Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 20
nnan Vinnan tekur heilshug- ar undir þau varnaðar- orð sem birtast í átaki bifreíðatryggingafé- iaganna, Læknafélags íslands, lögreglunnar og Umferðaráðs. „End- um ekki jólagleðina með ölvunarakstri“. ^DOMINO'S PIZZA; sími 58* 2345 Skattahækkunum í Reykjavík mótmælt Á fundi formanna landssambanda ASÍ þann 30. nóvember 1998 var samþykkt harð- orð ályktun gegn fyrirhugaðri skattahækkun meirihlutans í borgarstjórn Reykjavík- ur. Skorað er á borgarstjórn að hverfa frá þessum fyrirætlunum. Ályktunin er svohljóðandi: Formenn landssambanda ASÍ minna á að Alþýðusamband ís- lands og einstök landssambönd innan þess hafa ítrekað varað við þenslu og verðbólgu hjá hinu opinbera. Sveitar- félög hafa verið að auka útgjöld sín langt umfram það sem þau hafa svig- rúm til og þannig sýnt ábyrgðarleysi sem nú bitnar á almennu launafólki. Launafólk á almennum vinnu- markaði samdi á grundvelli áfram- haldandi stöðugleika og lágrar verð- Aðilar vinnumarkaðarins koma með ákveðnari hætti að menntamálunum Sammennt varð til árið 1990 og var ætlað að vera ákveðinn bak- hjarl þegar Islendingar hófu fyrst þátttöku í menntasamstarfi á Evrópu- vettvangi. Starfsmenntafélagið var stofnað árið 1995 og var tilraun til að efla og þróa samstarf skóla, félaga og samtaka í atvinnulífinu á sviði starfs- menntunar. Meira en samneinari gömlu félaganna I máli Halldórs Grönvold sem kynnti aðdragandann að stofnun félagsins fyrir hönd undirbúningshóps, kom fram að það hefði legið fyrir um nokkurt skeið að endurmeta þyrfti starfsemi þessara félaga í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefði af starfi þeirra. Annað sem kallaði á endur- mat starfseminnar væru þær miklu breytingar sem hafa orðið og eru fyr- irsjáanlegar á öllu umhverfi mennt- unar fyrir einstaklinga, atvinnulífið og starfsemi skólastofnana og ann- arra fræðsluaðila. Þannig á starfsemi Menntar að verða annað og meira en samnefnari fyrir starf þeirra félaga sem Mennt er sprottið af. Horft er til nánara samstarfs á öllum sviðum, bæði yfirfærslu þekkingar milli þeirra aðila sem að Mennt standa sem og virkari þátttöku atvinnulífs og skóla í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði menntunar. Með stofnun Menntar er einnig verið að staðfesta stöðugt vaxandi áherslu atvinnulífs- ins á mikilvægi menntunar, traustrar grunnmenntunar og símenntunar, fyrir fólk á vinnumarkaði sagði Hall- dór. fluka hagsæld með góðri menntun Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, á- varpaði stofnfundinn. Hann sagði m.a. - Samtök launafólks og atvinnu- Vísitala húsa- leigu afnumin r Ikjölfar sameiginlegra mót- mæla ASÍ og VSÍ gegn vísi- tölutengingu húsaleigu og er- inda frá ASÍ til stjórnvalda, er nú komið fram stjórnarfrumvarp þess efnis aö samhengi visitölu og húsaleigu veröi rofið. Um er ræöa mikilvægt hagsmunamál fyrir stóran hóps fólks og rökin fyrir vísitölutengingunni eru löngu horfin. Til aö fylgja mál- inu enn frekar eftir var sam- þykkt á fundi sambandsstjórnar ASÍ, ályktun þar sem krafa ASÍ var ítrekuð og því mótmælt að sjálfvirkar verðbætur hækki húsaleigu fólks. rekenda hafa á undanfömum árum átt í margvíslegu formlegu og óform- legu samstarfi um menntamál í þágu atvinnulífsins. Þar sem þetta samstarf hefur náð lengst hefur það leitt til uppbyggingar og starfrækslu öflugra fræðslumiðstöðva starfs- og atvinnu- greina. A seinustu misserum hefur komið fram almenn og aukin áhersla og áhugi hjá bæði fyrirtækjum og starfsmönnum á að auka hagsæld með góðri menntun. Grétar sagði stofnun Menntar í raun marka tíma- mót. Hún endurspeglaði vaxandi skilning á mikilvægi menntunar fyrir einstaklinga og atvinnulífið allt og vilja heildarsamtaka á vinnumarkaði til að koma með ákveðnari hætti að uppbyggingu á þessu sviði. - Mark- miðin með stofnun Menntar eru að mínu viti einföld og skýr: Að auka menntun og hæfni einstaklinganna og efla og treysta starfsemi fyrirtækj- anna. Þannig erum við um leið að skjóta traustum stoðum undir íslenskt atvinnulíf og skapa forsendur til að auka almenn lífsgæði hér á landi. Átta manna stjorn I stjóm Menntar em átta manns, tveir tilnefndir af Alþýðusambandi Is- lands, tveir af VSI, tveir af Sambandi iðnmenntaskóla, einn af Samstarfs- nefnd háskóla og einn af Samstarfs- nefnd um menntun í iðnaði. Gert er ráð fyrir að formaður verði til skiptis ifá þeim aðilum sem tilnefna stjóm- armenn. Eftirtaldir vom tilnefndir í stjórn: Finnbjörn Hermannsson og Garðar Vilhjálmsson, frá Alþýðu- sambandinu, Ingi Bogi Bogason og Davíð Stefánsson, frá VSI, Ólafur Ambjömsson og Frímann Helgason, frá Sambandi iðnmenntaskóla og Kristján Karlsson frá Samstarfsnefnd um menntun í iðnaði. Samstarfsnefnd háskóla á eftir að tilnefna sinn full- trúa. Eftir stofnfundinn var rætt stutt- lega við Finnbjörn Hermannsson, stjórnarmann í Mennt. - Eg vænti þess að við séum að búa til samráðs- vettvang milli allra skólastiga í land- inu og atvinnulífsins. Eg á von á því að við séum að búa til brú til þeirra Evrópuverkefna sem em í gangi og við þurfum nauðsynlega á að halda inn í atvinnulífið hjá okkur og þá ekki einungis á háskólastigi. Að- spurður um hvað Mennt hafi umfram forverana Sammennt og Starfs- menntafélagið sagði Finnbjöm. - Eg er þeirrar skoðunar að með stofnun Menntar séu fulltrúar atvinnulífsins í raun að gefa út yfirlysingu um að þeir ætli sér stærri hlut, þeir ætli að koma að þessum málum af meiri al- vöm en hingað til hefur verið. Síðan höfum við verið að dreifa kröftunum dálítið með því að starfa í tveimur fé- lögum, með nánast sömu verkefni, en núna ætlum við að einhenda okkur öll í að vinna sameiginlegt verkefni. Á fullan skrið uppúr áramótum - Fyrsti fundur stjórnar verður lík- lega eftir rúma viku. Við þurfum að fara yfir það hvaða væntingar við gemm til þessa nýja félags og í fram- haldi af því hvaða verkefni við getum hugsað okkur að fara í. Við þurfum að fara í samstarf og samninga við Rannsóknaþjónustu Háskólans til að skilgreina hvaða verkefni við vinnum saman og hvaða verkefni við tökum yfir. Við þurfum að finna húsnæði og ráða framkvæmdastjóra. Ég á von á að starfsemin komist á fullan skrið uppúr áramótum, sagði Finnbjörn Hermannsson, stjómarmaður í Mennt - samstarfsvettvangi atvinnulífs og skóla. bólgu. Það er óþolandi að almennu launafólki sé einu gert að standa und- ir þessum markmiðum ásamt því að greiða með skattahækkunum þann kostnað sem hefur m.a. orðið til vegna umframhækkana til annarra hópa. Formenn landssambanda ASI lýsa áhyggjum sínum af því að þessi skattahækkun sé aðeins upphafið að skriðu hækkana, bæði á útsvari og ýmsum þjónustugjöldum þar sem mörg sveitarfélög nýta nú þegar til fulls heimildir sínar til skattheimtu í gegnum útsvar. Með skattahækkunum sveitarfé- laga er verið að hirða bróðurpartinn af þeirri lækkun á staðgreiðslu sem félög innan ASI náðu fram í tengsl- um við síðustu kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði og á að koma til framkvæmda nú um áramótin. Skattahækkanir sveitarfélaga á borð við þær sem Reykjavíkurborg hefur boðað, rýra kaupmátt launafólks og hafa hlutfallslega mest áhrif á ráð- stöfunartekjur þeirra heimila sem minnst hafa fyrir. viniian oskar islensku I a u n a I' 01 k i o | {) J i | e g r a j»I a o | í a r s æ I s k o in a n il i á r s wmt e mi ^ V' ^ m c# _ GJflFflKORT Kringlunnar ^ # Tímamótagjöf flfgrei5slutími KRINGLUNNflR er: món. til fim. 10:00-18:30, fös. 10:00-19:00 oq lou. 10:00-16:00. Sum fyrirtæki eru opin lengur og ó sunnudöquml til starfsmarma þinna Gjafakortin fást í Byggt & Búið og gilda í öllum verslunum Kringlunnar nema ÁTVR. Verðgildi 2.500 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr. KRINGMN áJ

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.