Stefnir - 01.11.1960, Page 9
Það var líka rétt áður en Rússar steyptu sér
út í heimstyrjöldina síðari, árið 1939, að Stalin
sagði: „Við viljum frið.“
En þessar friðaryfirlýsingar eru ekki kjarni
málsins, enda í hróplegri mótsögn við stað-
reyndir sögu síðustu áratuga.
Þær skýra atburðarásina betur sumar þeirra
tilvitnanna, sem hér fylgja á eftir.
Lenin sagði: „Valið er aðeins milli tvenns:
Borgaralegs eða sósíalistísks hugmyndakerfis.
Það er engin millileið til.“
Mao-Tse-tung, einn mesti fræðimaður hins
„vísindalega sósíalisma“, sem flytja þykir
ómengaðastar kenningar þeirra gömlu lærifeðra,
segir í bók sinni, Ritgerðir, er útgáfufyrirtæki
Kristins Andréssonar gaf út árið 1959:
„Osættanlegar mótstæður er ein sú mynd, sem
barátta andstæðnanna tekur á sig. . . .“ „Komm-
únistum er skylt að halda fast fram fræðikenn-
ingum Marx og Lenins um þjóðfélagsbyltingu
og hjálpa fólki að skilja, að þjóðfélagsbyltingin
er ekki fortakslaust nauðsynleg, heldur fyllilega
framkvæmanleg. .. . “ „Þess vegna hlýtur slík
bylting að vera þáttur í sósíalistískri heimsbylt-
ingu verkalýðsins. . . .“ „Þessi hárrétta kenni-
setning, sem kínverskir kommúnistar hafa hald-
ið fram, styðst við fræðikenningar Stalins....“
„Eins og nú er komið í beiminum, er vígorðið
um „hlutleysi“ eintóm blekking. . . .“ —• Þeir
ættu að kynna sér betur þessar ritgerðir, komm-
únistarnir og fylgilið þeirra, sem hæst hrópar
þessa dagana um „hlutleysi“ Islands í utan-
ríkismálum.
Þeir kveða töluvert fastar að orði, Lenin og
Stalin og raunar fleiri andans höfðingjar sósíal-
ismans, um viðfangsefnið stríð og frið.
Lenin segir á einum stað í verkum sínum:
„Við höfum alltaf sagt, að það væri heimska
fyrir hina byltingarsinnuðu öreiga að hafna
byltingarsinnuðum styrjöldum, sem geta verið
nauðsyn í þágu sósíalismans.“
I riti sínu „Marxisminn og þjóðernis- og ný-
lendumálin“ segir Stalin:
„Þeir tímar geta komið, að sjálfsákvörðunar-
réttur þjóðar lendir í andstöðu við æðri rétt,
rétt verkalýðsins til þess að tryggja sér völdin.
Undir slíkum kringumstæðum — það verður að
segja það umbúðalaust — þá má sjálfsákvörð-
unarrétturinn ekki verða til hindrunar alræði
öreiganna.“ — I krafti þessarar formúlu var
sjálfákvörðunarréttur og sjálfstæði ungversku
þjóðarinnar brotið á bak aftur.
Hann hét Kretov, rússneski lærimeistarinn,
sem orðaði sömu hugsun þannig:
„Styrjaldir hafa verið framfarasinnaðar, þær
hafa stuðlað að framförum mannkyns.“ — Svo
mörgu eru þau orð.
Hreinlega gekk þó Manuilsky að verki í ræðu,
sem hann flutti árið 1931 í Moskvu við Lenin-
skólann fyrir pólitískan hernað, en hann komst
svo að orði:
„Stríð upp á líf og dauða milli kommúnism-
ans og kapitalsmans er óhj ákvæmilegt. I dag
erum við vissulega ekki nógu öflugir til þess
að hefja árás. Okkar tími kemur eftir 20—30 ár.
Við verðum að svæfa borgarastéttina, þess vegna
munum við hefja mestu friðarsókn allra tíma —
Auðvaldsríkin, svo heimsk og úrkynjuð sem
þau eru, munu kjósa sér það hlutskipti að verða
þátttakendur í eigin útrýmingu. Þau munu bíta
á agn friðarins. Um leið og vörnum þeirra lýkur,
munum við mola þau með krepptum hnefa okk-
ar.“ —
Þetta er hið pólitíska og siðferðislega vegar-
nesti, sem hið nýja ríki sósíalismans byggði ut-
anríkisstefnu sína á, og kennisetningum hennar
hefur vendilega verið fylgt. — Þeir hafa talað
tungum tveim. — En sum orð eiga því miður
samleið með aðgerðunum, og allt hefur verið
hægt að réttlæta. — Rússar hafa gert orð franska
stjórnmálamannsins Clemanceaus að sínum:
STEFNIR 7