Heimilispósturinn - 15.02.1951, Síða 16

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Síða 16
JOHN COLLIER: Töfradrykkurinn ALAN AUSTEN var ákaflega taugaóstyrkur, þegar hann gekk upp stigann í myrkrinu. Það brakaði og brast í hverju þrepi, og þegar hann kom upp á stigapallinn, rýndi hann lengi í dimmuna, áður en hann kom auga á nafnspjaldið, sem hann var að leita að. Hann opnaði dyrnar, eins og honum hafði verið sagt að gera, og kom inn í litla herbergis- kytru, þar sem ekki var annað húsgagna en lítið borð, ruggu- stóll og venjulegur stóll. Á ein- um veggnum voru hillur, og á þeim stóðu nokkur glös og krukkur. Gamall maður sat í ruggu- stólnum og var að lesa í dag- blaði. Alan rétti honum bréf- miðann, sem honum hafði verið fenginn. „Fáið yður sæti, herra Austen,“ sagði gamli maðurinn mjög kurteislega. „Mér er ánægja að því að kynnast yð- ur.“ „Er það satt,“ spurði Alan, ,,að þér hafið til blöndu, sem — hm — hefur alveg sérstök áhrif ?“ „Kæri herra,“ svaraði maður- inri, „birgðir mínar eru ekki miklar, en þær eru f jölbreyttar. Ég held mér sé óhætt að segja, að það sem ég sel, verði ekki talið til venjulegs varnings.“ „Sannleikurinn er sá —“ byrjaði Alan. „Hérna til dæmis,“ sagði gamli maðurinn og teygði hönd- ina eftir flösku, sem stóð á einni hillunni. „Hérna er lögur, sem er á litinn eins og vatn, nærri því bragðlaust og finnst ekki í kaffi, mjólk, víni eða öðrum drykkjum. Það er ekki heldur hægt að greina hann við lík- skoðun.“ „Þér eigið við, að hann sé eit- ur ?“ hrópaði Alan og hryllti við. „Þér getið kallað það hanzka- hreinsunarefni, ef þér viljið,“ sagði gamli maðurinn kæruleys- islega. „Ef til vill er hægt að hreinsa hanzka með því. Ég hef aldrei reynt það. Maður gæti kallað það lífshreinsara. Lífið þarf stundum hreinsunar við.“ „Ég þarf ekki á slíku efni að halda,“ sagði Alan. „Ef til vill er það líka heppi- legt fyrir yður,“ sagði öldung- urinn. Vitið þér, hvað það kost- ar? Eina teskeið, sem er hæfi- legur skammtur, sel ég á fimm þúsund dollara — ekki eyri minna.“ „Ég vona, að allar blöndur yð- ar séu ekki svona dýrar,“ sagði Alan, sem var ekki farið að lít- ast á blikuna. „O, sei, sei, nei, góði minn,“ sagði gamli maðurinn. „Það þýddi til dæmis ekkert að setja slíkt verð á ástardrykkinn. Ungt fólk, sem þarf á ástardrykkn- um að halda, á sjaldnast fimm þúsund dollara. Ef það ætti þá, þyrfti það ekki ástardrykkinn.“ „Það gleður mig að heyra þetta,“ sagði Alan. 14 HEIMILISPÓSTURINN 2 $ $

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.