Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 11
Með kennarapróf í fiskvinnslu á Vestfjörðnm í notalegri íbúð í fjölbýlishúsi í Króknum á ísafirði búa þau Li- dia Nawrocka frá Póllandi og Fjölnir Már Baldursson verslun- armaður. Næsta hús handan götunnar er reyndar hraðfrysti- hús íshúsfélags ísfirðinga, þannig að ekki er langt f vinn- una fyrir Lidiu eftir að hún fór að starfa þar, en áður vann hún í Hraðfrystihúsinu f Hnífsdal. Sambúð þeirra Lidiu og Fjölnis hefur staðið á þriðja ár og senn er von á fjölgun á heimilinu, þannig að hún er núkomin f barnsburðarleyfi úr íshúsfélag- inu. Lidia er meðal þeirra fjöl- mörgu Pólverja, sem komið hafa til Vestfjarða á liðnum árum úr atvinnuleysinu heima og hafa að margra áliti hrein- lega bjargað fiskvinnslunni hér. Lidia Nawrocka er 36 ára að aldri en lítur vissulega út fyrir að vera miklu yngri. Hún er bamakennari að mennt og kom til Islands frá Póllandi fyrir fjórum árum ásamt sex öðrum konum, gagngert til að vinna hér í fiski. Fyrstu þrjú árin starfaði hún í Hnífsdal en síðasta árið hefur hún unnið á Isafirði. Lidia er frá bað- strandarbænum og ferðamannabæn- um Sopot á Eystrasaltsströnd Pól- lands, milli hafnarborganna Gdansk og Gdynia. Við setjumst að expressó-kaffi á hlýlegu og vistlegu heimili Lidiu og Fjölnis Más við Fjarðarstrætið og ræðum einkum um muninn á Islandi og Póllandi og lífinu og kjörunum og siðvenjunum í þessum löndum. — Ætli það sé helst munurinn á lífskjör- um hér og heima í Póllandi sem rekur fólk þaðan, margt af því langskóla- gengið, í fiskvinnslu norður á hjara veraldar? Atvinnuleysið ræðup meipu en kjörin - Launin hér em mun hærri, segir Li- dia, - en verðlagið hér er líka hærra. Verðlag er mjög lágt í Póllandi. Það kostar sáralítið að bregða sér á kaffi- hús og þar gerir fólk miklu meira af því að hitta vini og kunningja með þeim hætti en hér. Hins vegar hefur atvinnuleysið í Póllandi væntanlega ráðið meira um að Pólverjar hafa leit- að til Islands eftir vinnu. Enda þótt mikill uppgangur hafi verið í pólsku atvinnulífi á síðustu árum, þá situr alltaf einhver hópur eftir, í sumum tilvikum heilu stéttimar. Pólska samfélagið á Vestfjörðum Pólskt verkafólk er ótrúlega fjöl- mennt í byggðunum á norðanverðum Vestfjörðum ef miðað er við fólks- fjölda. Langmest er af kvenfólki; karlmennimir eru sárafáir. A svæðinu frá Bolungarvík og Súðavík og til Þingeyrar eru líklega hátt á annað hundrað Pólverjar, þar af stærsti hlut- inn á Þingeyri eða um 60-70 manns. Margir hafa dvalist hér lengi og ýms- ir fest ráð sitt, en sumir koma til að vinna hér í sex mánuði eða svo og fara svo aftur. Af þeim sjö konum sem komu í hópi Lidiu fyrir fjórum árum eru þrjár enn á Islandi, þar af - Hlynup Þbp Magnússon pæðip við Lidiu niawpocka Ipú Pállandi og ísfipskan sambýlismann hennap um mismuninn á lífinu í Póllandi og á íslandi tvær hér vestra, og allar komnar í sambúð. Þau Fjölnir hafa búið saman í rúm tvö ár og eiga von á bami fljót- lega eftir áramótin, þannig að Lidia hefur tekið sér hié frá vinnunni um sinn. Fyrstu jólin sín á Islandi hélt Lidia í verbúð í Hm'fsdal að pólskum hætti með löndum sínum. Um jólin fyrir tveimur áram fór Fjölnir hins vegar með Lidiu í heimsókn til tengdafólks síns í Póllandi. Þar á hún þar átján ára dóttur, sem er í skóla á vetrum en hefur komið til Islands til móður sinnar tvö síðustu sumur. Helsti hátíðamaturinn er fiskun Jólahald í Póllandi er talsvert frá- brugðið því sem hér tíðkast. Miklu meira er lagt upp úr jólagjöfum á Is- landi en í Póllandi. Helsta jólamáltíð Pólverja er á aðfangadagskvöld, enda er hátíðablærinn meiri þá en á sjálfan jóladag, og þá er alls ekki borðað kjöt, heldur fiskréttir, grænmetisréttir og súpur. - Þetta er flottur matur og margir og fjölbreyttir réttir, segir Fjölnir. Ein helsta fisktegundin á jólaborðinu er hinn frægi vatnakarpi, feitur og fallegur og væntanlega held- ur fágætur á íslenskum borðum. Þar era líka salöt ýmiskonar, ávaxtasúpur og sérstakar kökur með fyllingu af sveppum og ýmsu öðru góðgæti. A fyrri árum var fiskurinn ekki ríflega útilátinn, ekki einu sinni á jólunum, en þeim mun meira um grænmetis- rétti og súpur. Fólk hafði hreinlega ekki efni á því að kaupa mikinn fisk og hann var því aðeins til hátíða- brigða. Af trúarástæðum neyta kaþ- ólskir ekki kjöts á aðfangadag, en kaþólska kirkjan er mjög öflug í Pól- landi. Á íslandi er fiskur tiltölulega ódýr í samanburði við það sem gerist suð- ur í Evrópu. Fyrir utan trúarástæður er hann einnig þess vegna sérstakur hátíðamatur hjá Pólverjum. Margvís- legir fínir síldarréttir eru þar í háveg- um. Bpauðið bpotið í sameiningu Hátíðarmáltíðin á aðfangadagskvöld- ið í Póllandi hefst klukkan sex með því að fjölskyldan brýtur brauðið í sameiningu. Hver um sig fær sérstakt þunnt brauð, svipað oblátu en öllu stærra, og brýtur af og síðan skiptist fólk á brauðbitum og óskar hvert öðru velfarnaðar. Svo er farið með bæn í sameiningu áður en tekið er til við hátíðarmatinn. Um miðnætti fara margir til messu. I öllum kaþólskum kirkjum í Póllandi hefur þá verið komið fyrir líkönum af fjárhúsinu og jötunni í Betlehem, þar sem vitring- amir þrír frá Austurlöndum færa ný- fæddu Jesúbaminu gjafir og votta því Lidia Nawrocka og Fjölnir Már Baldursson. virðingu sína. Talsverður metnaður er milli kirkna um að lrkanið sé sem best úr garði gert. Á heimilum eru jólatré líkt og á Islandi. Lidia hefur aldrei bragðað íslensk- an hákarl, og reyndar borðar hús- bóndinn hann ekki heldur, þótt vest- firskur sé að ætt og uppruna. Aftur á móti er íslenski harðfiskurinn í mikl- um metum hjá Lidiu. Á heimaslóðum hennar borðar fólk helst ekki kinda- kjöt. Undirrituðum er minnisstætt frá dvöl sinni í Þýskalandi á sínum tíma, að þar þótti lambakjöt hinn versti matur. Aftur á móti er svínakjöt oft á borðum í Póllandi og ekki síður kjúklingar, enda era þeir mjög ódýrir. Samheldni pélska vepkalélksins töluverð Eru mikil samskipti og félagslíf hjá Pólverjum innbyrðis hérna? - Samskiptin og samheldnin era talsverð og Pólverjarnir halda sig töluvert mikið út af fyrir sig. Það fer einkum eftir vinnustöðum. Þeir sem vinna saman hittast oft utan vinnunn- ar líka, segir Lidia. Þegar hún bjó í verbúð í samfélagi við landa sína um- gekkst hún þá mest og hópurinn náði þá takmörkuðum tengslum við inn- fædda. Slíkt hefur vissulega tafið fyr- ir íslenskunáminu hjá fólkinu. Þetta breyttist mikið þegar hún fór búa í eigin íbúð með íslenskum manni. Er mikið um að pólskar stúlkur séu komnar í sambúð með Islending- um? -Já, talsvert er um það, en ekki síður að pólsku stúlkumar haft farið í sambúð með erlendum mönnum sem hingað hafa komið til vinnu frá ýms- um löndum. Fjölnir Már: -Hins vegar er ekki óeðlilegt, að þegar allur þessi kvennablómi kemur hingað í plássin renni ungir heimamenn hýru auga til stúlknanna og eitthvað meira verði út því. Ekki á förum til Póllands Meðal þess sem Lidiu finnst ólíkt með vestfirskum bæjum og því sem hún átti að venjast heima, er hvað samfélögin hér eru lítil. I ljósi þess að efnahagur og atvinnuástand í Pól- landi fer batnandi ár frá ári má spyrja: - Eigið þið einhverja drauma um að flytjast til Póllands með tíð og tíma? - Nei, við höfum ekki nein áform um það, segir Fjölnir. -Hins vegar á Lidia íbúð heima í Póllandi, sem okkur langar til að gera upp. Dóttir hennar er að ljúka menntaskóla. Ef hún fer síðan í háskóla á heimaslóð- um er ætlunin er að hún geti notað í- búðina eftir að búið er að gera hana upp. Hins vegar kemur líka til greina að hún komi til Islands og stundi nám í Háskóla Islands, þegar hún hefur náð nægilegum tökum á íslenskunni. Stpangap hreinlætiskröfur á íslandi Er vinnan í fiskvinnslunni mjög erf- ið? -Nei, ekki get ég sagt það, segir Lidia. Og hún nefnir jafnframt að það sé alveg sérstakt hversu strangar hreinlætiskröfumar era í fiskvinnslu- húsunum hér, svo og í verslunum. -Sumar búðir sem maður sér í Póllandi fengju örugglega ekki að starfa hér á landi, segir Fjölnir. -Kröfumar þar eru greinilega aðrar en hér á landi. Aftur á móti er upp- byggingin þar mjög hröð þessi árin og nýtísku stórmarkaðir á borð við Kringluna famir að spretta upp í stór- borgunum. Það vakti athygli fyrir nokkrum árum, þegar hingað var að koma há- menntað fólk úr atvinnuleysinu í Pól- landi til að vinna í fiski — verkfræð- ingar, læknar, arkitektar, tölvufræð- ingar o.s.frv. Það kemur í ljós, að Li- dia á að baki tveggja ára kennarahá- skólanám og hefur réttindi sem kenn- ari í leikskóla og bamaskóla upp í tíu ára aldur. Ein þeirra kvenna sem komu samtímis henni til Islands var fatahönnuður að mennt. Þeir Pólverj- ar sem hafa komið hingað allra síð- ustu árin eru hins vegar fyrst og fremst verkafólk og bændafólk utan af landi. Vetupnip élíkip og vindupinn hvimleiðup Hvernig er íslenski veturinn? -Hann er nú ekki svo kaldur, segir Lidia. -Frostið er yfirleitt meira á vetuma heima í Póllandi en hér, en jafnframt eru þar stillur að öllum jafnaði, logn og sólskin á hverjum degi langtímum saman. Hér er veður miklu óstöðugra og hríðaráhlaupin og stórviðrin hér eru miklu harðari en ég á að venjast að heiman. Hér getur komið alveg brjálað veður og þessi sífelldi vindur finnst mér dálítið hvimleiður! En sumurin era góð. Þá skreppum við til Flateyrar og Þing- eyrar og inn í Djúp og það er ákaf- lega gaman að fara í berjamó þegar sumri hallar. Við ljúkum úr expressó-bollunum, rísum á fætur og gáum til veðurs. Nú er nærri því logn, úrkomulaust og hiti nálægt frostmarki, þannig að senni- lega verður norðaustan hvassviðri með snjókomu á morgun, ef við þekkjum rétt duttlungana í veðurfar- inu við Dumbshaf. En þá er bara að líta rúmlega hálft ár fram í tímann, þegar vestfirsk náttúra stendur í blóma og berin inni í Djúpi bíða þess að verða tínd. Það er kostur hinna vá- lyndu veðra, að þau kenna manni að njóta góðu daganna ennþá betur. RAFSUÐUMENN - VÉLSMIÐIR - TRÉSMIÐIR - VÉLSMIÐJUR - TRÉSMIÐJUR - IDNAÐARMENN Örywisskór í urvali Cott úrval nf allskyns öryggisskóm • stígvél • uppreimaðir • leður • ruskinn • mokkasínur • ökklaskór • heilsuskór Auk pess höfum við: Hlifðarhjálma Öryggisgleraugu Hlífðarfatnað Slipivörur Rafsuðuvélar Rafsuðukapla Rafsuðuhjálma Rafsuðutangir Jarðsambönd Hitakrítar Heilsumottur Hreinsiklúta Silfurslaglóð og fleira... Suðurlandsbraut 12 • 108 Reykjavík Sími 588 2288 • Fax 588 2230 ...það gatur verið gntt Vinnan 11

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.