Hár
hennar féll laust, augnalokin
titruðu ofurlítið og hönd henn-
ar lá opin ofan á sænginni.
Hann sté fram úr rúminu,
klæddi sig og fór út.
Þegar hann kom niður að
sjónum, snaraði hann sér úr
fötunum og lagðist til sunds.
Klukkan níu var sólin komin
hátt á loft og hann taldi óhætt
9 9 9
HEIMILISPÓSTURINN
5