Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 48

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 48
sagði og gerði við aðrar kringumstæður. í raun og veru er stundum auðveldara að gizka á en muna nákvæmlega, og ef svo væri ekki mundu tvær greinar listrænnar sköpunar visna á einni klukkustund: frásagnarlistin og söguburðarlistin. Og ef ég reyni nú að segja ykkur hvað ég held að hefði gerzt ef Packy hefði drepið gömlu hæu- una, munið þið ekki ásaka mig fyrir að misbeita rithöfundarétti mínum. Þegar allt kemur til alls er það, sem ég ætla að segja ykkur, ekki meiri skáldskapur en það sem ég hef þegar sagt, og ég reyni ekki meira á trúgirni ykkar en ég gerði í fyrri tilrauninni, með fullu samþykki ykkar. Og ennfremur er nýja sagan sú sama og gamla sagan að mörgu leyti. Hún byrjar líka á sama hátt. Ekkjan beitir kúnni sinni við veginn, og gengur alla leið til kauptúnsins með þunga poka fulla af káli til að greiða fyrir skólagöngu Packys. Hún fer á fætur fyrir allar aldir á morgnana til að tryggja að hann verði ekki of seinn í skólann. Hún horfir á beygluðu klukkuna á eldhúsbekknum á kvöld- in til að fylgjast með hvenær 'hann komi í ljós uppi á hæðinni. Og á heitum júnídegi kemur gamli verkamaðurinn eftir veginum og stanzar til að tala við hana þar sem hún stendur við dyrnar. Hann tekur strá sem vex milli steinanna í veggnum og stingur því milli tanna sér áður en hann opnar munninn. Og þegar hann opnar munninn að síðustu er það til að gera sömu athugasemd. „Bíðurðu eftir Packy?“ sagði gamli maður- inn, og svo tók hann af sér hattinn og þurrkaði svitann af andlitinu. Við munum að þetta var gamall maður. „Það er heitt í dag,“ sagði hann. „Það er mjög heitt,“ sagði ekkjan og leit óþol- inmóð upp eftir hæðinni. „Það er of heitt fil að hjóla fjórar mílur á vondum vegi þar sem rykið er að kæfa mann og sólargeislarnir endur- kastast í sífellu af stýrisörmunum!“ „Hitinn er nú betri en rigningin, þrátt fyrir allt,“ sagði gamli maðurinn. „Ég geri ráð fyrir því,“ sagði ekkjan. „Samt hefur Packy stundum komið svo gegndrepa inn úr rigningu að fötin hans stóðu ein þegar hann fór úr þeim. Regnið hafði lamið 'hann svo utan að fötin voru orðin stíf.“ „Er það svo?“ sagði gamli maðurinn. „Hann hefur áreiðanlega fengið ríkulegar gælur á slík- um dögum. Enginn sonur nýtur sömu umönnun- ar og sonur ekkjunnar. Mömmudrengurinn!“ „Heldurðu að Packy sé þannig?“ sagði ekkjan með fyrirlitningu. „Ég hef aldrei gælt við Packy. Ég ákvað snemma að gera karlmenni úr honum.“ Ekkjan leit aftur upp eftir hæðinni og fór svo að raka mölina utan við hliðið eins og hún væri ekki til annars úti á götunni. Svo leit hún enn upp eftir hæðinni. „Hann er að koma!“ sagði hún, og þyrlaði upj) svo miklu ryki með hrífunni að þau sáu varla reykjamekkina frá hjólinu eða glampann af bláu skyrtunni þegar Packy kom niður hæð- ina á gífurlegum hraða. Hann kom nær og nær, hraðar og hraðar. Hann veifaði til ekkjunnar og kallaði til hænsn- anna að fara af veginum. Hænsnin hlupu út í skurðinn og teygðu álk- una óttaslegin. Og þegar síðasta hænan hvarf kvakandi niður í skurðinn var vegurinn fyrir framan hjólreiðamanninn andartak auður. En allt í einu birtist gamla ungahænan; enginn vissi hvaðan hún kom. Hún kvakaði æðislega og sat örlitla stund á garðinum, en sveif svo klunna- lega út í loftið. Packy hætti að blístra. Ekkjan æpti upp vfir sig. Packy hrópaði og ekkjan bandaði með hendinni. Svo sveigði Packy til hliðar og ryk- mökkur steig undan hjólunum um leið og hann dró úr ferðinni. Andartak var ekki hægt að gera sér grein fyrir hvað hefði gerzt. Packy setti niður annan 46 STEFNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.