Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 17
Eldra fólk mikilvægt á vinnnstöðum Á vesturlöndum er eldra fólk sífelt mikilvægari hóp- ur á vinnustöðum. Þetta á sérstaklega við um vinnu- staði þar sem störfin eru cinstaklingsbundin. Þar hentar það eldra fólki að vinna lengur en annars staðar. Þetta m.a. kom fram á alþjóðlegri vinnu- verndarráðstefnu, sem ný- lega var haldin í Kaup- mannahöfn. Athuganir á viðhorfum sænskra atvinnurekenda til aldurs starfsfólks hafa leitt í Ijós að þeir vilja helst ekki ráða fólk í vinnu sem er 55 ára eða eldra. Þetta á sjálfsagt við um atvinnurekendur í mörgum öðrum löndum. Nú er það hins vegar að renna upp fyrir mönnum að árgangamir se’m koma inn á vinnumarkaðinn á næstu árum, em litlir í saman- burði við eldri árganga. Þetta á m.a.við mörg Evrópulönd, Bandaríkin og Japan. Af þess- um sökum beinist nú athyglin að því með hvaða hætti er best koma í veg fyrir þeir eldri hætti störfum of snemma. Danska ríkisstjómin veitti t.d. í vor 25 milljónum danskra króna til sérstaks átaks í þessu skyni. „Það vantar fólk og í mörg- um starfsgreinum er erfitt að fá fólk með rétta menntun og reynslu. I byggingariðnaðin- um hafa menn séð kostina við það að ráða eldri, t.d. handiðn- aðarmenn, sem hafa góða tillfinningu fyrir því efni sem þeir vinna með. Sömu reynslu höfum við frá bönkum og öðr- um vinnustöðum í fjármagns- geiranum", segir Leif Simon- sen hjá dönsku vinnuumhverf- isstofuninni. Simonsen telur að víða í atvinnulífinu ráði fordómar í garð eldra starfsfólks. Til dæmis að eldra fólk eigi erfiðara með að læra og tileinka sér nýjungar. Þess vegna er þeim eldri ekki gef- inn kostur á að sækja nám- skeið. Vandamálið er ekki ald- ur einstaklinganna, samkvæmt því sem Simonsen heldur fram. Spumingin er fyrst og fremst sú hvort fyrirtækin eru tilbúin að aðlaga störfin ólík- um einstaklingum. Meðal ann- ars í þeint tilgangi að þeir haldi áfram í stað þess að hætta. „Með réttum aðferðum geta allir lært. Ef til vill tekur það dálítið lengri tíma fyrir þá eldri en eldra fólk á hins vegar auðveldara með að sjá hlutina í stærra samhengi og það er mikill kostur", segir Leif Simonsen. Úrfréttabréfinu Arbetsliv- direkt nr. 8 1998 Víða í atvinnulífinu ríkja fordómar í garð eldra starfsfólks. Með réttum aðferðum geta allir lœrt, segir í greininni. Fyrirtækin hagnast á því að jafna lilut kyiijanna Riitta Partinen, framkvæmda- stjóri jafnréttismála hjá SAK í Finnlandi, segir bæði launafólk og atvinnurekendur hagnast af jafnrétti kynjanna á vinnumark- aði. Norðurlöndin em oft talin vera til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Beinar niðurstöður í þessum efnum eru hins vegar langt frá því að vera til fyrirmyndar að mati Riittu Partinen hjá finnska alþýðusambandinu. I Finnlandi, eins og í öllum ríkjum heims, standa konur ennþá höllum fæti í atvinnulífinu, jafnvel þó að mismununin birtist á „mýkri hátt“ en annars staðar, eins og hún orðar það. - Fyrr á tíðum trúðum við því að mismununin myndi hverfa með bættri löggjöf, þegar konur fengju eins mikla formlega menntun og karlar og þegar vandamálið við að fá bamagæslu fyrir ung böm væri ekki lengur til staðar. Á þessum áratug höfum við þurft að viðurkenna að þetta dugir ekki til, segir Riitta. - Við höfum neyðst til að endurmeta skil- greiningar okkar á ástæðunum fyrir því hvers vegna þau fjölmörgu mikil- vægu skref sem stigin hafa verið til að skapa skilyrði fyrir jafnrétti kynj- anna skili svona fáum áþreifanlegum niðurstöðum á vinnumarkaðnum. Riitta telur að ímynd jafnréttis í Finnland geti verið hluti skýringar- innar. - Við emm orðin vön mismun- un sem gerir okkur blind gagnvart ó- jafnrétti. Almennt séð skilja stjórn- endur fyrirtækja ekki mikilvægi jafn- réttis og það viðheldur aðgerðarleysi þeirra og mismunun. Sumt fólk forð- ast meira að segja að knýja á um jafnrétti því það óttast að verða ein- angrað og stimplað vandræðafólk. Löggjöfin og samningar um jafnrétt- ismál em ekki nógu vel þekkt og loks skortir einfaldlega vilja. FyniPtækin eru að taka við sép - Meðan á efnahagslægðinni stóð í byrjun 10. áratugarins vildu sumir ráðherrar/embættismenn og stjórn- málamenn senda kvenfólk heim af vinnumarkaðnum eða takmarka at- vinnuþátttöku þess við hlutastörf, segir Riitta. - Mikill meirihluti kvenna hafnaði þessum hugmyndum og krafðist fullrar atvinnu. Finnskar konur vita af eigin reynslu að fjár- hagslegt sjálfstæði er besta trygging- in fyrir öryggi og heilbrigðu sjálfs- mati. Þegar talið berst að möguleikun- um til framfara segist Riitta verða vör við nýja þróun sem binda megi mikl- ar vonir við. Að undanfömu hafi orð- ið vart aukins og vaxandi áhuga með- al atvinnurekenda á jafnrétti kynj- anna. - Lykilatriðið er að þeir em að átta sig á að þeir græða á þessu, segir hún. - Það er vaxandi skilningur á því að jafnrétti á vinnustaðnum er ekki aðeins spurning um viðhorf heldur skiptir það fyrirtækið miklu máli fjár- hagslega. Jafnrétti á vinnustað leiðir af sér betri vinnuanda, ánægðara starfsfólk og þar af leiðandi aukin af- köst. Starfsfólk verður stöðugra í starfi og, eins og stjómendur em að átta sig á, ímynd fyrirtækisins batnar bæði innanlands og utan. Riitta segist sjá þróun í þessa átt meðal margra fyrirtækja. Jákvæðari nálgun leiði síðan nær sjálfkrafa til breytinga. Hún bendir á efnaiðnað- inn, eða Irlandsdeild fjölþjóðafyrir- tækisins Akzo-Nobel, sem dæmi. Þegar menn áttuðu sig á því að engar konur sátu í stjóm fyrirtækisins var gerð fimm ára áætlun um virkar að- gerðir í jafnréttismálum sem leiddi til svo skjótra breytinga að í dag er ekki einu sinni þörf á að ræða þessi mál frekar. Fypipmyndap banki Það er ýmislegt í bígerð til að jafna stöðu kynjanna í Finnlandi að sögn Riittu. Til að mynda hafa aðilar vinnumarkaðarins samþykkt að gera tilraun um aukið jafnrétti sem nær til tíu vinnustaða í ýmsum geirum at- vinnulífsins. Niðurstöður tilraunar- innar munu liggja fyrir í júní 1999. Riitta lítur einnig björtum augum á þá vinnu sem nú er lögð í að búa til starfsmat til að koma á jafnrétti. Að- eins 300.000 störf í Finnlandi hafa verið metin með tilliti til þess hvers þau krefjast af starfsfólkinu. Fjöl- mörg störf til viðbótar verða metin á næstu árum og á það mat að treysta þann gmnn sem baráttan fyrir bættri stöðu kvenna byggir þá. Einstakir vinnustaðir em nú mið- depill jafnréttisstefnunnar. - Við emm að reyna að búa til fyrirmyndir sem aðrir geta lært af, segir Riitta. I viðræðum aðila vinnumarkaðarins hefur SAK lagt til að stofnaður verði „fyrirmyndar-banki“ þar sem safnað verði saman dæmum um aðgerðir sem geta nýst sem fyrirmyndir í jafn- réttismálum. Riitta vonast til þess að slíkur banki verði búinn til í Finn- landi haustið 1999 en þá mun Finn- land stýra leiðtogafundi ESB um jafnréttismál. Að fundinum loknum vonast Riitta til unnt verði að setja á fót evrópskan fyrirmyndar-banka. Hvað þátt verkalýðshreyfingarinn- ar varðar segir Riitta mestu skipta að hreyfingin sýni frumkvæði en ýti jafnframt undir virkni í grasrótinni. - Helsta verkefnið er að finna að- ferðir og leiðir sem gefa af sér ótví- ræðan árangur, segir hún. Byggt á netblaði SAK. Verðlaun fyrir norrænt sam- starfsverkefni I þeim tilgangi að efla norrænt samstarf á sviði fullorðins- og al- þýðufræðslu, veitir Nordens Fol- kliga Akademi, NFA, reglulega verðlaun til verkefna sem falla undir þetta viðfangsefni. Verðlaun- in fyrir 1998 nema alls 10.000 sænskum krónum. Verðlaunin að þessu sinni hlaut verkefnið Nor- disk Hándverksforum. Nefndin sem valdi bestu um- sóknimar var þeirrar skoðunar að þrjú verkefni, af þeim 12 sem sótt var um verðlaun til, væm best. Það fyrsta var verkefni sem kallast Embla, frá norðurhluta Svíþjóðar og gekk út á vikunámskeið ætlað konum, atvinnulausum og fólki með litla formlega skólagöngu að' baki, á aldrinum 30-65 ára. Nám- skeiðið skiptist þannig, að fyrst var þriggja daga hópvinna um afmark- að viðfangsefni, fjórða daginn var unnið verkefni og fimmti dagurinn byggðist á samvem, þar sem flétt- að var saman áherslum á þroska einstaklingsins og hópvinnu. Annað verkefnið heitir Mann- eskjan í öndvegi og byggðist á því að dregin vom saman og fléttað í eina heild verkefnum frá þremur löndum, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Þriðja verkefnið og það sem hlaut verðlaunin að þessu sinni var verkefnið Nordisk Hándverks- forum. Hér er um samstarfsverk- efni Dana, Svía og Norðmanna að ræða. I umsögn úthlutunamefndar segir að hér sé um spennandi fmmkvæði að ræða sem geti sam- einað mismunandi sjónarhom leik- manna, fagfólks og fræðimanna. Útgangspunkturinn er gamalt handbragð, vinnuaðferðir hand- verksfólks og reynsla sem er feng- in í leik og starfi. Hér er um mikil- væga menningarlega, félagslega og efnahagslega arfleifð að ræða sem aukin heldur tengist nýrri sýn á umhverfismál. Markmiðið er að koma á fót norrænu rannsóknar- setri um handverk. Helstu viðmiðanir úthlutunar- nefndarinnar voru, að verkefnin hefðu norræna vídd, tengdu saman hefð og framtíðarsýn, rannsóknir og aðgerðir, frístundahandverk og það sem stundað er í atvinnuskyni. Sendum félögum okkar ogfjölskyldum þeirra hátíðakveðjur og óskir umfarsœld á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu. G fíus sssímmum ÞJÓNUSTUSAMBAND ÍSLANDS ffi w Landssamband ibnverkafólks Rafiðnaðarsamband íslands HuJI Landssamband. íslenzkra verzlunarmanna Sjómannasamband íslands =*= Samíðn Illl SAMBANDIÐNFÉLAGA Vinnan 17

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.