Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 10
Aukið hlutverk sáttasemjara Svían ræða vinnurétt og nyja skipan samningamála Vinnurétturinn og samskipti að- ila vinnumarkaðarins eru oft á dagskrá hér í Svíþjóð. Atvinnu- rekendur og stjórnmálaf lokkar, sem gæta hagsmuna þeirra, vilja skerða vinnuréttinn, t.d. reglur um uppsagnir starfsfólks og reglur um vinnudeilur og verkföil, sérstaklega samúðar- vinnustöðvanir. Verkalýðshreyf- ingin með LO (Sænska alþýðu- sambandið) í broddi fylkingar vill halda fast við þær reglur sem gilda. LO á í vök að verjast því meðal jafnaðarmanna, eru þeir sem telja nauðsynlegt að „liðka til“ varðandi vinnurétt- inn. Umhverfissinnar, sem er annar af tveimur stuðningsflokkum ríkis- stjómarinnar, hefur lagt till að breyt- ingar verði gerðar á vinnuréttinum í anda þess, sem atvinnurekendur hafa krafist. Það á m.a. við um reglur um ráðningar og uppsagnir, einkum í litl- um og meðalstórum fyrirtækjum. En nýlega lýsti forsætisráðherrann því yfir að ekkert yrði gert sem skerðir atvinnuöryggi verkafólks og létti á- reiðanlega mörgum, m.a. þeim í höf- uðstöðvum alþýðusambandsins. Fyrir stuttu voru kynntar hugmyndir um aukið hlutverk sáttasemjara og vinnu- brögð við samninga, svo ekki hafa vinnuréttarmálin að öllu leyti verið lögð til hliðar. Mikilvægur þáttur vinnumarkaðarins er staða sáttasemjara. I Svíþjóð hefur hlutur sáttasemjara verið þýðing- arminni en í mörgum öðrum löndum, t.d. á Islandi. Aðilar vinnumarkaðar- ins, aðallega LO og SAF (samtök at- vinnurekenda), hafa lengst af borið fulla ábyrgð á eigin samskiptum og fylgt þeim reglum sem aðilamir mót- uðu sjálfir á fjórða áratugnum. Nú bendir ýmislegt til þess að þetta geti breyst. Vorið 1997 fól ríkisstjórnin Svante Oberg, yfirmanni efnahags- málastofnunarinnar, að gera úttekt á stöðu sáttasemjara og með hvað hætti mætti styrkja stöðu hans. Nýlega kynnti Öberg tillögur sínar en þær hafa hlotið misjafnar undirtektir og ýmsir sérfræðingar í vinnuréttarmál- um hafa lýst skoðunum sínum. Öberg leggur m.a. til að sett verði á laggima stofnun sáttasemjara, sem auk sátta- starfa fái það verkefni að fylgjast með launaþróun. Ef borið er saman við Island má segja að hann leggi til að kjararannsóknarnefnd og sátta- semjaraembættið verði gert að einni stofnun, sem auk þess fái viss verk- efni Hagstofunnar. Samúðarvinnustöðvanir deiluefni Atvinnurekendur vilja breytingar á reglunum um vinnudeilur og jafn- framt öflugari stofnun sáttasemjara. TCO (samtök opinberra starfsmanna ITryggvi Þór Aðalsteinsson skrifar frá Svíþjóð o.fl.) og SACO (samtök háskóla- manna) vilja ekki að ríkið blandi sér í málefni aðila vinnumarkaðarins, þ.m.t. vinnudeilur. Þessi samtök leggja áherslu á að samskiptin eigi að hvíla á samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins, og taka til þátta eins og samningagerðar og reglna um framkvæmd vinnudeilna. LO lítur hins vegar jákvöðum augum á hug- myndir um aukið hlutverk sáttasemj- ara, en er, sem von er, algerlega and- vígt því að réttindi launafólks og rétt- ur stéttarfélaganna verði skertur. Höf- undur tillagnanna er ekki sérstaklega bjartsýnn á að hægt sé að finna hinn gullna meðalveg, sem allir aðilar vilja ganga, en hann vonast til að að- ilarnir vilji ræða málið á grundvelli þeirra hugmynda sem hann hefur kynnt. Umdeildasta atriðið varðar takmörkun samúðarvinnustöðvana. Þeir sem vilja endurskoða réttinn til samúðarvinnustöðvana benda á að Svíþjóð verði að aðlaga sig þeim reglum sem algengastar eru í öðrum ríkjum Evrópubandalagsins og telja ennfremur að það verði að vera sam- ræmi á milli umfangs vinnustöðvunar og þess sem deilt er um. Aðrir benda á að erfitt er að setja reglur um ein- hvers konar jafnvægi í þessu efni. Nils Elvander, prófessor í stjómmála- fræði við háskólann í Uppsölum, bendir á að sænska verkalýðshreyf- ingin og samtök atvinnurekenda eigi í framtíðinni að bera stóra ábyrgð á launaþróuninni í landinu. Sú mynd, sem oft er dregin fram um samtökin sem svarna andstæðinga, er ekki í samræmi við það samstarf sem ríkir á milli samtaka atvinnurekenda og stéttarsambanda í einstökum greinum atvinnulífsins. Innan málmiðnaðarins var í síðustu samningum samið með aðstoð óháðs oddamanns, sem gaf góða raun. Elvander vill efla stöðu sáttasemjara og möguleika hans að hafa áhrif á gang samningamála, en bendir jafnframt á að of mikið vald sáttasemjara er ekki æskilegt. Þeir sem mæla með sterku sáttasemjara- embætti telja að með því ætti að vera hægt, að haga öllum tímaáætlunum í samingamálum þannig, að gengið verði frá nýjum samningum áður gildandi samningar renna út. Þetta síðast nefnda hljómar trúlega eins og draumur í eyrum þeirra, sem hafa eytt mörgum löngum vökunóttum í íslenska Karphúsinu. Vepkfallsrétturinn Kurt Junesjö, lögfræðingur LO, gagrýnir harðlega tillögurnar um breytingar á vinnuréttinum. Hann skrifar m.a. í eitt af tímaritum verka- lýðshreyfingarinnar og segir að menn skulu ekki láta blekkjast af tali „sér- fræðinganna“ um nauðsyn „skyn- samlegrar launaþróunar". Komi til- lögurnar til framkvæmda skerðist réttur stéttarfélaganna, ekki réttur at- vinnurekenda. Sem dæmi nefnir hann að stéttarfélögin verða skyldug að viðhafa atkvæðagreiðslu um ver- kfallsboðun, rétt sáttasemjara til að fresta boðuðum aðgerðum á meðan samningaumleitanir standa yfir, lengri tilkynningarskyldu um vinnustöðvun, skert- an rétt til samúðarvinnu- stöðvana og tillögur um lög sem banni aðgerðir sem geti skaðað samfé- lagið. Ekkert í tillögun- um skerðir rétt atvinnu- Sendum félögum okkar og fjölskyldum þeirra háttðakveðjur og óskir um farsceld á komandi ári 6 MATVÍS Matvæla- og veitingasamband íslands Félag framreiðslumanna Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna Félag matreiðslumanna Bakarasveinafélag íslands Félag nema í matvæla- og veitingageranum Þökkum samstarfiö á árinu rekenda. Fyrirtækjunum verður frjálst, eins og hingað til, að leggja nið- ur starfsemina þegar þeim hentar, flytja starf- semina til útlanda, ráða verkataka eins og þeim þóknast og leigja starfs- fólk. Allt aðgerðir sem halda laununum niðri. Verkföll valda fyrirtækj- um fjárhagslegum skaða, eðli málsins samkvæmt. Annars væru verkföll / umrœðunum um vinnuréttinn hefur Göran Persson forsœtisráðherra lýst því yfir að ekkert verði gert sem skerði atvinnuöryggi verkafólks. ekkert vopn. Verkföll eru aldrei rétt- lát aðgerð út frá sjónarhóli fyrirtækja og reksturs. Stéttarfélögin verða að verja verkfallsréttinn. Junesjö bendir á að sænska verkalýðshreyfingin hef- ur ávallt beitt verkfallsréttinum af mikilli ábyrgð, jafnvel of mikilli á- byrgð. Engin raunhæf dæmi eru til um að verkfallsvopninu hafi verið misbeitt. Ástæða þess, að menn vilja breyta og skerða réttinn, er ekki vegna galla á gildandi reglum. Til- lögumar eru enn eitt dæmi um hina áralöngu baráttu á milli stéttanna, segir Kurt Junesjö, lögfræðingur sænska alþýðusambandsins. Vinnuráttur og launaþróun I umræðunni um vinnuréttinn hafa menn bent á að ástæða er til að gefa stærri gaum að sambandinu á milli framkvæmdar vinnuréttarinns annars vegar og hins vegar launaþróuninni í landinu. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði, sem veldur því að erfitt er að gera sér glögga mynd af hugsanlegum áhrifum tillaganna í reynd. En ef vitnað er í norsku fræði- mennina Steiner Holden og Karl Ove Moene þá myndu flestar þær beyting- ar sem bryddað er upp á hafa lítil á- hrif á launamyndunina. Umtalsverðar breytingar myndu hins vegar vekja hörð viðbrögð og ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir samskiptin á vinnu- markaðnum og fyrir efnahagslífið. Amerísk fyrirmynd? Richard B. Freeman, hagfræðingur við Harvard háskólann í Bandaríkj- unum, mælir með því að Svíar endur- skoði sitt launakerfi og samingamál og leggur til, að til þess að halda launþróuninni í skefjum, eigi að gefa starfsfólki kost á að að eignast hlut í fyrirtækjunum. Sem hluthafar í fyrir- tækinu fær starfsfólkið fast tíma- eða mánaðarkaup og þar að auki hlut í á- góðanum. Jafnframt fær starfsfólkið meiri innsýn í reksturinn og mögu- leika til beinna áhrifa. Stéttarfélögin fá með þessari skipan nýtt hlutverk. „Fleiri og fleiri fyrirtæki í Bandaríkj- unum og Bretlandi þokast í þessa átt“, segir Freeman í blaðagrein og bætir við: „Stéttarfélög og atvinnu- rekendur eigi að leita „þriðju leiðar- innar“, þ.e.a.s. eins konar „hlutaskipt- ur kapitalismi". Eg legg til nýja gerð af samningum milli starfsfólks og eigenda, sem í grundvallaratriðum snertir eignarréttinn og umráðaréttinn yfir fjármagninu“, segir bandaríski hagfræðingurinn og bendir á að fyrir- tæki, sem skipta ágóðanum með þessum hætti, standa betur hvað varðar framleiðni en hefðbundnu fyr- irtækin og þess vegna fjölgar þeim. Richard B. Freeman dregur ekki í efa að vissir ókostir eru fyrir hendi. Þeg- ar fyrirtæki gengur illa og tap verður á rekstrinum minnka launin. Sam- skipti starfsfólksins og stéttarfélags- ins verða erfið og ennfremur er það ókostur að þetta fyrirkomulag er ekki hægt að nota í opinberri starfsemi. En þrátt fyrir ókostina telur Freeman að þessi tegund samkomulags geti geng- ið í Svíþjóð, sérstaklega vegna þess að starfsfólk í sænskum fyrirtækjum hefur nú rétt að að ákveða með hvað hætti hluti af lífeyrisiðgjöldunum er ávaxtaður og segir: „Svíar hafa líka efni á að taka áhættu. Velferðarþjóð- félagið sér um þá sem misheppnasf‘. Valddreifing og betra vinnuumhverfi Lítil fyrirtæki, sem hafa gott vinnuumhverfi, eru þau sem hafa tekist að að vekja raun- verulegan áhuga starfsfólksins fyrir þýðingu vinnuumhverfisins. Þetta er ein af niðurstöðunum í nýrri doktorsritgerð, sem Bo Jo- hansson í Luleá í Norður-Svíþjóð hefur skrifað. í 40 framleiðslufyr- irtækjum með færri en 50 starfs- mönnum, rannsakaði hann, með aðstoð vinnueftirlitsins, hvernig fyrirtækin sinna vinnuvernd. Fyrir- tæki, sem hafa náð langt, eru þau sem leggja áherslu á samtöl stjórnenda og starfsfólks, samá- byrgð og umræður um vinnuör- yggi og vinnuumhverfi. Greinilegt samband er á milli góðs vinnuumhverfis og góðs anda á vinnustaðnum þar sem fólki líður vel. Árangur og afköst eru að sama skapi meiri í þessum fyrirtækjum. Þau fyrirtæki, sem Johansson dæmir verri, eru þau fyrirtæki þar sem stjórnendur, með hefðbundnum hætti, reyna sjálfir að stjórna öllum þáttum starfseminnar. í bestu fyrirtækjun- um einkennist stjórnunin á vald- dreifingu, fræðslusstarfi innan fyr- irtækisins, nýjungum í starfshátt- um og af umhyggju starfsmanna fyrir viðskiptavinunum. Þessi fyrir- tæki hafa fundið starfsaðferðir þar sem vinnuumhverfismálin eru sjálfsagður þáttur í allri starfssem- inni og mál sem varðar alla. Bo Johansson leggur til að vinnueftir- litið taki þessi atriði með í reglu- legt eftirlit sitt og athugi viðhorf stjórnendanna til valdreifingar og í hversu mikium mæli starfsfólk hefur áhrif á eigin vinnu og vinnu- skipulag. Ur fréttablaðinu Arbetsliv direkt nr. 8 1998 10 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.