Stefnir - 01.11.1960, Page 40
heyra, ýmist í rituðu máli eða úr ræðustól. Haim
sneri aftur heim til Danmerkur og þar fór veg-
ur hans sívaxancli, enda þótt hann ætti í margri
orrahríðinni við andstæðinga sína. Hann lézt
árið 1927.
Hin ótalmörgu rit, sem Brandes gaf út fjöll-
uðu um hin margvíslegustu efni. Hann ritaði
um heimspeki og bókmenntir, hann skrifaði ævi-
sögur listamanna, heimspekinga og stjórnmála-
manna, hann skrifaði frábærar ferðalýsingar,
hann var einn umsvifamesti bókmenntagagnrýn-
andi sinnar tíðar og hann lét heldur ekki stjórn-
málin afskiptalaus. Honum var ekkert mannlegt
óviðkomandi.
Ein aðalástæðan fyrir miklum áhrifum Brand-
esar er vafalaust sú, hversu mikill ræðumaður
hann var.
í grein, er Árni Pálsson prófessor ritaði um
Georg Brandes látinn í Skírni árið 1927 lýsir
hann ræðusnilld Brandesar á þessa leið:
„Er hann stóð í ræðustól, talaði hann allur.
Hann hafði fullkomið vald yfir rödd sinni, hún
gat verið mjúk og ísmeygileg, ertin eða ógnandi,
allt eftir því sem við átti. Hvert orð var auð-
heyrt um allan salinn, hvort sem hann talaði
hátt eða lágt. Yfirbragðið var furðulega breyti-
legt og var sem skin og skuggar færu í sífellu
yfir andlitið. Honum var það leikur einn að
útlista hin flóknustu viðfangsefni þannig, að
hvert mannsbarn skildi. Lærdómur hans varð
hvorki sjálfum honum né áheyrendum hans og
lesendum að byrði. Hann hafði fullkomið vald
yfir efninu og þess vegna einnig yfir þeim, sem
á hann hlýddu.“
Árið 1920 var gefið út í Kaupmannahöfn safn
af tækifærisræðum, er Brandes hélt á árunum
187(3—1919. Ræðusafn þetta, hafði inni að halda
74 ræður um hin margvíslegustu efni. Brandcs
skrifaði sjálfur formála að þessari bók og úr
honum er upphaf þessa greinarkorns tekið. 1
lokakafla formálans segir hann m. a.
„Sameiginlegt með þessum ræðum er ekki að-
eins þær grundvallarskoðanir, sem í þeim birtast,
heldur ákveðið hljóðfall, ákveðinn leikur með
form eins og tíðkast í skrevtingarlist og ákveðin
einkenni tónlistar, sem birtast i því, á hvern háit
ræðan er flutt og setningarnar eru byggðar upp.
Skáldið stígur á bak vængjuðum skáldfáki
sínum, ræðumaðurinn heldur sig við jörðina.
Ræðumaðurinn hefur ekki vald á máli guðanna
og skilur heldur ekki mál fuglanna eins og
Sigurður*, heldur fæst hann við örfáar mann-
eskjur, þær, sem hann með hæfileikum sínurn
reynir að laga eftir sínum hugsunarhætti og sín-
um markmiðum. Ræðumaðurinn hefur ekkert
himneskt við sig eins og skáldið. Hann heyrir
okkar jarðstjörnu til. Hann heldur sig við jörð-
ina og hafið, honum finnst hann vera fótgang-
andi eða syndandi.“
Glöggt er af þessum orðum, að Brandes hef-
ur gert sér góða grein fyrir grundvallaratriðum
ræðumennskunnar.
I ræðusafni þessu eru tvær ræður, sem snerta
ísland. Sú fyrri ber nafnið „Ræða fy rir minni
íslands“ og er flutt árið 1900. Þess er ekki getið
við hvaða tækifæri hún er flutt, en ekki er ósenni-
legt, að hún hafi verið flutt í hópi íslenzkra
stúdenta. Síðari ræðan og sú, sem hér verður
birt, var haldin fyrir Alþingismenn í þingmanna-
förinni til Danmerkur 1906.
Georg Brandes sýndi Islandi töluverðan áhuga.
Hann hafði mikil áhrif á íslenzka menntamenn
á síðari hluta 8. og á fyrri hluta 9. áratugs síð-
ustu aldar og kynntist mörgum þeirra persónu-
lega. Kenningar Brandesar endurspegluðust í
skoðunum Verðandi-manna.
í ritgerð, er Einar H. Kvaran ritaði í ísafold
1927 og endurprentuð var í bókinni „Mannlýs-
ingar“, sem út kotn á síðasta ári, fjallar höfund-
38 STEFNIR
* Sigurður Fánisbani.