Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 29
Adolf’ Nicolai Petersen, tónlistamaður, já-
humm, lék á fiðlu? ekki satt. Og svona ungur ?
Hjartabifun. Já, það þarf ekki aldurinn til. En
það er margt fallegt hægt að segja um unga
menn sem fara svona snögglega. Við þurfujn
ekki að kvíða því. Sérstaklega af því hann var
nú listamaður. Það gefur tilefni tilað segja svo
margt. Einu sinni jarðsöng ég ungt skáld. Eg
man ennþá eftir þeirri ræðu. Nei, við þurftum
engu að kvíða. Ég held það hafi verið ljóðskáld.
Hann hallaði sér afturábak í stólnum og horfði
nokkra stund þögull til lofts. Hann strauk fingr-
um eftir kinnunum á sér einsog hann væri að
sannfæra sjálfan sig um að hann væri þarna
enriþá.
Adolf Nicolai Petersen, sagði hann seinlega.
Það er útlent nafn. Ég man ekki beturen þér
séuð ekkjan hans Guðmundar sáluga. Ég jarð-
söng syni ykkar þrjá í einu, ef ég man rétt.
Drukknuðu, var ekki satt?
Jú, þeir fóru í sjóinn hér um árið í sama veðr-
inn og olíuskipið með alla kínverjana, sagði
hún.
„Já, ég man, það var óttalegt, sagði prestur-
inn, það tók upp kartöflukofa hjá mér í þessu
sama veðri. Þrír synir í einu. Það er óttalegt.
Það voru hraustir drengir, sagði gamla konan
og horfði enn niður fyrir sig og hafði ekki fikað
sig aftar á stólinn.
Eg man þetta allt saman núna, sagði prestur-
inn, þér voruð einsog hetja. Ég sá yður ekki
fella tár. Ég man ég sagði við konuna mína að
þér væruð hetja dagsins. Ekki eitt tár. En þeir
voru allir Guðmundssynir.
Hann ræskti sig á ný og fór í vasann eftir
grænu töflunum, hagræddi flibbanum og stundi.
Svo rýndi hann aftur í blöðin.
En þessi ungi maður hefur heitið Petersen,
sagði hann loks.
Já, eiginlega var hann ekki sonur minn og þó
átti hann ekki aðra mömmu en mig, sagði gamla
konan, og stundum fannst mér ég ekki eiga annan
son.
Nú, svo hann var eiginlega ekki sonur yðar,
sagði presturinn og fékk sér nokkrar hálstöflur.
Það var allt svo undarlegt, sagði gamla konan
og lyfti sér ögn í stólnum og sléttaði úr pils-
faldinum um Jeið, móðir hans var lausakona og
vann fyrir sér í fiski. Hún fór um landið eftir
því sem eitthvað var að fá. Hún var dugnaðar-
stúlka, rösk til vinnu og áhlaupamanneskja, var
mér sagt. Og hafði dálítið gaman af að skvetta
sér upp einsog gengur. Kát og fjörug og til í
allt. Við vorum svona rétt málkunnugar. Hún
gerði mér viðvik þegar mér lá á og strákarnir
á versta aldri, hún var hjálpfús, það má hún
eiga blessunin og taldi ekki eftir sér að- skjót-
ast fyrir mig, ég verð henni ævinlega þakklát.
Hún drakk stundum hjá mér kaffisopa og fékk
sér snarl, það var hreinasta óvera. Og einu sinni
kom hún austan af fjörðum og var þá með hvít-
voðung með sér. Hafði eignast hann með ein-
hverjum strák sem lét aldrei heyra frá sér. En
hún var jafn kát og fjörug og fékk hjá mér kaffi-
sopa og sagði mér fréttir. Og spurði hvort hún
mætti skilja litla krílið eftir hjá mér meðan hún
skryppi niðrí bæ að athuga með vinnu. Ég man
það enriþá einsog það hefði verið í gær, hún
var búin að hneppa að sér kápunni og beygði
sig yfir blessað litla stýrið sofandi og brosti
framaní hann og veifaði: revúar, Nicolai, adíu.
Svo þakkaði hún fyrir kaffið og hljóp út og síð-
an hef ég ekki séð hana.
Og gamla konan gerði hlé á máli sínu og
horfði nú uppá prestinn sem sat keikur við skrif-
borðið.
Og nú er hann dáinn.
Það setti að henni grát og gömul augun flóðu
í tárum.
Revúar, Nicolai, adíu, ég man þetta svona
greinilega af því hún kom aldrei aftur að vitja
um hann.