Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 8

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 8
BIRGIR KJARAN: AUSTRÆN UTANRÍKISSTEFNA Hér er til meðferðar stefna annars mesta stór- veldis jarðar í utanríkismálum. Fyrir síðari heimstyrjöld spenntu greipar kommúnismans aðeins yfir 180 milljónir manna búandi í Sovét-Rússlandi, en nú, 30 árum síðar, ríkja þeir yfir 800—900 milljónum, þriðjungi mannkyns, sem byggir fjórðung jarðar. Innan vébanda kommúnistaríkjanna er að finna 50% af járnmálmi veraldar, 60% af kolaforðanum, 70% af saltbirgðum heims og 90% af magne- síumnámum, auk annarra náttúruauðlinda. I skjóli þessa mannafla og náttúruauðlegðar er skákað á taflborði alþjóðastjórnmálanna. — Ymist með gjafmildri hönd eða krepptum hnefa. Til þess að skilja utanríkisstefnu kommúnista- ríkjanna þurfum við að kynnast hugmyndakerfi þeirra, vinnubrögðum og starfsaðferðum, að því er snertir utanríkisstefnu og alþjóðamál. Slíkt er bezt að gera með því að finna stefnu þeirra og starfsaðferðum stað í orðum fræðimanna þeirra og þjóðarleiðtoga. Saga kommúnismans sem staðreyndar í utan- ríkismálum hefst árið 1917. Upphafsorð bókarinnar U.S.S.R. to-day and tomorrow, sem gefin er út af Foreign languages publishing house í Moskvu árið 1959, hljóða svo: „25. október 1917 hófst nýtt tímabil í sögu mannkynsins, þegar verkalýður Rússlands, undir forustu kommúnistaflokksins og Lenins, kom á fót fyrsta sósíalistiska ríki veraldar.“ 6 STEFNIR Þetta ríki tók upp nýja þjóðskipulags- og stjórnarhætti, sem byggðir voru á kennisetning- um. Það tók einnig upp nýja utanríkisstefnu, sem byggðist á kennisetningum. — En hverjar voru þær kennisetningar? Erfiðleikarnir við að henda reiður á stefnu kommúnista í utanríkismálum eru, að þeir tala þar tungum tveim, eins og á öðrum vettvangi, og orð og athafnir falla sjaldnast saman. Sjálf- ur viðurkennir Stalin þetta, þegar hann á einum stað í ritum sínum segir: „Orð eiga enga samleið með aðgerðum. — Hvað væri þá líka diplómatíið — utanríkisþjón- ustan — yfirleitt? Orðin eru hlutur fyrir sig, aðgerðirnar annað mál. Fögur orð eru gríma Ijótra aðgerða.“ Þetta segir Stalin hreinskilnis- lega í hópi trúbræðra sinna. — Lenin er ekkert varfærnari, undir fjögur augu, þegar hann ritar: „Loforð eru eins og skurn á köku, — bökuð til að brjótast.“ — Þessum vísdómsorðum læri- föðurins mikla hefur og trúlega verið framfylgt í skiptum Sovét-Rússlands við önnur þjóðríki. Það var að vísu farið með löndum í fyrstu og friðsamlega ýtt úr vör. — Illa mannað, veilc- byggt skip þoldi ekki mikil áföll.— I Rússlandslexikoninum er kapítuli með fyr- irsögninni: „Friðsamlegt samlíf þjóða.“ Þar segir: „Friðaryfirlýsing Lenins segir, að öll alþjóða- vandamál skuli leysa friðsamlega.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.