Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 25
aði, þumbaralegur, eins og honum
var tamt, og svo fór hann að ráða
mér heilræði, sem hans var vandi.
Og þessi maður hafði ekki merkt
farangur sinn skilmerkilega, hafði
ekki haft fýrirhyggju að biðja um
klefa á bakborða, til þess að vera
öruggur um góða loftrasstingu; samt
fer hann að leiðbeina mér um tilfinn-
ingamál mín.
„Ungi maður,“ sagði Pel. „Ég er
gamall í hettunni í Austurlöndum;
ég hef aldrei vitað neina hamingju
stafa af kynblöndun, og þegar menn
koma frá Vesturlöndum í fyrsta
skipti, tel ég skyldu mína að vara
þá við að ánetjast."
„í>að var þér líkt," hugsaði ég.
„Ég skal segja yður sögu um bland-
að hjónaband," hélt hann áfram.
„Forstjóri Sampong-fyrirtækisins,
ungur maður með góðar framtíðar-
horfur, heilsugóður, dugandi maður,
hérlendur, kvæntist enskri stúlku. Ég
nefni aldrei nöfn né tala um hagi
annarra, ef ég get komizt hjá því,
en til eru mál, sem geta orðið öðr-
um til vamaðar, og það getur ekki
talizt lausmælgi að drepa á þau.
Jæja, þessi maður, sem ég nafn-
greini ekki, kvæntist stúlku af góð-
um kaupmannsættum, enskri, og í
nokkra mánuði virtist allt falla í Ijúfa
löð. Og þessu hefði vafalaust farið
fram, ef Norðurálfumaður hefði átt
í hlut. En hann var Asiumaður, og
skyndilega skaut upp í honum ákafri
afbrýðisemi gagnvart öðrum manni,
og gersamlega að ástæðulausu.
Þessi maður hafði verið mikill vin-
ur konu hans, áður en hún giftist, og
þar sem þetta var saklaus vinátta,
hvers vegna skyldi hún ekki geta
haldið áfram ?
Þarna kom það; frá vestrænu sjón-
armiði var ástæðulaust að slíta henni,
en þessi Asíumaður var ekki heilvita
Norðurálfumaður. Hann gerðist hug-
sjúkur af þessu, reyndi f jölkynngi, —
það vitnaðist i réttarrannsókninni, —
og þegar fjölkynngi kom fyrir ekki,
stakk hann á sig kuta, og kvöld eitt
eftir dansleik, þegar gestimir voru
á förum, rak hann rýtinginn í hinn,
en varð honum þó ekki að bana.
Jæja, hann er nú i fangelsi og verð-
ur fimmtán ár enn. Getið þér sett
yður fyrir sjónir kringumstæður kon-
unnar, sem er á lífi og verður að
sjá fyrir ungu barni?"
„Nei,“ sagði ég, „get ekki og
vil ekki. Þér dragið ályktun af sér-
stöku tilviki, alveg eins og austrænn
maður, sem kæmi til Evrópu og færi
inn í hjónaskilnaðarréttinn, kynni að
álykta, að öll hjónabönd í Evrópu
færu illa.“
„Ég álykta af kunnugleik og al-
mennri skynsemi," sagði Pel, „og ég
gæti sagt yður dæmi víðsvegar úr
þessum eyjum. Sko, sjáið þér mann-
inn, sem situr þarna við dyrnar ?
Þetta er Klinkert, og hann gæti sagt
yður margt um furður Austurlanda.
Hann er embættismaður í Macassar,
það er fjörug borg, eins og þér mun-
uð sjá á morgun. Mér er sagt, að
hann hafi verið á þönum um eyjarn-
ar á eftir vinnustúlku af kyni Dyaka,
þrettán ára gamalli, sem strauk með
skartgripi húsmóður sinar, og um
leið að leita að yndislegri konu, sem
drap mann sinn á glersalla. Og ef
þér spyrjið hann, mun hann vafa-
laust geta sagt yður önnur dæmi
og atvik, sem lýsa skaplyndi aust-
rænna þjóða og kenjum þeirra."
Ég þráttaði ekki við hann, því að
ég bjóst við, að ég gæti haft gagn
af honum að morgni, þó að mér væri
ekki ljóst, hvemig það mætti verða.
En mér virtist, að þessir alvitru menn
gengjust öðrum fremur upp við
skjalli, og hugði, að mér kynni að
heppnast að telja hann á mitt band
5 $ ?
HEIMILISPÖSTURINN
23