Blik - 01.04.1953, Page 17

Blik - 01.04.1953, Page 17
1» L I K ÁFANGA NÁÐ. Fyrsta starfsár okkar í hinni nýjn byggingu Gagnfræðaskól- ans er brátt á enda. í haust, þegar skólinn var settur þar fyrsta sinni, sóttu minningarnar að mér. Margs var að minnast frá mörgum liðnum árum. Bar- áttan fyrir byggingu þessari var orðin 18 ára gömuf. Hún er orð- in heil saga, sem almenningur hér veit lítil deili á. En eitt er víst, að alþýðu manna hér á ég það að þakka fyrst og fremst, að þessum áfanga í byggingar- málum skólans er náð. Hér er hvorki stund né staður til þess að fara um það mál mörgum orðum að sinni. Framgangur hugsjóna er oft háður margs- konar straumköstum og breyt- ingum í þjóðlífinu, bæði innan sveitar og utan. Á seinni árum finnst mér sem alþýða manna hér hafi lagt þennan hvítvoðung minn að brjósti sér og skapað honum þannig vöxt og viðgang. Án hennar fylgis og hugarhlýju og fufltrúa hennar sæti enn við hið sama í þessu framfara- máli bæjarins og menningar- máli. En annars óska ég að minnast. Veturinn 1947 hófu nemendur mínir að grafa fyrir undirstöðuveggj um skólahússins. Mig minnir það vera sumarið áður, sem fræðslumálastjóri boð- aði til skólastjórafundar til þess að ræða framkvæmd hinna nýju fræðslulaga. Á fundi þessum kom fram fyrirspurn um það, hvort skólarnir hefðu eigi heim- ild til þess að leggja nokkra þegn skylduvinnu á nemendur sína í þágu skólans. Sú spurning lilaut jákvætt svar og þótti sú þegn- skylduvinna ekki óhæfileg 3 dagsverk á hvern nemanda. Þetta notfærði ég skólanum. Hreyfði ég því máli við nem- endur mína í febrúar 1947, að þeir inntu af hendi þessa þegn- skylduvinnu á hinni nývöldu byggingarlúð skólans með því að grafa fyrir byggingunni að ein- hverju leyti. Þetta reyndist auð- sótt mál. Hvortveggja var, að byggingarmáfið var nemendun um hugðarmál og svo er hraust um unglingum nautn að því að reyna á krafta sína við líkam- lega vinnu, eftir setu á skóla- bekk marga mánuði. Svo hófst þá þegnskylduvinn an, grafarastarfið. Hver aldurs- hópur vann sína þrjá daga með nokkru millibili frá kl. 9 að

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.