Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 5

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 5
mjög á almennri hæfni starfsfólks, því það þarf að geta tekið ábyrgð, kunna að vinna rneð öðrum, vinna sjálfstætt, vera tilbúið til að tileinka sér nýjungar og geta yfirfært það sem lærist yfir á vinnuna. Áherslan af kennslu á nám Ingibjörg segir að áherslan sé að færast frá kennslu yfir á nám sem tengist því að einstaklingurinn eigi sjálfur að bera ábyrgð á námi sínu. Þetta mun að hennar sögn hafa ýms- ar breytingar í för með sér, bæði fyr- ir menntunarkerfið og hlutverk kennara. -Menntunarkerfið þarf að vera sveigjanlegt til að koma til móts við þarfir og óskir einstaklinga sem eru að stjóma sér sjálfir. Sveigjanleikinn þarf að vera bæði í formi og inni- haldi námsins. Formið þarf að gefa sveigjanleika til að hægt sé að setja saman námið á ótal vegu og inihald- ið þarf að koma til móts við þarfir einstaklinganna, hvort sem um er að ræða persónulegar þarfir, menntun- arlegar eða þarfir tengdar atvinnu. -Breytingamar á hlutverki kenn- ara geta orðið mjög miklar. Það verður væntanlega ekki nóg fyrir kennara að kunna sitt fag, hann verður lrka að geta greint menntun- arþörfina, hver markhópurinn er og hvernig á að framkvæma hlutina. Minna vægi mun liggja á þekkingar- miðluninni og meira á skipulags- hæfileikum. Samskiptahæfni verður mikilvægari vegna aukinnar sam- vinnu ólíkra fræðsluaðila. Ráðgjöf verður stærri hluti starfsins þegar nemendur bera ábyrgð á námi sínu sjálfir og því þarf að fylgja eftir og meta. Kennari sem hefur gert þarfa- greiningu og fylgt henni eftir mun verða sá aðili sem best er hæfur til að sjá til þess að þekkingin verði tekin í notkun á vinnustaðnum og gæti því orðið ráðgjafi í því sam- hengi. Fræðslusamböndin á Norðurlöndunum Ingibjörg segir norrænu fræðslusam- böndin vera að ræða sína möguleika við breyttar aðstæður. Markaðurinn yfirtaki stærri og stærri hluta mennt- unarinnar og þrengi sér inn á svið sem áður voru fræðslusambandanna eða hins opinbera. -Fræðslusamböndin telja sig sjá möguleika í þekkingarleit fyrirtækja því tískusveiflan í stjómun er „lær- andi“ stofnun eða fyrirtæki, þar sem stjómandinn er í hlutverki kennara gagnvart starfsfólki sínu. Markmið er að allir starfsmenn séu stöðugt að bæta við sig þekkingu, starfið sé lif- andi og skapandi og óskir starfs- manna virtar. Hér telja fræðslusam- böndin sig hafa ýmsu að miðla. Einnig líta þau til þess að stefnan hefur verið sú að minnka félagslega kerfið. Þar með hafa myndast nýir möguleikar fyrir alþýðufræðsluna. A þessu gráa svæði getur alþýðu- fræðslan haslað sér völl, svo sem með ýmsa þjónustu við flóttamenn og innflytjendur, fólk með lestrar- og skriftarvandamál o.fl. -Norrænu fræðslusamböndin hafa viljað benda á að starfshæfni og persónuleg hæfni eiga samleið eða falla saman. Fagleg menntun úreld- ist en það að læra nýja hluti gerir það ekki. Ingibjörg ítrekar með þessu gildi símenntunarinnar fyrir félagsmenn verkalýðshreyfingarinn- ar. Hún nefnir í því sambandi við- horf norrænu fræðslusambandanna sem vilja halda því fram að þótt oft hafi verið talað um að bæta menntun þess fólks sem ekki stendur vel að vígi hafi lítið verið gert. Nú eigi að láta verkin tala. -Verkalýðshreyfing- in þarf að huga sérstaklega að þeim sem minnsta menntun hafa, þeir mega ekki dragast aftur úr, segir Ingibjörg Elsa. Sklpulagið - menntamálin - framtfðin Fólk vill afla sér tölvukunnáttu svo það geti leiðbeint börnum sínum inn íframtíðina. Garðar Vilhjálmsson, skrifstofustjóri Iðju, fálags verksmiðjufólks í Reykjavík, skrifar. Skipulagsmál og menntamál verka- lýðshreyfingarinnar eru þau tvö grundvallaratriði sem forysta íslensks launafólks á að einbeita sér að fram að aldamótum. Hér er um að ræða grundvallaratriði í formi og innihaldi hreyfingar launafólks til nýrrar aldar. Skipulagsmál eru í dag Þrándur í Götu menntamála. Ef svo heldur áfram fellur hreyfingin um sjálfa sig og fer á mis við þá möguleika sem glæsileg saga hennar býður okkur að nýta til framtíðar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nauðsyn þekkingar, víð- sýni og aðlögunarhæfni launafólks á nýrri öld. Við erurn þegar farin að sjá skiptingu samfélagsins í þá sem kunna, geta og þora og svo hina sem þakka sínum guði fyrir að starfið þeirra bíður þeirra óbreytt næsta morgun - ef starfið er þá yfirleitt fyrir hendi. Þetta er stéttaskipting þeirra sem hafa tækifæri og möguleika á sífelldri þróun í starfi, geta tekist á við hana og þroskað sjálfa sig og svo hinna sem yinna hin (æ færri) ein- földu störf sem krefjast ekki frum- kvæðis og nýta ekki þá hæfileika sem við höfum öll, að þroskast, takast á við nýjungar og þróa okkur sjálf, at- vinnulífið og samfélagið til nýrra tíma. -Og þessi stéttaskipting skilar sér til bama okkar því það eru hinir fyrmefndu sem hafa tíma, getu, orku og vilja til að hjálpa og liðsinna böm- um sínurn í námi. Einn félagi í mínu verkalýðsfélagi starfar í verksmiðju sem vélgæslu- maður við fullkomnar vélar. Hann langar að rnennta sig, bæta við sig al- mennri þekkingu ásamt þekkingu á vélum og tölvum, tölvum vegna þess að hann hafði heyrt að vélurn væri nú í æ rikara mæli stýrt með tölvum, en líka til þess að geta rætt við átta ára son sinn um tölvur - leiðbeint böm- um sínum inn í framtíðina. Hvaða leið á þessi Iðjufélagi? Hann getur ekki hætt að vinna til að fara í 6 ára nám í vélstjóm! Annar félagi minn hefur starfað við matvælaframleiðslu um skeið, hann langar að mennta sig og læra meira. Hann ber sig upp við hinn fullkomna matvælaiðjuskóla í Kópa- vogi. Honum er snúið við á þröskuld- inum og sagt að fara út í bæ að finna sér meistara sem vildi taka sig á samning! Hér þarf nýjar leiðir. Allir eiga að læra Verklýðshreyfingin þarf að ræða það af hreinskilni hvernig við getum í sameiningu boðið öllum launamönn- urn aðgang að námi, stuttu og löngu námi, almennu og fagtengdu námi, þverfaglegu sem sérfræðinámi. Hér komum við að forminu - skipulaginu. Að skipta hreyfingu upp eftir því hvort félagar hennar hafi einhvern tíma á lífsleiðinni lært er úrelt - það eiga allir alltaf að vera að læra eitt- hvað! Að skipta hreyfingu upp eftir því hvort hún vinnur hjá hinu opin- bera eða ekki er úrelt. -Það er sama sýn á sömu markmið sem á að tengja starf okkar saman. Við búum í dag við ágætt skipulag á menntamálum hjá ákveðnum hóp- um innan okkar hreyfingar, við höf- um líka erlendar fyrirmyndir sem geta vísað okkur vegin. Okkur ber skylda til að horfa framhjá skamm- tíma hagsmunum, líta til framtíðar og kortleggja gaumgæfilega hvemig við getum nýtt þá uppbyggingu sem fyrir hendi er ásamt því að nýta erlendar hugmyndir, stefnur og strauma. Eg ætla ekki að leggja fram al- skapaðar hugmyndir um fyrirmynda- skipulag íslenskrar verkalýðshreyf- ingar í ljósi verkefna á sviði mennta- mála. Slíkt myndi lýsa hroka og van- virðingu gagnvart lýðræðislegri um- ræðu urn rnálið. Eg vil þó benda á þætti sem gætu verið gagnlegir í um- ræðunni og má þar nefna starfs- greinaskiptingu í almennu félögunum og þar hefur Eining í Eyjafirði riðið á vaðið. Slík deildarskipting auðveldar án efa samræmingu og jafnvel sam- einingu félaga sem gætu þá nýtt sér kosti sameiningar án þess að falla í þá gryfju að missa tengsl við félaga sína og missa sjónir af þjónustuhlut- verki sínu. Deildarskipting eftir starfsgreinum býður einnig upp á möguleika á að þróa menntamál áfram með tilliti til viðkomandi starfsgreina og auðveldar því sam- vinnu milli þeirra sem hafa formlega menntun og hinna sem eiga eftir að sækja sér hana. Hér skulum við líka hafa í huga að breytingar á öllum samfélagsháttum sem kalla á bætta og stöðuga mennt- un gætu orðið til þess -að óbreyttu- að aukinn fjöldi launamanna finni sér ekki samastað í ríkjandi skipulagi verkalýðshreyfingarinnar og falli ein- hvers staðar á rnilli skilgreindra hópa. A sama hátt gætu vanhugsaðar breyt- ingar sem ekki væri fullkomin sátt um orðið til þess að andstæðingar hreyfingarinnar sjái sér leik á borði í áróðurstríði sínu gegn hreyfingunni, - gegn félagsaðild. Hér þarf því að vanda til allra verka og koma að hlutum með virð- ingu fyrir mismunandi sjónarmiðum. Við þurfum að byrja á að skapa sam- eiginlega sýn - og sú sýn á að snúast um menntamál; það að skapa aðstæð- ur til þess að hver einasti félagi okkar verði fær um að vinna krefjandi störf, aðlagast nýjungum með opnum hug og verða um leið félagslega færari um að taka þátt í ákvörðunum um lífskjör sín á vinnustaðnum og í sam- félaginu almennt. Hér liggur okkar framtíðarvinna. RFfíLUP l\ mm mm l\ TÚm aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð Regiurnar gilda um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustað eða byggingarsvæði þar sem byggingar- framkvæmdir og mannvirkjagerð ferfram. Markmið reglnanna er að samræma öryggis- og heilbrigðisráðstafanir á byggingarvinnu- stöðum og við aðra tímabundna mannvirkja- gerð. Sérsfaklega er fjallað um ábyrgð þar sem fleiri en einn verktaki eru að störfum. í reglunum eru skilgreindar skyldur aðiia er að byggingarstarfsemi koma s.s. verkkaupa, atvinnurekenda, verktaka, sjálfstætt starfandi einstaklinga, verkefnastjóra, samræmingar- aðila öryggis- og heilbrigðisráðstafana og annarra starfsmanna. • Skipa ber samræmingaraðila öryggis - og heilbrigðisráðstafana til starfa á byggingar- svæði þar sem fleiri en einn atvinnurekandi eða verktaki er að störfum. • Áður en byggingarsvæði er skipulagt skal gerð öryggis- og heiibrigðisáætlun ef; a. tveir eða fleiri atvinnurekendur eða verk- takar starfa samtímis á sama byggingarvinnu- stað og starfsmenn eru fleiri en 10. b. vinna er hættuleg samanber II. viðauka reglnanna. í IV. viðauka reglnanna eru settar fram kröfur sem gerðar eru til starfsmannaaðstöðu á byggingarvinnustöðum. Vinnan 5

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.