Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 6
Egget ekki! Knistján Bragason, starfsmaðun Verka- mannasambandsins, skriíar. Símenntun og endurmenntun eru hugtök sem mikið hefur verið hampað á síðustu misserum. Bent hefur verið á margvíslega kosti þess að koma á laggimar öflugu og skil- virku endurmenntunarkerfi sem all- flestir em sammála um að geti leitt til aukinnar framleiðni og bættrar sam- keppnisstöðu fyrir fyrirtækin og auk- ins atvinnuöryggis og hærri launa fyrir launafólk. Ekki er ætlunin að skrifa enn eina greinina um mikil- vægi menntunar, þó ekki sé vanþörf á, heldur miklu frekar benda á þá þætti sem virðast koma í veg fyrir að fólk sæki sér aukna menntun. Fjöldi fólks hefur ekki fengið neina menntun frá því það hætti í grunnskóla. Margir minnast skólans sem tímabils þar sem lítið sem ekkert gekk upp. Það er því ekki óeðlilegt að margir fyllist kvíða og óöryggi þegar menntun launafólks ber á góma. Kvíða og óöryggi er hins veg- ar hægt að yftrvinna. Þegar litið er til reynslu leiðbeinenda sem kennt hafa á námskeiðum, má sjá að stór hluti þeirra sem eru óöruggir og hræddir við að setjast aftur á skólabekk ná að yfirvinna þessi vandamál eftir eitt námskeið og vilja þá helst læra meira. Þegar fólk er spurt að því hvers vegna það treystir sér ekki til að sækja sér aukna menntun þá eru aðal- lega þrjú atriði sem fólk virðist setja fyrir sig. Þessir þrír þættir eru fjár- hagurinn, hæfileikar og aldur. Ég hef ekki efni á að mennta mig: Fjárhagur er oftar en ekki ástæða fyr- ir því að einstakiingur telur sig ekki hafa efni á að sækja námskeið til að auka við þekkingu sína. I fyrsta lagi hafa menn ekki efni á að taka sér frí í vinnu til að fara í skóla. í öðru lagi hafa menn ekki alltaf efni á að sleppa yftrvinnu til að fara á námskeið í eig- in frítíma. I þriðja lagi eru námskeið oft dýr. Hvað er þá til ráða? Nú bjóða flestir kjarasamningar upp á að starfs- fólk geti tekið grunnnámskeið í starfsgreininni sér að kostnaðarlausu í vinnutíma. Einnig hafa mörg stéttar- félög fræðslusjóði sem styrkja launa- fólk á námskeið, með greiðslu á nám- skeiðsgjöldum að hluta eða að fullu. Þá má einnig nefna að sífellt fleiri fyrirtæki bjóða starfsfólki sínu upp á námskeið, því að kostnaðarlausu. En þrátt fyrir þessa aðstoð verður að gera betur ef símenntun á að verða eins almenn á meðal launafólks á ís- landi og þekkist í Danmörku. Sér- Frá Félagsmálaskóla alþýðu þar sem saman kemurfólk úr ýmsum atvinnugreinum. staklega meðal launafólks utan lög- giltra iöngreina. Ég er ekki nógu klár: Það er staðreynd að þeir einstaklingar sem minni menntun hafa eru síður spenntir fyrir því að auka við þekk- ingu sína en þeir sem nú þegar hafa langa skólagöngu að baki. Það er hins vegar óþarfi fyrir fólk að hræð- ast nám, jafnvel þótt það telji sig ekki nógu klárt. Til em námskeið við allra hæfi og í raun eru námskeið oftast þannig uppbyggð að byrjað er frá gmnni svo allir, óháð hæfni, geti set- ið námskeiðin. Fullorðinsfræðsla er miðuð við þarfir fólks sem hefur ekki stundað nám í lengri tíma. Varast er að mata þátttakendur, lögð er áhersla á um- ræður og hópvinnu þar sem námsefni hafi tengingar við atvinnulífið. Með hópvinnu er lögð áhersla á að þátttak- endur hjálpi hver öðmm. Þá er einnig reynt að forðast að halda próf en meiri áhersla lögð á mætingu, áhuga og verkefni. Enda hafa kannanir sýnt að ein meginástæða fyrir því að fólk þorir ekki á námskeið er hræðslan við próf. Ég ep of gamall: Aldur er í sjálfu sér ekki þáttur sem kemur í veg fyrir að menn geti lært nýja hluti. Það að maður sé orðin fimmtugur eða sextugur þýðir ekki að menn geti ekki lært. Þannig má benda á að stór hluti þess fólks sem stundar nám í öldungadeildum og í tómstundaskólum er eldra en 50 ára. Eldra fólk fær oft og tíðum miklu meira út úr náminu þar sem það upp- götvar að það kann meira en það hélt. Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir því að lífsreynslan er ekkert annað en gmnnur fyrir þekkingu og með smá menntun leysist þessi þekking oft úr læðingi. Sumir hugsa sem svo að það sé stutt í starfslok og sú þekking sem ég hef kemur til með að nýtast mér uns ég hætti. Málið er hins vegar það að menntun er ekki einungis ætlað að gera fólk að betri starfskrafti. Full- orðinsfræðsla getur gert fólk hæfara til að sinna margvíslegum verkefnum bæði á vinnustað og einnig utan hans. Menntnn er lausn við atvinnnleysi ingibjöi'B Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Frælslusambandsins Símenntar, skrlfar. Tvöfalt fleiri konur en karlar em á atvinnuleysisskrá á íslandi. Þetta hefur verið skýrt þannig að fleiri störf kvenna en karla haft verið að hverfa og að konur skrái sig á atvinnuleysis- skrá eftir að sex mánaða fæðingaror- lofi lýkur. Við þessar skýringar má bæta þeirri líklegustu, að konur hafa minni menntun en karlar. Það er skýr fylgni milli atvinnuleysis og mennt- unarskorts. Því minni menntun, því meira atvinnuleysi. Margfalt fleiri konur en karlar á vinnumarkaði hafa aðeins grunnmenntun. Tengslin eru augljós, fleiri konur en karlar em á atvinnuleysisskrá, mun fleiri konur en karlar hafa aðeins skyldunám að baki. Lausnin er líka augljós, mennt- un. Þannig líta Svíar á málið. Þar í landi tók nú í sumar gildi áætlun um að leggja sérstaka áherslu á símennt- un og fullorðinsfræðslu. I því skyni er ætlunin að leggja samtals þrjá milljarða sænskra króna í verkefnið hvert þeirra fimm ára sem það varir. Alls á því að verja í þetta verkefni 15 milljörðum sænskra króna eða rúm- um 135 milljörðum íslenskra króna. Fullorðinsfnæðsla er nauðsyn Svíar hafa gert sér ljóst að til þess að standast samkeppni í síminnkandi heimi tuttugustu og fyrstu aldarinnar þá er lífsnauðsynlegt að leggja á- herslu á fullorðinsfræðslu. Þeir leggja áhersla á að ná til atvinnulausra ein- staklinga sem ekki hafa lokið fram- haldsnámi eða hafa ekki neina starfs- menntun. I kynningu er bent á að þau störf sem hafa verið að hverfa undan- farin ár og sem líklegast eru til að halda áfram að hverfa eru þau sem krefjast minnstrar menntunar. Mikla menntun þarf hins vegar til að gegna þeim nýju störfum sem hafa verið og eru að skapast. í ljósi þessa hljóta tölur um menntunarskort stórs hluta þeirra sem nú eru á vinnumarkaði á Islandi að vekja ugg. Nú eru nærri 39% fólks á vinnumarkaði aðeins með grunn- menntun. I þessum hópi er meirihlut- inn konur. Þetta á við um 34% kvenna á aldrinum 30 -39 ára, en 12% karla á sama aldri. Hlutfallið er það sama á aldrinum 60 - 64 ára, en þar eru 61% kvenna og 20% karla aðeins með grunnmenntun eða gagn- fræðapróf. A aldrinum 40 - 59 ára er munurinn á menntun karla og kvertna enn meiri. Því miður bjóðast atvinnu- lausum Islendingum fá námstilboð. Lítil áhersla virðist lögð á endur- menntun atvinnulausra í nýjum lög- um um atvinnuleysistryggingar. Abyrgðin hvílir að miklu leyti á herð- um stjórnar Vinnumálaskrifstofu Félagsmálaráðuneytisins og nýskip- aðra svæðisráða, en enn er óljóst hvaða stefnu þessir aðilar munu taka í menntunarmálum atvinnulausra. Fræðslusambandið Símennt Menntun og þekking er mikilvæg, ekki aðeins fyrir samfélagið heldur líka fyrir sérhvem einstakling. Það að afla sér menntunar er ekki aðeins réttur heldur einnig ábyrgð hvers ein- staklings. Kröfum framtíðarinnar verður ekki mætt nema allir séu þátt- takendur. Það var með þetta í huga sem Fræðslusambandið Símennt var stofnað. Því er ætlað að vinna að framgangi fullorðinsfræðslu í dreifð- um byggðum landsins. Að Símennt standa Bændasamtök Islands, Kven- félagasamband Islands og Ung- mennafélag Islands. Það er skoðun aðstandenda Símenntar að stöðugt aukist þörfin fyrir símenntun og full- orðinsfræðslu og að mikilvægt sé að frjáls félagasamtök leggi sitt lóð á vogarskálarnar. Þannig er í ofan- greindri áætlun um fullorðinsfræðslu í Svíþjóð lögð mikil áhersla á að fá frjáls félagasamtök til samstarfs og þátttöku. Nám fyrir þá sem vilja ná forskoti á vinnumarkaðnum með hagnýtri þekkingu á nýjustu tölvutækni og forritum og geta annast rekstur og bókhald fyrirtækja. Námið skiptist í tvo hluta: Sérhæíð skrifstofutækni: Aðaláhersla er lögð á tölvugreinar, þ.e. notendaforrit og internet, en einnig er tekin fyrir bókfærsla, áætlunargerð og verslunarreikningur. Rekstrar- og bókhaldstækni: 212 klst. tölvunám Markmiðið er að þáttakendur verði færir um að starfa sjálfstætt við bókhald fyrirtækja alltárið. Almenn tölvufræði og Windows, 12 klst. Word ritvinnsla, 22 klst. Excel töflureiknir og áætlanagerð, 20 klst. Tölvufjarskipti, Internet o.fl., 14 klst PowerPoint glærugerð og auglýsingar, 12 klst. Bókfærsla, grunnur, 16 klst. Verslunarreikningur, 16 klst. Tölvubókhald, 16 klst. Almenn bókhaldsverkefni, víxlar og skuldabréf, 16 klst. Launabókhald, 12 klst. Lög og reglugerðir, 4 klst. Virðisaukaskattur, 8 klst. Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar, 12 klst. Tölvubókhald, 32 klst. I Tölvuskóli bnnJB Reykjavíkur Borgartúni 28, sími: 561 6699, fax: 561 6696 6 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.