Stefnir - 01.11.1960, Side 18
fund Langbarðakonungs á ítalíu í liðsbón. Sá
hét Desideríus. Af ýmsum ástæðum var honum
ljúft að verða við þessari beiðni. Svo að eitt-
hvað sé nefnt, má geta þess, að Karl hafði fyrir
skömmu rekið frá sér konu sína og sent hana
heim til föðurhúsanna. Þessi kona var Lang-
barðaprinsessa, dóttir Desideríusar. Langbarða-
kóngur taldi nauðsynlegt til hjálpar hinum nauð-
stöddu konungssonum að fá þá krýnda til kon-
ungs. Páfinn reyndist þó ekki fáanlegur til að
framkvæma athöfnina. Tók þá Langbarðakon-
ungur að ygla sig heldur betur við Rómabiskup.
Varð hinn heilagi faðir við það hræddur og bað
Frankakonung um 'hjálp, þar e@ hann vissi, að
frá Býzans var engrar aðstoðar að vænta. Karl
lét ekki standa lengi á hjálpinni. Hann hélt með
her til Ítalíu haustið 773 og réðst umsvifalaust
á Langbarða. Vörnin hjá þeim fór strax í mola.
Desideríus lét loka sig inni í höfuðborg sinni,
Pavíu, með her sinn, og um hana sat Karl í átta
til níu mánuði, unz hún varð að gefast upp
vegna matarskorts og sjúkdóma. Var þar með
allri vörn lokið af hálfu Langbarða og saga
ríkis þeirra á enda. Desideríus var lokaður
inni í klaustri, en Karl lét krýna sig konung
Langbarða. Gerðist þetta sumarið 774.
Karl lagði undir sig fleiri lönd, þ.á.m. Norð-
vestur-Þýzkaland, sem þá hét Saxland. En það
tók hann miklu lengri tíma en að vinna Lang-
bararíkið. Saxland var á þessum tíma aðallega
byggt þrem þjóðflokkum. Hétu þeir Austfalir,
Vestfalir og Angarar. Þessir þjóðflokkar voru
rammheiðnir og mjög herskáir. Stunduðu þeir
mjög herferðir til rána inn í lönd nágranna
sinna, og nábúi þeirra í vestri og suðri var ein-
mitt Frankaríkið. Til að vernda ríki sitt fyrir
ágangi iþeirra fylgdi Karl í fyrstu þeirri stefnu,
sem forráðamenn Frankaríkisins höfðu tíðkað
um langa hríð: að fara í einstakar herferðir inn
í Saxland til að vekja virðingu fyrir Frankarík
inu í brjóstum Saxa, svo að þeir leggðu síður
í ránsferðir vestur og suður á bóginn en ella.
Hins vegar var það ekki ætlun Karls í þessum
fyrstu herferðum að leggja undir sig ný lönd.
En það varð smám saman ljóst, að þessi stefna
náði ekki tilgangi sínum. Þegar Karl var farinn
með her sinn og gisfa, sem hann lók, risu Saxar
upp aftur og tóku á ný til við ránsferðir sínar.
Sú stefna varð því ofan á með tímanum að her-
taka allt landið smám saman, leggja það undir
Frankaveldi og kristna íbúana.
Um sumarið 777, eða fimm árum eftir að Karl
hafði farið fyrstu herferð sína til Saxlands, leit
vel út með þetta. Þá um sumarið1 kom fjöldi
Saxa til Paderborn í Saxlandi til að votta hon-
um hollustu sína og taka skírn. 1 fylgdarliði
Karls var þá þegar talað um, að Saxar myndu
aimennt hafa afsalað sér sjálfstæði sínu. Um
þessar mundir hafði Karl og komið upp nokkr-
um köstulum í Saxlandi.
Brátt kom í ljós, að Saxar voru ráðnir í að
selja sjálfstæði sitt dýru verði. Næsta ár, 778,
var Saxland í einu uppreisnarbáli, og nú höfðu
Saxar eignazt harðsnúinn foringja þar sem Widu-
kind var. Með mikilli fyrirhöfn tókst Karli loks
að bæla þessa uppreins niður en það tók tvö ár.
Var nú friður um skeið, unz nýja ófriðar-
bliku dró á loft. Sumarið 782 var allmikill
frankverskur her á leið gegnum Saxland til að
herja á Serba, er bjuggu suðaustan við Þyringa-
land. Saxar gerðu hernum fyrirsát og brytjuðu
hann niður. Fjöldi foringja og háttsettra manna
við hirð Frankakonungs var drepinn þarna. —
Þetta var mikið áfall fyrir Karl, en hann ákvað
að hefna þess grimmilega. Ifann hélt til Sax-
lands hið bráðasta með her sinn og réðst á fjand-
menn sína. Við Verden, sem er smáborg í Vestur-
Þýzkalandi rétt við ármót Aller og Weser, vann
hann mikinn sigur á Söxum. Hann tók 4500
fanga, sem voru allir líflátnir miskunnarlaust.
Þar með var baráttunni þó ekki lokið. Saxar
háðu enn tveggja ára harðvítuga baráttu fyrir
16 STEFNIR