Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Síða 13

Bæjarins besta - 15.01.1997, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 13 Ísafjarðarflugvöllur Farþegum Flug- leiða fjölgaði um 7% á síðasta ári Á síðasta ári varð um 7% aukning á farþegaflutningum um Ísafjarðarflugvöll hjá Flug- leiðum sem þýðir að 49.412 arðbærir farþegar hafa flogið með félaginu til og frá Ísafirði á árinu. Reyndar voru farþeg- arnir 50.266 að hausatölu en þá eru tekin með t.d. ungabörn og frímiðar þar sem ekki er um bókuð sæti að ræða. Að sögn Arnórs Jónatanssonar, hjá Flugleiðum á Ísafirði, héldu margir að með tilkomu nýs flugfélags myndi farþegum Flugleiða fækka á þessari leið, en raunin hafi orðið önnur því að um metár var að ræða í Ísafjarðarfluginu. Farþegar milli Akureyrar og Ísafjarðar voru 3.757 á síðasta ári. „Veðráttan hefur haft mikið að segja um þessa aukningu og ég get nefnt sem dæmi að í desember s.l. féll niður flug í einn dag en undanfarin ár hafa þetta verið svona 6-10 dagar í desember sem ekki hefur verið hægt að fljúga vegna veðurs. Jarðgöngin hafa einnig hjálpað til að því leyti að þegar ekki reynist unnt að fljúga til Ísafjarðar þá er oft opið til Þingeyrar en í þeim tilfellum ökum við farþegum okkar á milli í gegnum göngin.“ Arnór segir að einhver samdráttur hafi orðið í fragtflutningum og telur hann skýringuna að einhverju leyti vera þá ákvörðun Pósts og Síma að flytja póst land- leiðina. Flugleiðir flytja þó enn póst fyrir Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og námu fragt- og póstflutningar félagsins um 306,4 tonnum á árinu. Ísafjarðarflugvöllur. ,,Það hafa engir smíða- samningar verið undirritaðir en horfurnar eru ágætar. Við erum í viðræðum við nokkra aðila og ég er bjartsýnn á að við getum hafið smíði á nýju skipi innan skamms tíma,” sagði Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Skipa- smíðastöðvarinnar hf., á Ísa- firði, aðspurður um verkefna- stöðu fyrirtækisins, en eins og kunnugt er, hleypti stöðin nýju rækjuskipi af stokkunum í nóvember, en það skip var fyrsta nýsmíðaverkefni Skipa- smíðastöðvarinnar um sjö ára skeið. ,,Við erum leitandi að verk- efnum allt árið og höfum í dag næg verkefni fram í febrúar. Við stefnum að því að hefja smíði á nýju skipi í næsta mánuði, hvort af því verður, fer allt eftir samningsgerðinni og um hvers konar skip verður að ræða. Það er ekkert á treyst- andi í þessum efnum en við erum sæmilega bjartsýnir á að okkur takist að undirrita samninga áður en langt um líður. Hvort það verður heilt skip eða ekki, get ég ekki sagt til um nú en við stefnum á það,” sagði Sigurður. Viðræður í gangi um nýsmíðaverkefni Skipasmíðastöðin hf., á Ísafirði Sandvík frá Sauðarkróki var hleypt af stokkunum hjá Skipasmíðastöðinni á Ísafirði í nóvember. Skipið var fyrsta nýsmíðaverkefni fyrirtækisins um sjö ára skeið. Vonir forráðamanna fyrirtækisins standa til þess að hægt verði að hefja smíði á nýju skipti fljótlega.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.