Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 8
Þrælasala nútímans? Indversk áhöfn fagnar því að hafa loksfengið launin sín greidd fyrir tilstuðlan ITF. Erlendir starfsmenn rússneska verktakafyrirtækisins Technopromexport og háset- arnir um borð í Hanseduo, hinu þýska hentifánaskipi Eimskipa- félagsins, eiga fleira sameigin- legt en vera fórnarlömb í til- raunum til að hagnast á ódýru, innfluttu vinnuafli. A.m.k. hluti beggja hópa er f raun með ráðningarsamninga við fyrir- tæki í Limassol á Kýpur, sem leigja svo þessa starfsmenn sfna til starfa á erlendri grundu. Svo virðist sem starf- semi áhafnaleiga færist mjög í vöxt og miðað við þær aðstæð- ur og þau kjör sem f jöldi starfs- manna frá þriðja heiminum má búa við án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér, er ekki langsótt að fmynda sér að á- hafnaleigurnar séu sumar hverjar þrælasalar nútfmans. Fjöldi áhafhaleiga sérhæfir sig í að útvega ódýrt vinnuafl, gjaman frá þróunarlöndunum eða löndum þar sem ríkir fátækt og atvinnuleysi. Þær hafa yfirleitt skrifstofur eða útibú í ríkjum á borð við Filipseyjar, Ind- land, Bangladesh, Indónesíu, Pól- landi eða Ukraínu. Starfsmenn gera samning við viðkomandi áhafnaleigu sem síðan sendir þá til starfa í ein- hverju þriðja ríki eða um borð í far- skip. Margar áhafnaleigur taka við öllum launagreiðslum viðkomandi og sjá um að greiða starfsmönnunum út sinn hluta launanna. Útgerð í leit að áhöfn getur valið að láta áhafnaleigumar gera tilboð í „allan pakkann" og flestar bjóða leig- umar upp á úrval mismunandi þjóð- ema til að velja úr. Með nútímatækni er hægt að panta sér áhöfn í gegnum tölvupóst. Spilað á neyðina Sú neyð sem spilað er á er oft yfir- þyrmandi og fólk lætur glepjast til að undirrita samninga við áhafnaleigur og senda sig heimshomanna á milli út í algera óvissu. Því miður eru hörmungar margra rétt að byrja. Ar- lega þarf Alþjóðasamband flutninga- verkamanna að hafa afskipti af heilu áhöfnunum sem em strandaðar mat- ar-, peninga- og bjargarlausar í óra- fjarlægð frá heimalandi sínu. Samn- ingsbrot eru víða daglegt brauð og vinnuálag næstum ótakmarkað. Fjöl- mörg dæmi eru um að áhafnir hafi ekki fengið greidd laun mánuðum saman. Yfir sjómönnunum vofir hót- unin um brottrekstur af skipinu og þá þarf viðkomandi bæði að koma sjálf- um sér heim á eigin kostnað og í sumum tilfellum að kosta ferð afleys- ingamanns á staðinn. Eitt sorglegasta dæmið um „á- hafnaleigurnar" er þó víðtæk útgerð úkraínskra og rússneskra fyrirtækja á komungum vændiskonum í Vestur- Evrópu. Margar stúlknanna telja sig vera á leið til allt annarra starfa en standa svo uppi bjargarlausar, pen- ingalausar og á valdi „áhafnaleig- anna“ þegar á áfangastað er komið. „Samningur" við sjómenn Vinnan hefur undir höndum staðlað- an samning einnar Úkraínskrar á- hafnaleigu við farmenn. Þar kemur m.a. fram að samningstími á fragt- skip sé 8 mánuðir en skipafélagið geti lengt þetta tímabil um tvo mán- uði eða stytt það um tvo mánuði eftir því hvemig stendur þægilegast á með möguleika á að koma manninum í land. Renni samningur út meðan skip er á sjó ber sjómanni að sinna skyld- um sínum þar til skipið hefur lagst í höfn þaðan sem „fýsilegt og heppi- legt“ er að senda sjómanninn til síns heima. Skipafélag má segja upp samn- ingnum án fyrirvara en ber þá að greiða ferðakostnað og að lágmarki eins mánaðar laun í bætur. Fyrstu tveir mánuðir samningstíma eru reynslutími og má útgerðin þá senda sjómann heim án fyrirvara án bóta. Skipafélagi ber að greiða ferðir sjómanns nema sjómaður beri ábyrgð á samningsrofi. Þá ber sjómaðurinn sjálfur kostnað af heimferð og ferða- kostnað vegna staðgengils. Meðal þess sem getur leitt til fyrirvaralausr- ar uppsagnar samninga af hálfu út- gerðar og bakað sjómanni bótaskyldu er að hlýða ekki yfirmönnum, koma of seint úr landleyfi, hegðunarvanda- mál, slagsmál eða veðmál eða að fylgja ekki reglum og stefnu fyrirtæk- isins. Föst yfirvinna allra áhafnarmeð- lima er 104 tímar á mánuði. Vinni sjómaður styttra skal hann samt fá greitt fyrir 104 yfirvinnutíma. „Allir áhafnarmeðlimir skulu vinna yfir- vinnu, hvenær sem, eins og skipstjóri mælir fyrir um.“ Sjómenn eiga rétt á fimm frídögum í mánuði. Öllum ágreiningi vegna þessa samnings skal eingöngu vísað til dómstóla í því landi þar sem viðkom- andi skip er skráð. Leið framhjá kjarasamningum I málum Technopromexport vegna lagningar Búrfellslínu og Eimskipa- félags Islands vegna hentifánaskips- ins Hanseduo er augljóslega verið að reyna að komast framhjá íslenskum kjarasamningum og réttindum launa- fólks til að flytja inn ódýrt vinnuafl. Sú staðreynd að svokallaðar áhafna- leigur koma við sögu í báðum tilfell- um ætti að vekja fólk til umhugsunar. Svo virðist sem áhafnaleigur séu enn ein leiðin til að brjóta á bak aftur rétt- indi launafólks. Eins og sannaðist í báðum þeim málum sem íslensk stéttarfélög hafa þurft að hafa afskipti af á síðustu misserum, gera áhafnaleigumar mál- in mjög snúin. Hingað til lands geta komið erlendir starfsmenn á vegum fyrirtækja sem em að vinna fyrir ís- lenska aðila. Þessir starfsmenn eru hins vegar ekki ráðnir hjá fyrirtækj- unum sem þeir starfa hjá heldur ó- skyldum þriðja aðila; áhafnaleigu sem er með aðsetur víðsfjarri vett- vangi. Eftirlit með launagreiðslum og raunverulegum kjörum verður mjög erfitt enda tíðkast falsaðir samningar og falskir launaseðlar til að breiða yfir hin raunverulegu kjör. Bannað að tala Frásögn hinna erlendu starfsmanna kýpversku áhafnaleigunnar Cristobal í Limassol, sem störfuðu hér á landi í þjónustu Technopromexport, verk- taka Landsvirkjunar, af starfskjömm sínum hljómar kunnuglega í hinum alþjóðlega heimi áhafnaleiganna. Það gera einnig ítrekaðar tilraunir fyrirtækisins til að framvísa fölsuðum gögnum. Því miður er erfiðara að fá upplýsingar um sögu hásetanna á Hanseduo sem einnig eru ráðnir af áhafnaleigu í Limassol á Kýpur. Þeir voru nefnilega staddir um borð í skipi skráðu í Panama í eigu þýskra aðila en með ráðningar- samninga við fyrirtæki í Limassol á Kýpur. Skipstjóri Hanseduo harðbannaði þeim einfaldlega að eiga nokkur samskipti við íslenska félaga sína. ingar hentifánanotkunar íslenskra skipafélaga og innflutning á réttlausu, ódým vinnuafli, hlýtur að vekja alla aðila til umhugsunar um hvert stefnir. Er það eðlilegt að íslenskt skipafélag skuli skipta út sínu eigin skipi, mönn- uðu íslenskum farmönnum, af fastri áætlunarleið til og frá landinu, og noti í staðinn þýskt skip, skráð á Antíka Barbúda með filipseyska og pólska áhöfn sem er að hluta til með ráðningasamninga við fyrirtæki á Kýpur? Er eðlilegt að „óskabarn þjóðarinnar“ skuli vera með eitt ein- asta skip undir íslenskum fána? Vilj- um við tengja íslensk skipafélög við útgerðir áhafnaleiganna? Miðstjórn Alþýðusambands Is- lands hefur ályktað um nauðsyn víð- tæks samráðs gegn félagslegum und- irboðum. I samþykkt miðstjórnar kemur fram að fara verði yfir mál Technopromexport með fulltrúum stjómvalda, opinberra eftirlitstofnana, stéttarfélaga og samtökum atvinnu- rekenda til að ná fram samstöðu um leiðir til að spoma við félagslegum undirboðum. Þegar sú vinna fer af stað hlýtur ASÍ að gera þá kröfur að sérstaklega verði farið yfir þætti á borð við notkun hentifána og áhafna- leiga. Umfangið amkvæmt upplýsingum eins af áhafnaleigufyrirtækj- unum á Filipseyjum eru nú um 180 þúsund filipseyskir sjó- menn á höfunum, flestir á veg- um áhafnaleiga. í Manila, höfuðborg Filips- eyja, eru hátt á fjórða hundruð skrifstofur sem miðla sjómönn- um atvinnu um heim allan. Samkvæmt upplýsingum Skiparáðs Kýpur vinna um 4100 manns í höfuðborginni Limassol einni saman hjá skipafélögum sem skráð eru í Limassol en starfa erlendis. FISKVERKENDUR - UTCERÐAMENN! Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar býður nú um 30 mismunandi námskeið og fyrirlestra fyrir starfsfólk sjávarútvegsins. Hluti námsefnis: Vinnuöryggi • Hreinlætismál • Hráefnismeðferð • Mannleg samskipti Verkkennsla • Handflökun • Innra eftirlit • Heilsuvernd • Gæðastjórnun • Rekstraráætlanir Markaðsmál • Kjaramál Haföu samband efþú ert ífrceðsluhugleiðingum Starfsfræðslunefnd fískvinnslunnar Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 560 9670 Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar heyrir undir Sjávarútvegs- ráöuneytið og er hlutverk hennar að skipuleggja fræðslustarfsemi fyrir starfsfólk í fiskiðnaði. Nefndin er skipuð fulltrúum frá ráðuneytinu, samtökum atvinnurekenda og Verkamannasambandi íslands. Aðvönunapbjöllur Hin illræmdu útflutningssvæði Asíu og Suður Ameríku, henti- fánarnir og áhafnaleigurnar virðast eiga það sameiginlegt að vera skipulegar tilraunir til að brjóta niður kjör og réttindi launafólks. Sú staðreynd að ís- lensk verkalýðshreyfing skuli nú standa í baráttu við afleið- Um 70% af flotanum sem fyrirtæki á sviöi útgeröarþjón- ustu og áhafnaleiga, skráö á Kýpur sjá um, eru undir erlend- um fánum. Á vegum þessara fyrirtækja starfa um 22 þúsund sjómenn. 8 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.