Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 30
Maðurinn með skærin.
Gömul og sígild saga frá
Hollywood.
LÖGREGLUBIFREIÐIN ók
fram hjá „Café Henry“ í
Hollywood. Stuttu síðar heyrð-
ust bjöllur sjúkrabifreiðarinn-
ar. Þeir sátu þar á kaffihúsinu
eins og þeir voru vanir, Char-
lie Chaplin, Harry Crocher, Nils
Asther og Wallace Beery.
Chaplin sneri sér að Frank
Lawrence, sem sat þar einnig,
og sagði:
„Þarna fer eitt af fórnardýr-
um þínum, Lawrence.“ Hinn
yppti öxlum.
Það varð þögn við borðið,
gestirnir urðu daprir á svipinn,
og fóru smátt og smátt að tín-
ast burtu. Leikstjórinn Sam
Wood sat í einu horni kaffihúss-
ins, og þegar allir voru farnir,
sagði hann sögu mannsins með
skærin.
Það koma árlega um 15 þús-
und karlar og konur með kvik-
myndaæði til Hollywood. Það
er löng og hörð barátta fyrir
flest þetta fólk — það sveltur
heilu hungri, og þeir sem fá
nokkra daga atvinnu fyrir 5—
10 dollara á dag, geta kallazt
heppnir.
En Lawrence hefur ekkert að
gera með örlög þessa fólks.
Hann er sá, sem klippir úr kvik-
myndunum það sem ofaukið er.
Til þess að vera viss um, að
myndin heppnist, eru oft tekin
um 100 þús. fet af mynd, sem
á ekki að verða nema sex þús-
und feta löng. Hitt er klippt
burtu, og þar með fara oft von-
ir og starf þeirra, sem hafa
fengið byrjendahlutverk í
myndinni. Þeir koma aldrei fyr-
ir sjónir áhorfendanna.
Annálar lögreglunnar í
Hollywood bera vitni um það,
hve mörg sjálfsmorð eru fram-
in af þessum ástæðum. Eg skal
nefna dæmi.
Lousie B. var kaupmanns-
dóttir frá Virginia. Hún hafði
fengið fegurðarverðlaun í fæð-
ingarborg sinni, hafði töluverð-
ar leikgáfur, og áleit þetta nóga
ástæðu til þess að freista gæf-
unnar í Hollywood móti vilja
foreldra sinna. Hún kom þang-
að með nokkra spariskildinga í
vasanum, og henni heppnaðist
von bráðar að fá loforð eins leik-
stjórans um hlutverk í nýrri
kvikmynd. Það var ekkert
stærðarhlutverk, en þó svo, að
það gat borið eitthvað á henni,
og hún gat sýnt hvers hún var
megnug. Hún vandaði sig við
hlutverkið og leikstjórinn hrós-
aði henni, og sagði, að hún
mundi geta komizt langt á þess-
ari braut. Hún skrifaði heim til
foreldra sinna, og þau fóru að
hugsa sem svo, að stúlkan ætti
þó einhverja framtíð fyrir sér.
Nú líður og bíður, og það
kemur að þeim degi, þegar átti
að sýna myndina í fyrsta skipti. !
Það var í einu stærsta kvik-
myndahúsi borgarinnar. Louise
var frá sér numin af gleði og
lét föður sinn koma til Holly-
wood, til þess að vera viðstadd- j
an þennan mikla atburð. Miljón-
ir manna áttu að fá að sjá þessa
mynd, framtíð hennar var undir ;
myndinni komin. Faðir og dótt-
ir sátu í eftirvæntingu. En þau
biðu og biðu, myndinni var tek-
28
HEIMILISPÖSTURINN
9 5 9