Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 2

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 2
L e i ð a r i Betur má ef duga skal Á sambandsstjórnarfundi Alþýðusambands ís- lands, sem haldinn var dagana 23. og 24. nóvem- ber síðastliðinn, var kynnt skýrsla frá Norræna verkalýðssambandinu um fullgildingu ILO-sam- þykkta á Norðurlöndunum á tímabilinu 1980-1997. I skýrslunni kemur fram, að íslendingar hafa alls ekki staðið sig sem skyldi í þessu sambandi. Alþýðusambandið boðaði til blaðamannafundar af þessu tilefni. Þar var skýrslan kynnt og ástæður þess að málum skuli svo komið reifaðar. í skýrsl- unni kemur m.a. fram, að frá upphafi hefur ísland einungis fullgilt 18 ILO-samþykktir, á meðan hin Norðurlöndin hafa fullgilt á bilinu 66 til 100. Á því tímabili sem skýrslan fjallar sérstaklega um, hafa alls verið gerðar 26 samþykktir. ísland hefur ein- ungis fullgilt tvær af þeim. Það sem þó er sýnu al- varlegast í málinu er það, að ísland, eitt Norður- landa, hefur ekki fullgilt allar 7 grundvallarsam- þykktir ILO. Enn hefur ekki verið fullgilt ein sú allra mikilvægasta, þ.e. samþykkt nr. 138 um bann við barnavinnu. Þessi samþykkt er eitt mikilvægasta tækið í baráttunni gegn barnavinnu í heiminum í dag. Þetta hlýtur því að teljast háalvarlegt mál. Nú er málum ekki þannig háttað á íslandi að efnislegar hindranir standi í vegi fyrir því að þessi - og fleiri mikilvægar samþykktir ILO - séu fullgiltar hér á landi. Það sem virðist helst vefjast fyrir íslenskum stjórnvöldum er málsmeðferðin. Samkvæmt reglum Alþjóða vinnumálastofnunarinnar ber ríkisstjórn að leggja tillögur fyrir þjóðþing um hvort fullgilda skuli þær samþykktir sem gerðar hafa verið á síðasta þingi ILO. Hér á landi hafa stjórnvöld yfirleitt kynnt Alþingi nyjar samþykktir, án þess að leggja fram sérstakar tillögur um hvernig með málið skuli farið. Þannig hefur aldrei verið fjallað um 16 af þeim 26 samþykktum sem gerðar hafa verið frá 1980 á við- eigandi vettvangi. íslensk stjórnvöld hafa valið þann kost að full- gilda ekki samþykktir ILO nema aðilar vinnumark- aðarins séu sammála um að svo skuli gera. Þetta þýðir að formlega hafa báðir aðilar neitunarvald. Þar sem viðfangsefnin eru þess eðlis að það er harla ólíklegt að verkalýðshreyfingin hafi eitthvað við fullgildingu að athuga, þýðir þetta vitaskuld í raun að atvinnurekendur hafa neitunarvaldið. Þó málið snúi vissulega að ríkisstjórninni og fé- lagsmálaráðherra, þá er rétt að taka fram að hér er ekki aðeins við þessa ríkisstjórn að sakast. Svo sem fram hefur komið á málið sér lengri sögu því sú samantekt sem um er að ræða nær allt til ársins 1980. Fleiri ríkisstjórnir hafa setið á þessu tímabili en sú sem nú er við völd. Fleiri ráðherrar hafa farið með húsbóndavald í félagsmálaráðuneytinu á tímabilinu en Páll Pétursson. Það breytir því þó ekki að enginn getur komið þessu máli í eðlilegan farveg nema núverandi félagsmálaráðherra og sú ríkisstjórn sem nú situr að völdum. Nema auðvitað hún ætli að humma málið fram af sér áfram og geyma það þeirri ríkisstjórn sem sest að völdum eftir næstu kosningar. Það getum við ekki sætt okkur við. Við ætlumst til þess að málið verði þegar tekið föstum höndum. Svo um munar. Viðbrögð bæði stjórnvalda og atvinnurekenda við ábendingum og kröfum Alþýðusambandsins hafa þó ekki verið uppörvandi. Félagsmálaráðherra hefur látið sem það sé stormur í vatnsglasi og þetta sé allt að koma. Samþykktin um bann við barnavinnu verði fullgilt „á næstu dögum“. Hún er auðvitað mikils virði, en málið er ekki úr sögunni með fullgildingu þeirrar samþykktar einnar. Lögfræðingur Vinnuveitendasambandsins hefur i í blaðaviðtali vísað þessari gagnrýni ASÍ á bug, segir að íslendingar séu ekki sér á báti í þessu efni sé málið skoðað í alþjóðlegu samhengi. Það er þá greinilegt að ekki er verið að miða við Norðurlöndin þegar því er haldið fram, því við stöndum þeim langt að baki eins og fram kemur í skýyrslunni sem vísað er til. Málinu hefur verið stillt upp þannig að við séum öðrum Norðurlöndum til skammar vegna slælegrar framgöngu í að fullgilda þessar samþykktir. Það er auðvitað rétt. Fyrst og fremst erum við þó sjálfum okkur til skammar. Utgefandi: Alþýðusamband Islands. Ritnefnd: Ari Skúlason, Halldór Grönvold, Snorri S. Konráðsson. Ritstjóri: Guðmundur Rúnar Árnason. Ljósm.: G. Róbert Ágústs- son o.fl. Útlit: Sævar Guðbjörnsson. Prófarkalestur: Ingimar Helgason. Afgreiðsla: Grensásvegur 16a, 108 Reykjavík. Sími: 581 30 44, fax: 568 00 93.Auglýsingar: Áslaug G. Niels- en og Guðmundur Jóhannesson, sím- ar: 533 1850, fax: 533 1855. Umbrot: Blaðasmiðjan. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verkamannasambandíð fundar með stjórnvöldum og viðsemjendum Fyrir skemmstu átti forysta Verkamannasambands ísiands fundi með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og félags- málaráðherra, til að skýra viðhorf sín um þróun mála á vinnumarkaði og það misgengi sem hefur átt sér stað f launa- kjara- og réttindamálum frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 1997. Jafnframt var fundað með fulltrúum Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins um sömu mál. essir fundir eru í samræmi við ályktun formannafundar VMSÍ sem haldinn var á Akur- eyri dagana 28. og 29. október s.l., en þar var framkvæmda- stjóm sambandsins falið að óska eftir viðræðum við samtök at- vinnurekenda og stjórnvöld til að fara yfir hina alvarlegu stöðu málsins. I ályktunni segir að vamaðarorð forsætisráðherra til aðila almenna vinnumarkaðarins um að launahækkanir almennra kjarasamninga væm skref fram af bjargbrúninni hafi ekki átt við þegar ríkisstjórnin kom fram sem atvinnurekandi og gerði kjarasamninga sem innihéldu margfalda þá hækkun sem samið var um á almennum vinnumarkaði. - Við hjá Verkamannasam- bandinu viljum skoða þessi samningamál heildstætt. Við vorum að gera stjórnvöldum grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera sem atvinnurekendur. Þau gátu svosem ekkert mót- mælt því. þetta var ekki kröfu- gerðafundur eða samningafund- ur, heldur vildum við koma á framfæri okkar skoðunum. I framhaldi af þessu hittum við bæði fulltrúa frá Vinnuveitenda- sambandinu og Vinnumálasam- bandinu. Það var svipuð yfir- ferð. Þetta snerist um að koma sjónarmiðum okkar á framfæri varðandi beina kjarasamninga. Þetta á bæði við um réttindamál og launahækkanir. Það er þannig á almenna markaðnum að þegar við erum að semja um einhver réttindamál, þá eru þau vegin beint inn í kostnaðar- hluteildina. Það virðist ekki vera á hinum opinbera markaði, hvort sem snýr að lífeyrismálum eða öðrum réttindum. Það er eitthvað sem liggur til hliðar og á ekki að kosta neitt. Síðan vakna menn upp við kostnaðinn. Hverjir bera hann? Það er okkar fólk sem ber síðan kostnaðinn, eins og er að koma í ljós með hækkunum á útsvari sveitarfé- laga. Það er verið að mylja und- an kaupmáttaraukningunni, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ. Sæmundur Valdimarsson myndhöggvari heiðraður ann 27. nóvember síðastlið- inn heiðraði MFA Sæmund Valdimarsson myndhöggvara í tilefni af 80 ára afmæli hans. Svo sem kunnugt er, hafa tré- skurðarmyndir Sæmundar af konum af ýmsum stærðum og gerðum vakið mikla hrifningu. Sæmundur gaf MFA slíka styttu fyrir nokkrum árum. Hún prýðir nú skólahúsnæðið í gamla Stýri- mannaskólanum og er vörður um þá starfsemi sem þar fer fram, eins og Þorbjörn Guð- mundsson komst að orði þegar hann afhenti Sæmundi viður- kenninguna. Sæmundur sagði af þessu tilefni. - Eg sé að henni hefur liðið vel hér, og ekki hefur hún lagt af. Hún er heldur bústn- ari en ég mundi hana. Sigurjón Valdimarsson, Guðrún Magnúsdóttir eiginkona hans og Þorhjörn Guðmundsson, varaformaður stjórnar MFA við afhendinguna. Stjórnvöld framfylgi lögum um heilsufarsskoðanir Sambandsstjóm ASÍ samþykkti kröfu um að stjómvöld framfylgi 20 ára gömlum lögum um heilsugæslu starfsfólks. Sigurður T. Sigurðsson, flutningsmaður tillögunnar, sagði m.a. í framsögu sinni að lögin væru skýlaus og ótrúlegt að trúnaðarlæknar fyrir- tækja skuli komast upp með að safna upp- lýsingum um starfsfólk og boða það í skoð- anir. í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum segir að heilsuvernd starfsmanna skuli falin þeirri heilsugæslu- stöð eða sjúkrahúsi sem næst liggur og/eða auðveldast er að ná til. Þá er kveðið á um reglulegar heilbrigðisskoðanir. Þrátt fyrir þessi tuttugu ára gömlu ákvæði viðgengst það enn að fyrirtæki feli launuðum trúnaðar- læknum sínum að skoða starfsfólk sem veik- ist og þeir komist jafnvel upp með kalla starfsfólk til sín í skoðun. Að mati sam- bandsstjórnar ASÍ er þetta skýlaust brot á lögunum og í samþykktinni eru stjómvöld vítt fyrir sinnuleysi sitt. þess er krafist að far- ið sé að gildandi lögum. Þá er þess sérstaklega krafist að per- sónulegar upplysingar úr læknisskoðunum starfsmanna fyrirtækja lendi ekki í höndum annarra en heilsugæslustöðva, sjúkrahúsa eða annarra til þess bærra aðila. I umræð- um á fundinum kom fram að trúnaðarlækn- ar fyrirtækja safni nú slíkum upplýsingum óáreittir og nefnd voru dæmi þess að upp- lysingar endi beint hjá starfsmannastjórum atvinnurekenda. í sumum tilvikum er trún- aðarlæknir jafnframt heimilislæknir við- komandi starfsmanna sem hann veitir at- vinnurekendum upplýsingar um. í greinargerð Sigurðar T. Sigurðssonar með ályktuninni segir að með aðgerðaleysi sínu séu stjómvöld að taka þátt í brjóta lög á starfsfólki og taka þátt í siðlausu fram- ferði varðandi meðferð persónulegra upp- lýsinga um starfsfólk fyrirtækja. ÞJ'O O. •Rg Næst stærsta verkalýðsfélag landsins Þann 5. desember næstkomandi er fyrirhugaður fundur þar sem verkalýðsfélögin Dagsbrún-Framsókn, Sókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum verða sameinuð. Sam- einingin á sér nokkurn aðdraganda. Svo sem kunnugt er, / Aður en til sameiningar kom, hafði Sókn óskað eftir aðild að viðræðum um sameiningu, en ferlið var þá komið það langt að ekki var talið ráðlegt að sameina öll félögin að svo stöddu. Hins vegar var lýst vilja til að taka málið upp síðar. Auk þess barst kveðja á stofnfundinn frá Félagi starfsfólks í veitingahúsum, þar sem farið var fram á viðræður um hugsanlega aðild. I janúar á þessu ári var ósk Sóknar síðan lögð fram með formlegum hætti, eftir að stjómin hafði fengið formlegt umboð til að fara í viðræður um sameiningu. Vinnuhóp- ur hefur unnið að undirbúningi málsins, þar sem sæti eiga fulltrúar allra félaganna. þessi vinna er að mestu leyti frágengin, að því sameinuðust Verkamannafélagið Dagsbrún og Verka- kvennafélagið Framsókn í eitt félag þann 6. desember á síðasta ári. Dagsbrún og Framsókn voru síðan lögð niður á aðalfundum í aprfl sl. tillögur um deildaskiptingu lagðar fyrir að- alfund árið 1999. Félagsmenn verða alls um 12.000, en „gegnumstreymi" um 20.000 manns með þeim sem tímabundið þiggja laun samkvæmt samningum félagsins án þess að ganga í það með formlegum hætti, svo sem skólafólk. Af þessum 12.000 koma um 6.300 úr Dagsbrún - Framsókn, um 4.000 úr Sókn og yfir 2.000 úr Félagi starfsfólks í veitingahúsum. Alls verða launagreiðendum á ellefta hundrað, þar af nokkrir mjög stórir svo sem ríki og borg. Nýja félagið verður næst stærsta verkalýðs- félag landsins, næst á eftir Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. undanskildu að eftir er að finna nafn á hið nýja félag. Það verður ekki gert fyrr en eftir stofnfundinn 5. desember. Eldri félögin koma til með að hætta starfsemi, að öðru leyti en því sem snýr að skilum, þar með talið hið ársgamla félag Dagsbrún og Fram- sókn - stéttarfélag. Slópt og öllugt lólag 1 hinu nýja félagi verða stjómarmenn alls 21, þar af tveir varaformenn. Markmiðið er að fulltrúar úr öllum helstu starfsgreinum eigi sína fulltrúa í stjórninni. Gert er ráð fyrir að trúnaðarráð verði skipað alls 130. Félagið verður deildaskipt og verða nánari 2 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.