Stefnir - 01.11.1960, Qupperneq 12

Stefnir - 01.11.1960, Qupperneq 12
hlut frá borði í átökum við fantaskapinn. Það mun seint gleymast. Kenningin um Co-existens fékk sitt innsigli við Brest-Litofsk árið 1939. Þar mættust rússnesku og þýzku herirnir og skiptu Póllandi í fjórða sinn. Co-existens-pólitík Litwinows var að syngja sitt síðasta, enn var þó talað tungum tveim. í apríl árið 1941 gerði Litwinow furðusamninga um vináttu við Matsuóka utanríkisráðherra Japans. Kvöldið fyrir árásina á Pearl Harbor gekk hann svo á fund Iloosvelts og aðvaraði hann. Co-existensinn var orðinn að fjöldamorð- um, blekkingin of auðsæ. Litwinow var látinn sigla sinn sjó. — Hafði verið settur úr skips- rúmi eftir samningana við Hitler, fengið smá- vægilega uppreisn 1941, síðan gerður að undir- tyllu hjá Molotov 1943—’46 og að lokum sett- ur algerlega úr leik og dó án þess að til við- burðar teldist síðasta dag ársins 1951 Nýir tímar kröfðust nýrra vinnubragða og nýrra áróðursorða og tækja. — „Co-existensinn“ var hvíldur í bili. Samfylkingar-pólitíkin geispaði og golunni árið 1939. Þá var eftir stríðslok gripið til friðar- hreyfingarinnar út á við, en inn á við voru önn- ur vinnubrögð viðhöfð. Comintern, þriðji Internationale, aliþjóða- samband kommúnista, hafði svo seint sem árið 1943 lýst yfir, að „lokatakmark er að koma á heimsskipulagi kommúnismans í stað auðvalds- skipulagsins.“ 1 september-mánuði árið 1947 stofnuðu full- trúar Rússa, Rúmena, Tékka, Pólverja, Ungverja, Júgóslava, Búlgara, Frakka og ítala, það er að segja kommúnistanna í þessum löndum Kommin- form. Fundurinn var haldinn í Moskvu. Það var ákveðið að gefa út tímarit „Fyrir varanlegum friði.“ Áróðurinn var aukinn út á við og hert á tök- unum inn á við. — Árið 1947 bera Sovét-ríkin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fram tillögu um fordæmingu áróðursstríðs! Eftir ófriðinn hafði pan-slavisminn, alríkis- stefna slavneskra þjóða, verið talin hentugt áróðurstæki af hálfu Rússa, en svo reis Tító upp á afturfæturna og krafðist ótímabærs sjálfstæð- is þjóðar sinnar. 1 júnílok árið 1948 fellir Komm- inform refsidóm sinn yfir Tító, útskúfar Júgó- slöfum úr Komminform-samtökunum, og pan- slavismanum er varpað fyrir borð sem „gjald- þrota stefnu Bukharins.“ — Gamli byltingar- foringinn Dimitrow hafði tekið áróðurinn um panslavismann of hátíðlega, svo að einnig hon- um var varpað fyrir róða. Það voru víðar höfð snör handtök, og örlög margra stofnenda Komminforms voru afráðin í skyndingu: Zhadanof var myrtur í Rússlandi, Popov í Búlgariu, Slansky tekinn af lífi í Tékkó- slóvakíu, Gomulka og Onnu Pauker stungið í tugthús í sínum heimalöndum, Póllandi og Rúmeníu. Leppríkin fengu sína ráðningu, og lexía dags- ins var barin inn í þau með harðri hendi. Og lexían var þessi, eftir því sem Imre Nagy hinn ungverski orðar það í endurminningabók sinni: „Ríkin utan Sovét-ríkjanna er tvenns konar: Óvinir og þrælar. Tilvera fjandmannanna er bærileg, unz Sovét-ríkin eru nægilega öflug til að kollvarpa þeim eða þrælbinda. En þegar Sovét- ríkin eru orðin öflug, verða aðeins þrælaríki þoluð.“ Það er aðeins til eitt sósíalistaríki, Sovét- Rússland, hitt eru „alþýðulýð;veldi“, og þau eru óæðri tegundar og verða að hlíta leiðsögn Rússa. Enda sagði sá illræmdi, ungverski hermálaráð- herra, Mihaley Farkas: „Ungversk ættjarðar- hyggja getur ekki þrifizt án ástar á Rússlandi.“ Ot á við var friðarsókninni haldið áfram. •— Á árinu 1952 óska Rússar eftir stórveldafundi um friðarsamninga. Þeir undirrita samninga um ör- 10 STEFNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.