Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 9
Á heimasíöu áhaínaleigunnar Intership í Limassol á Kýpur er hægt að setja saman áhöfn að eigin vali, hæði hvað varðar stöður og pjóðerni, og lá svo „pakkatilboð". Dæmi um áhafnaleigur $ File Edit View Go Bookmarks Options Directory Windo □ =— 1 ■ ---- —Netscape: Intership Navigati Maritime Support Services PTE Ltd. www.mssvcs.com Fyrirtæki frá Singapore með starf- semi í Limassol á Kýpur. Býður upp á sjómenn af ýmsum þjóðernum, hvort sem heila áhöfn eða hluta áhafnar. Er með skrifstofur á Filipseyjum, í Myamnar, Indónesíu, Pakistan, Ind- landi, Bangladesh, Kína, Póllandi, Króatíu og Bretlandi, „til að uppfylla allar óskir viðskiptavina um þjóðerni". Columbia www.columbia.com.cy Fyrirtæki með aðsetur í Limassol á Kýpur. Býður upp á „pakkalausnir í á- hafnamálum sem eru hannaðar til að losa eigendur undan allri byrði við að manna skip“. Columbia lofar því einnig að „mögulegir áhafnameðlimir séu færir um túlka og skiija grund- vallar fyrirmæli11. Er með 7000 sjó- menn á sínum vegum víða um höfin. Andreea Trading www.impromex.ro/andreea Rúmenskt fyrirtæki sem býður upp á rúmenska sjómenn í allar stöður og lofar því að yfirmenn tali, lesi og skrifi „fullnægjandi11 ensku fyrir starfið. Andreea Trading býður einnig upp á starfsfólk til olíuvinnslu, í fiskvinnslu og margt fleira. Sérstaklega er tekið fram að fyrirtækið sé reiðubúið til samninga um tilboð og hugmyndir viðskiptavina, t.d. um launakjör. V. Ships www.transerve.com/vships Fyrirtæki, skráð á Kýpur en er hluti af Vlasov Group fyrirtækjasamsteyp- unni í Monakó. Er með ráðningarskrif- stofur í Bombay, Genúu, Gdynia, Odessa, Manila og Nýju Dehlí og yfir 4.500 sjómenn á sínum vegum. Sea Factor www.blacksea.com.ua Fyrirtæki í Sevastopol, Úkraínu sem útvegar ekki aðeins farmenn heldur einnig fiskimenn og fiskverka- fólk. Er meðal annars með samninga við Sandypool útgerðina og fiskvinnsl- una í írlandi. Um 70 starfsmenn Sea Factor eru í útleigu til Seawind fisk- vinnslunnar og jafn margir starfa hjá Marlin-2 fiskvinnslunni. Crystal Marine www.crystal.tn.odessa.ua Úkraínsk áhafnaleiga sem kveðst senda sjómenn til erlendra skipa og nefnir sérstaklega þýsk skip í því sambandi. Segir alla yfirmenn tala, rita og skrifa Ensku sem „nægi fyrir starfið". Um aðra segir aðeins að þeir tali „nægilega Ensku fyrir starfið". Seleznev & Co http://users.odessa.net/~seleznev Úkraínsk áhafnaleiga sem birtir m.a. samningana við sjómennina á heimasíðu sinni. Univis www.univis.uptel.net Fyrirtæki í Úkraínu sem kveðst hafa mannað meira en 80 skip af öll- um gerðum, m.a. á Bretlandi, írlandi, í Grikklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Interorient www.interorient.com.cy/crewmana. htm Áhafnaleiga á Kýpur sem auglýsir að hún bjóði upp á heildarpakka til að hámarka hagnað útgerða. NpShipp.Co http://members.tripod.com/~Terminal_T Þessi rúmenska áhafnaleiga býður ekki aðeins upp á sjómenn á allar gerðir skipa heldur einnig upp á starfsfólk fyrir iðnað, matvælafram- leiðslu, hótel, heilbrigðisþjónustu, byggingavinnu og margt fleira. Þá út- vegar áhafnaleigan einnig tónlistar- menn, dansara og fleiri skemmtikrafta fyrir fljótandi spilavíti. ENSI www.iclub.lv/ensi/ Lettnesk áhafnaleiga með aðsetur í Riga. Lofar að allir sjómenn hafi undirgengist árlega heilsufarsskoðun og séu án „nokkurra slæmra ávana“. Útvegar áhafnir í samræmi við þarfir hvers og eins viðskiptavinar. Supermanning www.supermanning.com Ein af stærstu áhafnaleigun- um á Filipseyjum birtir verðlista á heimasíðu sinni. Þar kemur m.a. fram að hægt er að fá messagutta fyrir 364 bandaríkja- dali eða rétt rúmlega 25.000 kr. á mánuði og innifalið í þessum launum eru 85 yfirvinnutímar. Ur verðskrá einnar af stærstu áhafnaleigunum á Filipseyjum Launin eru gefin upp í bandaríkjudölum og íslenskum krónum. Yfirvinnuskyldan sem greitt er fyrir er 85 tímar á mánuði. 3. vélstjóri: Loftskeytamaður: Mánaðarlaun: 850 / 59.500 850 / 59.500 Yfirvinna: 255/17.850 255/17.850 Heildarlaun: 1.105/77.350 1.105/77.350 Bátsmaður: 800/56.000 240/16.800 1.040/72.800 Rafvirki: 750 / 52.500 225/15.750 975 / 68.250 Kokkur: 750/52.500 225/15.750 975/68.250 Sérhæfðursjóm.: 475 / 33.250 142/9.940 617/43.190 Venjul. sjóm.: 375 / 26.250 113/7.910 488/34.160 Messagutti: 280/19.600 84 / 5.880 364/25.480 Kadet í vél og á dekk: 250/17.500 „allowance11 (heimild: http://www.supermanning.com/deck&eng.htm). Langur vinnu- tfmi veldur slysum Nýleg skýrsla Alþjóða- sambands flutninga- verkamanna leiðir í ljós að alltof langur vinnu- tími og sífelld þreyta sjó- manna vegna vinnuálags ógnar öryggi bæði sjófar- enda og lífríkisins í haf- inu. Könnunin náði til 2500 sjómanna frá 60 þjóð- um. Hún leiddi m.a. í ljós að 30% farmanna vinna 12 stundir á dag eða lengur. 36% fá ekki 10 tíma lág- markshvfld og 18% fá ekki reglulega 6 stunda hvíld. Tæpur helmingur að- spurðra taldi að of langur vinnutími væri ógnun við öryggi á höfunum. 60% sögðu að ástandið færi versnandi. - A skipi sem ég var á áður vann ég 12 til 15 tíma á dag og náði aldrei sex tíma samfelldum svefni. Ég vann 87 tíma vinnuviku t þrjá mánuði. Ég gerði reglulega mistök við að setja stefnuna og við stjóm skipsins og þorði ekki að setjast á vöktunum, sagði einn fyrsti stýrimaður í könnuninni. I skýrslunni er líka skráð tilvik þar sem yfir- menn á vakt „dottuðu“ við stjómvölinn á hraðskreið- um ferjum og grein frá því þegar fraktskip sigldi á ol- íuskip eftir að vaktmaður, sem hafði aðeins sofið í tvo og hálfan tíma síðstu 33 tímana, sofnaði út af. ITF kallar eftir nýjum og hertum reglum og vill fjölga aftur í áhöfnum skipa. RAFMOTORAR Gylliboð til áhafnaleiga á Kýpur Kýpur býður erlendum fyrirtækj- um sérstaka skráningu í landinu sem „Offshore Entity“ enda sé meg- instarfsvið þeirra utan Kýpur, þau í eigu erlendra aðila og afli bæði fjár- magns og tekna utan Kýpur. Meðal þess sem í boði er má nefna: Skatt- frelsi eða stórlega lækkað skatthlut- fall á flestum sviðum tekjuskatts og fjármagnstekjuskatts, lækkaðan tekjuskatt fyrir erlenda starfsmenn, niðurfellingu fasteignagjalda, lausn frá eftirliti með gjaldeyrisviðskiptum, undanþágu frá virðisaukaskatti, undanþágu frá stimpilgjöldum, und- anþágu frá þátttöku í almannatrygg- ingum og verslun án tolla. Tvísköttunarsamningan í upplýsingum um tilboð til er- lendra fyrirtækja sem vilja skrá að- setur sitt á Kýpur er sérstaklega tekið fram hve hagstætt það sé að opna alþjóðlegar áhafnaleigur vegna þess hve víðtæka samninga um afnám tvísköttunar Kýpur hafi við önnur ríki, þeirra á meðal við Rússland, Fólland, Kína, Slóvakíu, Tékkland, Indland og Sýrland. Er- lendir starfsmenn áhafnaleiga á Kýpur, sem vinna utan Kýpur, greiða 10% af venjulegum tekju- skatti Kýpverja en séu launin greidd í gegnum banka á Kýpur fellur skatturinn alveg niður. Bæði starfs- menn og fyrirtæki geta þannig náð algeru skattfrelsi í vissum tilfellum sem þýðir m.a. að fyrirtækin geta leigt starfsmennina út ódýrar en þar sem greiða verður skatt af launum þeirra. ▼ Öflugur valkostur T Hagstætt verð ▼ Stærðir: 0.12 kW - 315 kW. T Sérpantanir og valið er einfalt Vatnagarðar 10*104 Reykjavík S: 568-5855 • Fax: 568-9974 • www.volti.is Vinnan 9

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.