Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 11
A vinnu- bomsnnnm á ball? Það er í byggingarvinnunni sem alvöru tískupinnarnir leynast. Skór erfiðisvinnufólks hafa nefnilega haft áhrif á tísku samtím- ans. Grófir vinnuskór prýða nú netta stúlknafætur. -Lftið bara á Kryddpíurnar! Smiðirnir sjálfir segjast þó heldur vilja skipta um skó fyrir skemmtanir. Unglingamir vilja grófa skó. Fyr- irmyndin eru þungu, sterklegu vinnuskómir sem þola allt, skór sem til dæmis em notaðir í byggingariðn- aðinum. Tískan hefur gert þá að „trendi“. Dr. Martens og Caterpillar em dæmi um klassíska vinnuskó sem nú eru jafn mikið notaðir spari, við stutt pils eða síða kjóla. Flcstir vinnu- skómir í tískubúðunum em þó eftir- líkingar. Vinnuskór urðu trend fyrir nokkrum árum þegar „gmnge“ tískan kom, tískan með of stóru fötunum. En þó að sú bylgja hafi gengið til baka halda vinnuskómir sínu. Ekkert bendir til þess að þeir muni falla úr tísku. Astæðan er vel heppnað sam- spil tísku og notagildis. Skómir em praktískir og þægilegir -og smart. Þannig halda þeir vinsældum sínum. Með höfuðið að veði í vinnunni? Vissulega er þörf á öryggisgæslu, ör- yggiseftirliti, vinnueftirliti, öryggis- trúnaðarmönnum ... hverju sem er sem sinnir öryggi á vinnustöðum. Ekki er þó síður mikilvægt að sá sem á að vinna með búnaðinn, í öryggis- græjunum og á viðkomandi vinnu- stað, sé gagnrýninn og fylgist með. Það á enginn að þurfa að leggja höf- uðið að veði fyrir vinnuna. -Né fæt- uma sem fyrir flesta em höfuðatriði. Góðir vinnuskór geta bjargað miklu. Hér er listi yfir algengustu fótamein vinnandi fólks, en almennilegir vinnuskór geta átt þátt í að koma í veg fyrir flest þeirra: Beinagrindin Þungir hlutir sem lenda á óvörðum fótum orsaka flesta skaðana á þau 24 bein sem mynda beinagrind fótarins. Öryggisskór geta bjargað málunum. Algengasta beinslitið á sér stað á grunnlið stórutáar. Stöðugir skór verja hann. Sinar og liðbönd Skaði á hásin: Sá sem vinnur úr stiga, sem er dæmi um það þegar allur Góðir öiyggisskór eru ekki bara bráðnauðsynlegir heldur einnig hátískuvara. þunginn hvflir fremst á fætinum, reynir mest á hásinina. Nauðsynlegt er að hafa stöðugt undirlag undir öll- um fætinum. Tognun Háir skór og stöðugir styðja við ökklann og hjálpa til við að koma í veg fyrir tognun. Hælbein Hart undirlag undir hælnum getur leitt til þess að svæðið í kring bólgnar og verður aumt. Velja þarf skó sem em ekki grjótharðir undir hælnum. Blóðrásin Standandi vinna getur haft í för með sér æðaslit. Hægt er að kaupa stuðn- ingssokka í apótekum. Blóðflæðið í fótum getur skaðast ef unnið er við mikinn titring, til að mynda í byggingavinnu. Vöðvar Einn algengasti vinnuskaðinn meðal byggingaverkamanna o.fl. er þegaar menn stíga á nagla. Auðvelt er að koma í veg fyrir meiðslin með því að nota skó með öryggissóla. -Og auð- vitað er fyrirbyggjandi ráð að hafa byggingarstaðinn snyrtilegan. Taugar Þröngir skór þrengja að taugum í fremri hluta fótar. Afleyðingin er bæði deyfð og sársauki. Titringur getur valdið því að taug- amar skaðast með þeim afleiðingum að tilfinningin í fætinum minnkar. Húðin Algengasta fótameinið eru sveppir. Skór sem em of þröngir eða „anda ekki rétt“ em meðal orsakavalda en hreinlæti er lykilatriði. Einnig em sigg, líkþom og fótvörtur algeng mein. Hællinn og fremsti hluti fótarins em viðkvæmir fyrir nuddi. Mikilvægt er að skómir passi vel. Dúklagninga- menn og fleiri sem vinna mikið á hnjánum fá oft sár á fremri hluta fót- arins. Valið á vinnuskóm getur skipt máli fyrir þá. Byggnads arbetaren 2111997 Málmiðnaðarmenii í barnauppeldi Samband danskra málmiðnað- armanna (Dansk metalar- bejderforbund) hvetur félags- menn sína til að taka fullan þátt í fjölskyldulífinu, bæði í fyrsta og öðrum hálfleik, eins og þeir orða það. Það er bæði með því að taka fæðingarorlof og vera til staðar þegar börnin koma heim úr skólanum. Börn eru ekki kvennamál, segja málmiðnaðarmennirnir. Karlar ættu að taka fæðingarorlof, en það gerist ekki með þvingun- um, heldur með hvatningu og með því að fjölskyldumar hafi tækifæri til að velja þennan möguleika, segir Thorkild E. Jensen, varaformaður Danskra málmiðnaðarmanna. Málmiðnaðarsambandið varð fyrst til að ná ákvæði inn í kjara- samninga sem gerir feðrum fjárhags- lega kleift að fara í fæðingarorlof. Þing sambandsins árið 1994 lagði mikla áherslu á fæðingarorlofsmál, og í kjarasamningum ári síðar steig sambandið fyrsta skrefið í átt að fæð- ingarorlofi á fullum launum. Fleiri iðnfélög fylgdu í kjölfarið og nú veita samningar iðnsambandanna fé- lagsmönnum rétt á tekjutengdu fæð- ingarorlofi, reyndar að hámarki 95 dkr. á tímann. (um 1.000 íkr.) Konur eiga rétt á 14 vikna orlofi en karlar á tveimur vikum, svo fremi þau hafi unnið í 9 mánuði á vinnustaðnum þegar bamið fæðist, eða ættleitt bam er tekið í fóstur. Þennan rétt vilja málmiðnaðar- menn vfkka út í næstu samningum. Jafnframt ætla þeir að vinna að við- horfsbreytingu þannig að það verði almennt viðurkennt að feður velji að taka fæðingarorlof. Sambandið bend- ir á að samtímis því þurfi að gera átak í menntamálunum því margir starfsmenn séu svo sérhæfðir að erfitt sé að finna staðgengil fyrir þá ef þeir vilja taka sér leyfi frá störfum. Sambandið segir að mikil þörf sé fyrir að fleiri karlar taki fæðingaror- lof í nútíma samfélagi þar sem vinnustaður og heimili eru hvort í sínum heimi. Böm eigi ekki að vera kvennamál. Sambandið er þó andsnúið því að feður verði þvingað- ir til að taka fæðingarorlof eins og Jytte Andersen, atvinnumálaráðherra Dana, hefur velt fyrir sér. Sambandið vill að möguleikarnir verði opnaðir, hvatningin verði til staðar, en síðan ákveði fjölskyldumar hvemig málun- um verði háttað. Hægt sé að vinna meiri skaða en gagn með því að reyna að stýra því hvemig aðrir velji að haga sínu lífi. Samningar iðnaðarmanna virka sem múrbrjótur fyrir aðra, segja málmiðnaðarmenn og benda á að launað fæðingarorlof verði stöðugt algengara. 34. grein kjarasamninga Málmiðnaðarsambandsins, greinin um fæðingarorlof, er nú fyrirmynd að ákvæðum um fæðingarorlof í öðr- um samningum. Samkvæmt sumum samninganna tók slíkt ákvæði gildi 1. mars sl., skv. öðrum í júlí og í nokkrum samningum er gert ráð fyrir gildistöku í mars á þessu ári. I samn- ingum HK, Sambands verslunar og skrifstofufólks, er að auki gert ráð fyrir að laun í fæðingarorlofi hækki í 115 kr. á tímann frá og með septem- ber á þessu ári. Nánar er hægt að kynna sér málið á heimasíðu dönsku málmiðnaðar- mannanna: http://www.danskmetal.dk ISTAK FRAMTAK Drangahrauni 1 b HafnarfirOi Sími 565 2556 • Fax 565 2956 .L5 TJJI Vellíðan i vinnunni Smiðjuvegi 2, Kópavogi, Sími: 567 0880, Fax: 567 0885 V ^ Selfossveitur bs. Skrifstofa 482 1577 Bréfasími 482 2940 Rafveita bilanir 482 1770 Hitaveita bilanir 482 1324 imi ÞAR SEM PRENTUN ER LIST Áv.nX) sildarvinnslan hf. -►< ^ J Egilsbraut 8, Neskaupstab DOMINO'S PIZZAœ OPIN KERFI HF HEWLETT® PACKARD Frelsi til framfara - Sfmi: 570 1000 SMITH & NORLAND © Kaupfélag Árnesinga I Kringlunni 7 Wnunarm, |Sfmi; 533 4567 X RAFRUN Smiðjuvegi 11 e - 200 Kópavogur Sími: 564 1012 - Myndriti: 564 1021 ICELANDAIR / CarRenta/ Sími: 505 0600, fax: 505 0650 HITAVEITA REYKJAVÍKUR Vinnan 11

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.