Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 45
MARY LAVIN:
Sagan af syni ekkjnnnar
Mary Lavin er fædd í Boston, Massachusetts, en alin
upp á írlandi. — Hún stundaði nám við háskólann í
Dublin og: á nú heima á írsku sveitasetri. — Mary
Lavin hefur gefið út nokkur smásagnasöfn og tvær
skáldsögur.
Þetta er sagan af syni ekkjunnar, en það er saga,
sem endar á tvo vegu.
Einu sinni var ekkja, sem bjó í litlu, illa hirtu
þorpi, sem stóð rétt undir brattri hæð. Hún átti
aðeins einn son, en hann var henni allt. Hún
helgaði honum líf sitt. Hún sleit sér út við að
vinna fyrir honum. Á hverjum degi lagði hún
mikið á sig til að geta haft hann í góðum skóia
í kauptúninu, sem var í fjögurra mílna fjarlægð,
því kennararnir þar voru miklu betri en þorps-
kennarinn, sem hún hafði lært hjá.
Hún hafði mikil framtíðaráform fyrir Packy,
en hún sagði honum ekki frá þeim. I þess stað
hótaði hún 'honum, að ef hann stæði sig ekki vel
við námið, mundi hún senda hann í vegavinnu,
eða í grjótnámurnar undir hæðinni.
En eftir því sem árin liðu gat hver maður
sagt sér, að hún elskaði Packy eins og lífið í
brjósti sér, og sterku orðin voru aðeins gríma
til að fela stolt hennar og gleði yfir honum. Menn
merktu þetta af því hvernig hún horfði á eftir
syni sínum þegar hann var að hverfa úr augsýn
á morgnana og hvernig hún fylgdist með ferðum
hans þegar hann var að koma á kvöldin. Jafn-
vel Packy duldist þetta ekki.
Það var vegna Packys sem hún gekk klukku-
stundum saman meðfram veginum þegar hún var
að beita kúnni sinni á loðnuna í vegarkantin-
um til að vernda þessi fáu strá, sem uxu milli
steinanna á blettinum hennar. Það var hans
vegna sem hún gekk alla leið til kauptúnsins
til að selja fáein kálhöfuð strax og þau voru
fullþroskuð. Það var hans vegna sem hún fór
á fætur löngu fyrir dag til að tína sveppi, svo
hún gæti sparað matarpeningana. Hún þrælaði
án afláts, og eins og oft vill verða, þá hafði hún
meira upp úr fáum ekrum sínum en bændurnir
í nágrenninu höfðu upp úr stórum lendum. Þá
hafði hún nógar tekjur af eggjasölu til að kaupa
föt á Packy og flestar bækur hans.
Þegar Packy var fjórtán ára var hann í síð-
asta bekk skólans og skólastjórinn taldi líklegt
að hann hlyti námsstyrk frá góðum framhalds-
skóla í borginni. Hann var orðinn langur og
slerklega byggður. Skapgerð hans hafði einnig
orðið styrk undir ströngum aga móður 'hans.
Fólkið í þorpinu var farið að sýna honum sömu
virðingu og bændasonunum, sem komu heim
frá framhaldsnámi á sumrin í bláum fötum með
Ijós bindi. Og hvenær sem þeir töluðu við ekkj-
una hófu þeir hann til skýjanna.
Dag nokkurn í júní beið ekkjan við hliðið
eftir Packy. Loftið var [>ungt og gufan, sem steig
upp úr grasinu, komst ekki upp fyrir lág skýin.
•STEFNIR 43