Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 9
Swazíland fékk sárstaka áminningu á síðasta þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO. Ástæðan var ný löggjöf landsins sem brýtur á rétti launafólks og stríðir gegn einni grundvallarsamþykkt ILO, samþykkt nr.87 um rétt fólks til að skipuleggja sig í félög. Hópur nem- enda frá norræna Genfarskólanum fjallaði um Swazíland og ræddi meðal annars við Jan Sithole, fulltrúa verkalýðshreyfingar þjóðarinn- Swazíland er konungdæmi milli Suður-Afríku og Mósambik og er í raun einveldi. íbúar eru 900 þúsund og vinna flestir við sykur- eða sítms- framleiðslu og skógrækt. Landið var ensk nýlenda fram til ársins 1968 er það hlaut sjálfstæði. Þá var fjöl- flokkakerfi í landinu þótt í raun réði einn flokkur ríkjum. Þann 12. apríl 1973 var stjórnarskráin numin úr gildi og er landinu stýrt með tilskip- unum. Nokkuð friðsamlegt hefur ver- ið í Swazílandi en þó hafa fjárfestar haldið sig frá landinu þar sem það er eina eftirlifandi einveldið í þessum hluta Afríku. Swazfland hefur staðfest 31 ILO samþykkt þar af sex af sjö kjarna- samþykktum ILO. Landið var tekið sérstaklega fyrir hjá ILO haustið 1996 og í kjölfarið var send sendi- nefnd til landsins að kanna ástandið. Niðurstaðan var: Óviðundandi. Ný vinnulöggjöf landsins reyndist stang- Almanak Þjóðvinafélagsins er ekki bara almanak. í þvl er Árbók islands með fróðleik um f ^ árferði, ALMANAK atvinnuvegi, þjóövinafélags íþróttir, stjórnmál, 1998 mannalát og margt fleira. Fæst Árfoók (slands 1996 í bókabúðum um land allt. w Fáanlegir eru eldri 124. árgangur árgangar, allt frá 1946. * Sögufélag, Fischersundi 3, sími 551 4620. SÖC.UFCMC 1902 ast á við ILO samþykkt 87, um rétt fólks til að stofna félög, og takmarka mjög réttindi launafólks. Swazíland var því kallað sérstaklega fyrir á þingi ILO vorið 1997. Handtökur og morðtilræði Einn af fulltrúum verkalýðshreyfing- arinnar á ILO þinginu 1997 var Jan Sithole. Jan hefur verið aðalritari al- þýðusambands Swazflands (SFTU) síðan 1982, en í SFTU er 21 sam- band í iðnaði og þjónustu. Jan segir ástandið hafa verið erfitt fyrir verka- lýðshreyfinguna síðan 1973. Grund- vallarmannréttindi séu ekki virt og sama gildi um sjálfsögð réttindi verkalýðshreyfingarinnar. Ekki hafi verið leyfilegt að skipuleggja fundi án þess að fá fyrst leyfi hjá lögregl- unni. Verkalýðshreyfingin sé undir stöðugu eftirliti og fulltrúum hennar veitt eftirför, þeir séu beittir ofbeldi og jafnvel fangelsaðir. Forysta SFTU hefur oftsinnis setið í fangelsi, síðast í mars 1997. Lengi var því óvíst hvort Jan Sithole kæmist á ILO-þingið. Tilraun hefur verið gerð til að ráða hann af dögum og auk þess hefur ríkisstjómin reynt að vísa honum úr landi til Mósambik. Atvinnurekendur á sama máli og verkalýðshreyfingin Fram kom hjá Jan að árið 1993 skipulagði SFTU fjölda funda víðs vegar um landið með það að mark- miði að undirstrika kröfur um bætt réttindi félagsmanna sem og bætt vel- ferðarkerfi. Út úr þessari fundaher- ferð kom rit sem nefnt var kröfumar 27. Þetta voru kröfur um réttindi launafólks, félagsleg réttindi og efna- hagsumbætur, ásamt pólitískum kröf- um. Kröfumar 27 voru afhentar ríkis- stjóminni í október 1993. Þegar ekk- ert gerðist var farið í allsherjarverk- fall 21. og 22. febrúar 1994. Það var upphaf lýðræðishreyfingar sem fleiri og fleiri félagasamtök, stúdentar, Jan Sitholefrá Alþýðusamhandi Swazílands. kirkjan o.fl. hafa lagt lið. Að sögn Jans hefur SFTU skipu- lagt fjölda aðgerða og verkfalla og ríkisstjómin hefur gefið mörg loforð -og svikið þau. Skipuð var þríhliða- nefnd til að fara yfir kröfurnar 27 sem kom með tillögur um aðgerðir sem ekki heldurmegnuðu að hreyfa við stjóminni. I janúar og febrúar á sl. ári stóð yfir langt allsherjarverkfall sem stutt var af verkalýðshreyfing- unni í nágrannaríkjunum. Ríkis- stjómin hefur þó enn ekki viljað setj- ast að samningaborði með hreyfing- unni. Eina sem ríkisstjórnin hefur gert er að auka eftirlitið með verka- lýðshreyfingunni og með nýju vinnu- löggjöfinni er hefðbundin starfsemi verkalýðsfélaga orðin glæpsamleg. Nemendur Genfarskólans ræddu einnig við fulltrúa atvinnurekenda í Swazflandi sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann sagðist taka undir með verkalýðshreyfingunni um kröf- ur um lýðræði og almenn réttindi, meðal annars möguleika á samning- um á vinnumarkaði. Hann sagðist einnig líta á verkföll og aðgerðir hreyfingarinnar sem nauðsynlegan þátt í þessari baráttu, þó svo að fyrir- tækin töpuðu á þeim til skamms tíma litið. ILO áminnip ríkisstjórnina Málsmeðferð ILO er á þann hátt að fulltrúar ríkisstjómarinnar kynna sína hlið málsins en síðan fá báðir aðilar vinnumarkaðarins tækifæri til að gefa sitt álit. Fulltrúi ríkisstjómarinnar við- urkenndi að nýja löggjöfin væri „óheppileg" en sagði að taka ætti hana til endurskoðunar. Hann sagði öll vandamálin stafa af þessari löggjöf en minntist hvorki á stjómkerfi lands- ins né að vandamálin hefðu mörg hver verið lengi til staðar. Fulltrúar vinnumarkaðarins töluðu lítt hlýlega um ríkisstjórnina og nefndi fulltrúi launafólks fjölda mála sem vörðuðu brot á ILO samþykkt nr. 87 og brot á almennum mann- réttindum. Meðal annars var skýrt frá fangelsun allrar stjómar SFTU, hót- unum við trúnaðarmenn og fjölskyld- ur þeirra, morðtilræðum, bent var á að skjöl verkalýðsfélaga hafi verið gerð upptæk, og loks að SFTU og öll að- ildarfélög þess hafi verið leyst upp sl. vor að því er sagt var vegna slakra reikningsskila. Bæði fulltrúar atvinnurekenda og launafólks lögðu fram fjölda krafna sem þeir töldu ríkisstjómina verða að uppfylla, meðal annars að upplausn verkalýðsfélaganna yrði dregin til baka, að umræddri vinnulöggjöf yrði breytt og löguð að ILO samþykktun- um og mannréttindayfirlýsingu SÞ. Einnig var farið fram á að send yrði eftirlitsnefnd til Swazflands. Margir þingfulltrúar tóku til máls og lýstu stuðningi við aðila vinnu- markaðarins í Swazflandi en fáir full- trúar ríkisstjóma kusu að tjá sig. Að umræðum loknum fór fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar fram á að áminningarnar til ríkisstjórnar Swazflands yrðu gerðar að sérstakri efnisgrein, sem jafngildir alvarlegustu athugasemdum frá ILO, og studdi at- vinnurekendafulltrúinn það. ILO nefndin féllst á þetta sem virtist koma ríkisstjóm Swazflands á óvart að mati Genfarskólanemendanna. Meiri ábyrgð - betri niðurstöður Yfirmenn í 6.000 fyrirtækjum í Danmörku, Frakklandi, Bret- landi, írlandi, Ítalíu, Hollandi, Portúgal, Svíþjóð og Þýskalandi voru spurðir að því að hve miklu leyti starfsmönnum þeirra hefði verið fafln aukin ábyrgð á skipu- lagningu vinnunnar. Rannsóknin sem gerð var af sjóði ESB fyrir bætt lífs- og vinnuskilyrði, sýnir að þegar starfsmenn eru með í ákvarðanatökunni verða niður- stöðurnar betri fyrir fyrirtækin. Alls 54% aðspurðra töldu að kostnað- ur hefði lækkað og 94% töldu gæðin hafa aukist. Áfram ríkir þó það ástand að í fáum evrópskum fyrirtækjum hafa starfsmenn raun- veruleg áhrif á vinnu sína. í 20% af þeim fyrirtækjum sem könnuð voru höfðu starfsmennirnir engin áhrif. (Svíþjóð hefur starfsfóikið mest að segja um skipulag vinnu sinnar. Atvinnuástandið í Evrópu Alls eru 18 milljónir manna nú án atvinnu í ríkjum Evrópu- sambandsins. Hlutfallið er lægst í Lúxemborg þar sem 3,7% atvinn- leysi ríkir, en hæst í Suður-Evrópu þarsem 19,9% atvinnuleysi mælist á Spáni og um 20% í Grikklandi (nákvæmar tölur vantar þaðan). Á Norðurlöndunum (þeim sem eru í ESB) er hlutfall atvinnulausra sem hér segir: Danmörk 5,8%, Svíþjóð 9,8% og Finnland 13%. Aðrar ESB þjóðir eru Austurríki með 4,5% atvinnuleysi, Belgía 9,5%, Bretland 7,2%, Frakkland 12,6%, Holland 5,4%, írland 10%, Ítalía 12,1%, Portúgal 6,1% og Þýskaland 10%. Atvinnuleysi meðal ungs fólks í ESB-löndunum (undir 26 ára aldri) er víðast mjög mikið. Það er mest á Spáni 36,3% og Ítalíu 32,9%. í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð og Finnlandi eru milli 20 og 30% ungs fólks án atvinnu. Aðeins í Austur- ríki (5,9%), Hollandi (9,2%) og Damörku (7,5%) er atvinnuleysi meðal ungs fólks lægra en 10%. Þeir sem hafa verið atvinnu- lausir til langs tíma (lengur en eitt ár) eru frá því að vera um 18% af skráðum atvinnuleysingjum í Sví- þjóð og upp í að vera um 75% á Ítalíu. í Grikklandi, Portúgal, Spáni, írlandi og Belgíu hefur einnig yfir helmingur atvinnulausra verið at- vinnulaus um langt skeið. Eigum fyrirliggjandi handlyftivagna á frábæru verði. Verð frá kr. 37.842.- með vsk. Á tvöföldum hjólum, 2500 kg. lyftigeta. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 1. RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305 Vinnan 9

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.