Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 8

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 8
að snúa aftur heim til gisti- hússins. Hann hafði gert hern- aðaráætlun sína. Forsalurinn var nú breyttur frá því kvöldið áður, því að hann var nú fullur af fólki, körlum og konum, sem stóð í smáhópum og ræddist við. Bak við afgreiðsluborðið sat holdug og rjóðleit kona. Hún var eigandi gistihússins. „Góðan daginn,“ sagði hann og brosti. Hún starði á hann eins og tröll á heiðríkju. Koma hans var svo óvænt, af því að hún var hvorki í samræmi við ferðir strætisvagnsins né lestarinnar. Hann benti á malpoka sinn, sem var á sama stað og hann hafði látið hann kvöldið áður. ,,Ég kom hingað seint í gær- kvöldi. Það var ekkert herbergi laust, svo að ég skildi eftir pok- ann minn og fór. Nóttin var yndisleg. Getið þér lofað mér að vera í dag? Mig langar til að dveljast hérna dálítinn tíma.“ Svipur konunnar bar vott um undrun og gremju. „Komuð þér hingað í gær- kvöldi ?“ Hann kinkaði kolli. „Ekkert herbergi, segið þér?“ „Ég missti af vagninum . . . Unga stúlkan tók mér með mestu prýði. En það var ekkert herbergi laust.“ „Hún sagði, að ekkert her- bergi væri laust! Það var ein- kennilegt. Og þér hafið orðið að þramma alla leiðina til baka til þorpsins! Það var leiðinlegt. Hvað stúlkan getur verið kæru- laus! Auðvitað var herbergi laust!“ A 5KRÝTLUR. „Ekki vera reið, mamma, ég kom ekki nema með stóra köttinn inn.“ * „Konan yðar minnir mig svo mik- ið á elztu systur mína." „Mig er hún alltaf að minna á fyrri manninn sinn.“ * Prestur einn fór í sjóferð, og var að finna að því við skipstjórann, hvað hásetarnir bölvuðu mikið. „Það er ekki nema ljótur vani,“ sagði skipstjórinn. „Þegar þeir kom- ast í hann krappan, þá hætta þeir því.“ Daginn eftir gerði ofsarok, og bryt- inn kom inn í káetu prestsins. „Þetta er ægilegt veður," sagði presturinn. „Bölva hásetarnir enn?“ „Já, ég held nú það,“ svaraði bryt- inn, „Guði sé lof!“ andvarpaði prest- urinn. * Frú Rápan var meðlimur í mörg- um kvenfélögum, og þar af leiðandi aldrei heima; alltaf á fundum og í samkvæmum. Einn daginn sagði Rápan við hana: „Þú ert eins og forsíðumynd í „Vikunni", elskan min. „Finnst þér ég svo lagleg, hjart- að mitt.“ „Ekki beint það; en ég sé þig ekki nema einu sinni í viku.“ 6 HEIMILISPÖSTURINN $ $ 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.