Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 15
kvæði sem stuðli að því að hliðrað sé verulega til á vinnustöðum til þess að vinnufærar þungaðar konur geti unnið launað starf án þess að heilsu þeirra sjálfra eða ófæddra bama þeirra sé hætta búin. Það þýðir að leitast skuli við að færa þær til í starfi eða breyta vinnu- skipulagi fyrir þær, þar á meðal vinnu- tíma. Þetta á að gera án þess að þær missi nokkurs í launum. Þetta hafði ekki verið gert. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að tilskipunina bæri að túlka þannig að hinn þungaði starfsmaður skyldi halda fullum launum frá launa- greðanda sínum. I lauslegri þýðingu varð niðurstaðan þessi: „Það er andstætt til- skipunum 76/207 og 92/85 ef landslög gera ráð fyrir því að launagreiðandi geti sent þungaðan vinnufæran starfsmann sinn heim, án þess að greiða henni full laun, þegar hann telur sig ekki hafa vinnu fyrir hana.“ Nú fjallar þessi dómur um viðskipti danskrar konu við danskan vinnuveit- anda og byggir á tilskipun Evrópusam- bandsins. Skiptir hann máli hér á ís- landi? - Já, tvímælalaust gerir hann það. ís- lenska ríkinu ber að leiða í lög eða full- gilda með öðmm hætti tilskipun Evrópu- sambandsins nr. 92/85. Það er hluti af þeim skuldbindingum sem við tókum á okkur með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta hefur ekki verið gert þrátt fyrir að ASÍ hafi ítrekað reynt að knýja ráðuneyti félagsmála og heil- brigðis- og tryggingamála til að standa við þær skuldbindingar sem tilskipun nr. 92/85 leggur þeim á herðar. Það ber að túlka tilskipanir Evrópusambandsins eins á öllu EES-svæðinu og túlkanir Evrópu- dómstólsins skipta þar grundvallarmáli og hann hefur nú tjáð sig um hvernig með skuli fara. Eins og alkunna er hefur ASI hótað að kæra íslenska ríkið til Eftirlitsstofnun- ar EES fyrir að hafa ekki fullgilt þessa tilskipun um réttarstöðu þungaðra kvenna með fullnægjandi hætti. Breytir þessi dómur nokkru í því efni? - Nei það gerir hann ekki. Kærunni var hótað þar sem íslenska ríkið hefur ekki gert minnstu tilraun til þess að tryggja þunguðum vinnufærum konum þann rétt sem þeim hefur nú verið dæmdur, þrátt fyrir að hafa haft til þess ærinn tíma og tækifæri. Það má að sjálf- sögðu vona að ráðherramir og þá sér- staklega forsætisráðherra átti sig á alvöru málsins og geri í snarheitum þær úrbætur sem þörf er á. Kæruefnin eru hins vegar fleiri en bara um rétt vinnufærra þung- aðra kvenna þannig að það er ýmislegt fleira sem þarf að lagfæra. Það breytir því ekki að dómurinn er kærkomin stað- festing á málefnalegum og rökstuddum sjónarmiðum ASI um hluta þeirra rétt- inda sem krafist hefur verið úrbóta á. Þann 19. nóvember s.l. gekk dómur í Evrópudómstólnum um ráttindi þungaðra kvenna. Það er Ijóst að hér er um að ræða mál sem kemur til með að hafa áhrif hér á landi, ekki síst vegna þeirrar hótunar ASÍ að kæra íslenska ríkið til Eftirlitsstofnunar EES fyrir að hafa ekki tryggt þunguðum konum hér á landi þau réttindi sem þeim ber samkvæmt til- skipun Evrópusambands- ins. Magnús Norðdal, lög- fræðingur ASÍ segir eftirfar- andi um dóminn: vungaðri danskri konu var að lækn- isráði verið bannað að vinna fullan vinnudag. Hún fór þess á leit við launa- greiðanda sinn að hún fengi að vinna hluta úr degi en var neitað. Vegna þess varð hún fyrir launatapi og stefndi til heimtu bóta. Þar sem í málinu reyndi m.a. reyndi á tilskipun Evrópusambands- ins nr. 92/85 var álits Evrópudómstólsins leitað. Samkvæmt þessari tilskipun ber aðildarríkjum Evrópusambandsins að sjá til þess að í löggjöf þeirra séu sett á- Sendum launafólki bestu óskir um gleðilega jólahátíð ogfarsæld á komandi ári. Þökkum samstarf á liðnu ári. MÚRARAFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍÐUMÚLA 25, 108 REYKJAVÍK SÍMI568 2255 Olíufálagið hf OPIN KERFI HF HEWLETT® PACKARD Sími 533 5000 TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Vinnan 15

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.