Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 4
Hefur þu lyklavöldin? mZ;,.’ / •ý í\W aW. " mlf ,, VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS EFTIRMENNTUN VÉLSTJÓRA Skortur á bygginga- iðnaðarmönnum í Stokkhólmi Síöan í vor hefur veriö skortur á byggingaiönaöarmönnum í Stokkhólmi. Næsta ár er gert ráö fyrir aö ástandiö versni. Sam- kvæmt félagi byggingameistara hefur eftirspurnin leitt til þess að launin í greininni hafa hækkað. Þetta kemur fram í Sænska Dag- blaöinu nýlega. Fyrir fáum árum voru um þaö bil 5000 byggingaiðnaðarmenn atvinnu- lausir á Stokkhólmssvæðinu. Núna er fjöldi atvinnulausra um 700. Máiiö er snúið því margir þeirra sem eru atvinnulausir vilja ekki vinna eöa eru veikir, er haft eftir Lars Ihse fram- kvæmdastjóra Félags bygginga- meistara í Stokkhólmi. Félagið gerir ráö fyrir aö launa- hækkunin í ár veröi rúmlega 6% í stað 3,5% eins og samiö var um fyrr á árinu. Það er ennfremur erfitt að lokka ungt fólk til náms á verk- menntabrautum byggingaiðnaðrins. f iandinu eru um það bil 3000 náms- pláss. Um helmingur þeirra er set- inn. Umhverfisstefna Félags garðyrkjumanna A framhaldsaðalfundi Félags garð- yrkjumanna, þann 14. október s.l. var samþykkt umhverfisstefna fé- lagsins. Nemendur á umhverfis- og náttúruverndarbraut Garðyrkju- skóla ríkisins á vorönn 1998 voru fengnir til að semja tillögur að um- hverfisstefnu félagsins. Samþykkt félagsins skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er almennur og fjallar um viðfangsefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélagslegri umræðu í dag. Síðari hlutinn er sértækari og fjallar meira um atriði sem tengj- ast daglegum störfum garðyrkju- manna. E:aflanum um auðlindanýtingu seg- r m.a.: „Allar auðlindir ber að nýta á sjálfbæran hátt þar sem því verður við komið. Fæstar eða engar eru ó- þrjótanlegar og okkur ber að nýta þær á skynsaman hátt og af virð- ingu.“ I þessu sambandi er fjallað sérstaklega um vatn, olíu, malamám og efnistöku og auðlindir hafsins. Stóriðja oy virkjanir í þessum kafla segir: „Hér á landi er nóg um fallvötn og fýsilega virkjun- arkosti og þessi orkulind er með þeim hreinustu í heimi. Þessa orku verður að nýta með virðingu og skynsemi. Vandlega unnið umhverf- ismat er frumskilyrði við ákvarðana- töku um virkjunarkosti. Best væri að óháðir aðilar myndu vinna málið, náttúran fengi að njóta vafans þar sem er óljóst hvaða áhrif fram- kvæmdir gætu haft á umhverfið. Is- lendingar geta aldrei samþykkt þá stefnu að leggja Island undir stóriðju en ef til hennar á að koma verðum Óskum lesendum Vinnunnar gleðilegra jóla. Bjóðumfram prýðilegan staðfyrir litlar ráðstefnur og námskeið. Skálholtsskóli Kirkjuleg mennta- og menningarstofriun____________ Skálholt, 801 Selfbss - Sími(tel.) 486 8870 - Fax 486 8994 - Banki (Bank) L.í. 0151-26-2145 Kynntu þer fjölbreytt framboð á endurmenntunarnámskeiðum fyrir vélstjóra á sjó og í landi! við að setja strangar reglur hvað varðar umhverfismál. Félag garðyrkjumanna vill berjast fyrir því að raforka verði seld á lægra verði en er í dag, til að efla íslenska framleiðslu í græna geiranum. Stefnt yrði að því að kanna notkun á öðmm umhverfisvænum og hugsanlega ó- dýrari orkuframleiðslumöguleikum.“ Ferðamennska í kaflanum er rætt um nauðsyn þess að stýra betur umferð um viðkvæm náttúmsvæði. Talið er brýnt að tekjur sem verða til í greininni skili sér þangað aftur í ríkari mæli en nú er, t.d. í rannsóknastarf og bætta vörslu á viðkvæmum svæðum. Hálendi íslands Mörkuð er sú stefna, að vemda beri hálendið eins ósnortið og kostur er. I því sambandi er sérstaklega bent á hættuna af ótakmarkaðri umferð ferðamanna og þau áhrif sem orku- vinnsla á hálendinu getur haft. Við uppgræðslu á hálendinu beri að nýta íslenskar jurtir, þar sem því verði komið við. Félag garðyrkjumanna leggst gegn uppbyggingu stórra ferðaþjónustubygginga á hálendinu. Landvernd, lantí- græðsla og skngrækt I þessum kafla segir m.a.: „Félag garðyrkjumanna telur brýnt að standa vörð um fjölbreytni í náttúmnni. I því felst að félagið telur brýnt að vemda votlendi og önnur griðasvæði dýra- og jurtalífs svo og merkilegar jarð- söguminjar." Ennfremur segir: „Fé- lag garðyrkjumanna vill stuðla að markvissri landgræðslu og skógrækt í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins og sveitar- og skógræktarfélög. Félagið vill að fram fari umhverfismat fyrir alla skjól- belta- og skógrækt og að unnið verði að skipulagi svæðanna áður en út- plöntun hefst. Vemda skal sérstæðar búsetuminjar, sérstök náttúrufyrir- bæri og náttúmminjar ásamt því að halda opnum útsýnisstöðum. Einnig að aðgengi og útivistarmöguleikar al- mennings verði hafðir að leiðarljósi." ðnnur atriði Rætt er um losun koltvísýrings og að á móti áhrifum hennar verði að vinna með aukinni skógrækt og land- græðslu. Auk þess þurfi að vinna markvisst að því að draga úr losun slíkra lofttegunda. Bent er á mikil- vægi þess að varúðar sé gætt í nýt- ingu erfðabreyttra og kynbættra nytjaplantna, t.d. til að spoma gegn genaflæði. Félagið skuli beita sér fyr- ir merkingum á grænmeti í verslun- um, þannig að neytandinn geti þekkt kyn- og erfðabreyttar grænmetisteg- undir frá öðrum. I innkaupum fyrir- tækja, t.d. til skrifstofuhalds, er lögð áhersla á vörutegundir sem eru um- hverfismerktar og framleiddar úr um- hverfisvænum efnum, auk þess sem hugað sé sérstaklega að flokkun og förgun úrgangs. Það er fagnaðarefni að stéttarfélag eins og Félag garðyrkjumanna skuli taka slíkt stórmál á dagskrá og móta sérstaka stefnu í umhverfismálum. Vonandi fylgja önnur félög í kjölfar- ið - ekki einungis í þessum mála- flokki, heldur öðmm sem snerta okk- ur öll. á félagsmálaráðherra og heil- brigðisráðherra fyrir að láta undir höfuð leggjast að tryggja þunguðum konum hér á landi þau réttindi sem þeim ber samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Fær félagsmálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar fyrir að hafa kastað frá sér ábyrgð á full- gildingu ILO-samþykkta hér á landi. Stjórnvöld hafa kastað á- byrgðinni yfir á aðila vinnumark- aðarins og þannig gefið atvinnu- rekendum neitunarvald. Af sjö grundvallarsamþykktum hefur ís- land ekki samþykkt eina, um bann við barnavinnu, eitt Norðurlanda. ísland hefur aðeins fullgilt tvær af þeim 26 samþykktum sem hafa verið gerðar frá 1980. Vinnurftiilm Rlkiúm tqt UmírfAMnkV. flo»S uutua mö og fi*Aí. Kynnid ykkui k*im»!u*ÍI»ifiAim» oft mmmA wis við I>)6ðum upp 4, AthugiS stuSning stéttarfélaga 898 3903 • 588 4500 Upplýsingar alla daga vikunnar frá 10:00 -23:00 NYI| ÖKUSKO ÓLINN 4 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.