Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 29

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 29
Valli, Joseph Cotten og Trevor Howard í „Þriðji maðurinn". i segjá, — og sá hann heilsa. „Það voru einhverjir að slást, ungfrú, og við vorum að leita að tveimur — „Leitið þið þá áfram og látið þig mig vera í friði,“ sagði hún rólega. Þegar menn eru ungir, er tím- inn ekki til mikillar fyrirstöðu. Og Sublette hafði tvo daga enn, þangað til hann færi frá Santa Fé. Og þannig gerðist það, að faðir Lopez var á gangi í garðinum sínum nokkrum kvöldum síðar, og sá þá hana Dolores litlu koma upp veginn, með unnusta sínum. Og ósk hans um að hann fengi að gifta hana rættist. Og meira en það; því að þegar hann sá hana leggja út í löngu ferð- ina til St. Louis með manni sín- um, þá vissi hann, að gæfan, sem hann hafði beðið um, var komin til hennar. X. SKRÝTLUR Presturinn (við skírn): „Og við vonum öll, að þetta barn verði sann- kallað valinmenni og karlmenni, þeg- ar það kemst til vits og ára. — Hvað á barnið að heita?“ Móðirin: „Ingibiörg." * Kerlingu einni í Borgarfirði bár- ust þau tíðindi síðla sumars 1914, að heimsstyrjöld væri hafin. Þá komst hún svo að orði: „Það er meiri gangurinn í mönn- unum. Það er ég viss um, að þeir hætta ekki fyrr en þeir drepa ein- hvern.“ * Læknirinn: „Það bezta, sem þér getið gert, er að hætta að reykja og drekka, og fara í rúmið kl. 10 á hverju kvöldi." Sjúklingurinn: „Humm —. Og það næstbezta ?“ * „Frúin: „Við erum vön að drekka kaffi kl. 8 á hverjum morgni.“ Nýja vinnukonan: „Jæja, en ef ég skyldi ekki ve»a komin á fætur, þá blessuð verið þið ekki að biða eftir mér!“ 9 2 5 HEIMILISPÓSTURINN 27

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.