Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 27
F. R. BEECHDOLT:
DOLORES
AÐ var áður en stóru flutn-
ingavagnarnir tóku að
marka veginn til Santa Fé, að
Philip Sublette var á leiðinni
til borgarinnar með lest. Uppi í
fjöllunum var lítil kapella,
fjölsótt af Pueblo-Indíánum.
Það vildi svo til, að hann nam
þar staðar eitt kvöld.
Presturinn hét faðir Lopez;
menntaður og göfuglyndur mað-
ur, sem hafði lent í þessum af-
kima veraldar af einhverjum
brögðum örlaganna. Þó að gest-
urinn veðurbitni væri illa til
fara, fann faðir Lopez undir
eins, að hann var vel að sér og
af góðum ættum. Úr hálftíman-
um, sem Sublette hafði ætlað
sér að dvelja, urðu því þrír tím-
ar, og þeim þótti leitt að skilja.
„Er nokkuð sem ég get fært
yður frá Santa Fé?“ spurði
Sublette.
„Mér þætti vænt um, ef þér
vilduð færa mér fréttir af Dol-
ores Moraga. Hún ætlar að gift-
ast í þessum mánuði. Ég vona,
að hún verði gæfusöm, því að
ég þekkti foreldra hennar, og
hún hefur oft setið á knjám mér.
Ég vonaði, að ég fengi að gifta
hana.“
Sublette reið til Santa Fé og
reyndi að afla sér upplýsinga
um Dolores Moraga. En þegar
dvöl hans var nærri því á enda,
hafði hann lítið fengið að vita,
nema það, að brúðgumi hennar
héti Ferdinand Castro og væri
af góðum ættum. Síðla eitt
kvöld sat hann á gistihúsinu og
var að ljúka við kvöldverðinn.
Hann var að kveikja sér í vindl-
ingi, þegar veitingakonan kom
inn og gaf sig á tal við hann.
Meðan þau röbbuðu saman,
hófst hávaði mikill í næsta
herbergi, djúp hlátrasköll og
skrækar kvennaraddir.
„Það skemmtir sér,“ sagði
Sublette.
Veitingakonan brosti. „Það
er góður viðskiptavinur minn,
sem er að slá síðasta slaginn.
Hann ætlar að giftast eftir þrjá
daga.“
„Og svo sjáið þér hann ekki
oftar.“ Hún yppti öxlum hæðn-
islega. „Ef ég ætti að lifa á
piparsveinum einum, þá væri
betra að loka gistihúsinu. Nei,
— stúlkan er auðug, hún er und-
ir forráðum frænda síns, og
þessi Ferdinand Castro er skuld-
um vafinn, en áhrifamikill, —
svo að þér skiljið, að allir verða
fegnir — nema ef til vill brúð-
urin.“
Sublette stóð upp og gekk út.
Hann var að hugsa um gamla
prestinn og sorgina, sem þetta
mundi valda honum. Hann gat
ekki farið að sofa, og eftir mið-
nætti var hann enn á gangi.
Fyrir framan Maríulíkneski í
kirkju einni í miðri borginni lá
stúlka á bæn, sveipuð dökkri
skikkju, sem huldi andlit henn-
ar. Bænir hennar voru þöglar,
því að of fullt hjarta á erfitt
að finna orð. En hún trúði því,
að hin heilaga mey gæti hjálp-
að sér, — hjálpað sér til þess
að forðast hið illa og samein-
ast elskhuga sínum; því að Dol-
ores litla átti elskhuga. Hún
eignaðist hann í draumi, og í
draumum sínum ann hún hon-
um.
? S ?
HEIMILISPÓSTURINN
25