Blik - 01.04.1953, Side 52

Blik - 01.04.1953, Side 52
B L I K r,o Per Sivle j í Gamalt orðtæki segir: „Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst“. Þetta á sér æði oft stað í lífi þjóðanna ekkert síðnr en í lífi okkar einstaklinganna. Þetta orðtæki hefur sannazt glögglega í sögu frændþjóðanna, Norðmanna og íslendinga. Fáar þjóðir lifðu ömurlegri neyðar- tíma svo öldum skipti við ó- frelsi og kúgun en þessar frændþjóðir. Andlegt slén og efnaleg fátækt þrengdi hvarvetna að. Ófrelsi og ófarnaður eru kunnir fylgifiskar. Á 19. öldinni veittist báðum þjóðunum hjálpin mikla: Þær eignuðust báðar afburða menn á sviði bókmennta og stjórn- mála. Þeir sviptu smám saman burt andlegum og efnalegum fjötrum, þó að allt gengi það starf seinna liér en með norsku þjóðinni. Einn af andans afbragðsmönn um norsku þjóðarinnar á síðari hluta 19. aldar var Per Silve, ljóðskáldið og sagnahöfundur- inn. Per Silve fæddist í Flám í Sogni 1857. Hann ódst upp í nágrannabyggðinni, Voss. Um 16 ára aldur hóf hann nám í lýðháskóla. Síðan fór Per Silve til Oslóar og hóf þar langskóla- göngu. Hann átti að verða prestur. Það varð hann þó aldrei. Hann varð að hætta námi sökum sjúkleika og gerð- ist blaðamaður. Sivle hóf snemma að skrifa sögur, varð skáld sagna og ljóða, og skipar þjóðskáldabekk Norð- manna með mörgum öðrum andans stórmennum þeirra, sem við vitum nokkur deili á, svo sem Björnson, Ibsen, Lie, Kielland, Garborg, Vinje, Aasen o. fl. Per Sivle dó 1904, fátækur og misskilinn af samtíð sinni. Ör- lög hans voru á ýmsa lund ekki ósvipuð örlögum Jónasar Hall- grímssonar. Báðir eru þeir nú skáld í „muna og minni“ þjóða sinna. Fá norsk skáld hafa alið með sér næmari skilning á norsk- um lyndiseinkennum og norskri þjóðarsál heldur en Per Sivle. í kvæðum hans, sögum og sögn-

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.