Stefnir - 01.11.1960, Page 28
GuS varðveiti þig Óli minn að tala svona!
Hann brá hnífnum og skar hausinn af fiskin-
um og gáði !ekki að' sér fyrren hann var farinn
að sarga ofaní borðplötuna. Hann talaði heitri
röddu:
Ég hef aldrei sagt neitt og það á kannski sízt
við aÖ segja nokkuð núna eftir allan þennan
tíma, þegar hann er þaraðauki dauður. En ég
man að þú laumaðir kandís í grautinn hans en
við fengum ekkert. Og hann gekk í rauðum búð-
arsokkum meðan við flæktumst um í stagbætt-
um görmum einsog grýlubörn. Og svo var hann
alltof fínn til aö snerta á nokkru nema þessari
fiðlu. Við fengum að fara á sjóinn, við hinir.
Ekki þar fyrir mig langaði ekkert tilað fara
til útlanda og spila á fiðlu. Eg hefði farið á
sjóinn þarsem ég þekki mig.
Grátt höfuð hennar hafði hnigið að bring-
unni og mjóar herðarnar lögðust að hrukkótt-
um vöngum. Hún grét. Hún grét með saman-
bitnar varir og uppglennt augu og í stað þess
að sefa bræði hans, virtist þessi sári djúpsótti
grátur æsa hann enn frekar. Hann lagði frá
sér hnífinn og þurrkaði af höndunum á sér í
peysuna.
Ég hef aldrei talað um það, sagði hann, því
ég hef verið ánægður á sjónum og hef nóg fyrir
mig og mína. Það er ekki það. Það er hitt sem
hleypir í mig illu blóði. Þú horfir á eftir þess-
um fjórum og það sér þér enginn bregða og ég
var stoltur af þér og hugsaði með mér að ég
ætti þó móður sem kynni að taka lífinu. En núna,
þá er einsog allt sé tapað, bara af því hann einn
er farinn. Svona skelltu nú í þig kaffinu, það er
orðið snarpheitt.
Hún strauk báðum handarbökum um augun
á sér, síðan féllust henni hendur og hún starði
tómlega framfyrir sig.
Ég hélt nú kannski að Guð mundi lofa mér að
hafa Nicolai hjá mér, þó hann tæki hina.
Það hnusaði í sjómanninum:
Hann Guð, já.
Svo lauk hann við að siægja fiskinn og þurrk-
aði innanúr vaskinum með votri dulu. Hún sat
þögul og snerti ekki á kaffinu sem hann hafði
sett fyrir hana. Hann þurrkaði af höndum sér í
peysuna og strauk úfinn hárlubbann frá enninu.
Hún Stína var að tala um að þú flyttir þig til
okkar meðan á þessu stendur, sagði hann, og ég
segi fyrir mig að ég kann ekki við að vita af
þér einni.
Ég er ekki ein, sagði gamla konan og leit nú
í áttina að lokuðum stofudyrunum.
Hann fylgdi augnaráði hennar.
Nikki verður þér varla til mikils gagns úr
þessu, sagði hann.
Það líður ekki á löngu áðuren ég fer á eftir
honum, sagði gamla konan, bráðum sé ég harrn
aftur.
Presturinn sat makindalega bak við stórt skrif-
borð og benti henni að fá sér sæti. Eíndirhakan
lá í fellingu útyfir stífan flibbakragann, hann
hneppti að sér vestinu en hafði ekki farið í
jakkann. Hún tyllti sér á stólbrúnina og lét fara
sem minnst fyrir sér einsog fugl sem er viðbú-
inn að fljúga upj) við minnsta hljóð, horfði í
gaupnir sér og beið meðan presturinn fletti
blöðum fyrir framan sig.
Bíðum við, Adolf Nicolai Petersen, sagði prest-
urinn og ræskti sig, þetta er svo margt sem mað-
ur jarðar, þetta getur ruglast fyrir manni. Sjá-
um til, hérna kemur það.
Hann dró nokkur blöð útúr bunkanum og
rýndi í þau. Svo ræskti hann sig aftur og dró
upp úr vasa sínum glæran poka með grænum
töflum. Hann stakk handfylli uppí sig.
Maður verður svo slæmur í hálsinum af að
tala svona, sagði hann, má kannski bjóða yður.
Hann beið ekki eftir svari en grúfði sig yfir
blöðin.
26 STEFNIR