Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Page 16

Bæjarins besta - 15.01.1997, Page 16
Nærfata- útsalan en í fullum gangi! Fyllum Jakann!Fyllum Jaka nn! Bæjarins besta ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk KFÍ - Breiðablik Föstudaginn 17. janúar kl. 20:00 Aflamark ísfirskra skipa Á uppleið eftir mögur ár Aflamark ísfirskra skipa í botnfiski er 139 tonnum minna á núverandi fiskveiðiári en var fyrir tólf árum. Árið 1985 nam aflamarkið 15.353 tonnum en er í dag 15.214 tonn. Á framan- greindu tímabili var aflamarkið hæst árið 1987 eða 17.427 tonn en lægst fiskveiðiárið 1994- 1995 eða 10.504 tonn. Árið 1986 var aflamark ísfirskra skipa í botnfiski 16.361 tonn, árið á eftir var það komið í 17.427 tonn, árið 1988 í 16.727 tonn, árið 1989 var það 16.594 tonn og árið 1990 var það 16.168 tonn. Árið 1991 fór aflamarkið niður í 11.728 tonn en jókst um 2.663 tonn árið á eftir og en þá var heildaraflamarkið 14.391 tonn. Síðan þá hefur aflamark ís- firskra skipa farið minnkandi ef undanskilin eru tvö síðustu fiskveiðiár. Aflamark í úthafsrækju hefur hins vegar aukist um 4.816 tonn frá árinu 1991 en þá var það 1.105 tonn. Mest var það fiskveiðiárið 1996-1996 eða 6.533 tonn en á yfirstandandi fiskveiðiári er aflamark í úthafsrækju 5.921 tonn. Svarar það til um 10% af heildar- aflamarki íslenskra skipa á úthafsrækju. Hlutfall aflamarks ísfirskra skipa í botnfiski er á yfirstandandi fiskveiðiári um 5% af heildaraflamarki íslensk- ra skipa. Milljónatugir féllu á Súðavíkurhrepp vegna uppkaupa húsa Hreppurinn ráðgerir að sækja um fyrirgreiðslu frá Ofanflóðasjóði Þrjátíu og sjö milljónir króna féllu á Súðavíkurhrepp um síðustu áramót vegna uppkaupa húseigna í gömlu Súðavík. Um er að ræða 10% af uppkaups- verði húseignanna, sem sveitar- félaginu ber skylda til að standa skil á samkvæmt lögum um Ofanflóðasjóð. Heildarupp- kaupin í Súðavík hljóða upp á 470 milljónir króna, en gengið hafði verið frá kaupum fyrir um 370 milljónir um síðustu áramót. Að sögn Ágústar Kr. Björnssonar, sveitarstjóra í Súðavík, ráðgerir hreppurinn að sækja um fyrirgreiðslu hjá Ofanflóðasjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar, og brúa tímabilið þar til laga- breytingarnar hafa verið sam- þykktar á Alþingi. ,,Þeir aðilar hjá hinu opin- bera sem ég hef átt erindi við vegna þessa máls hafa hengt sinn hatt á lagabreytinguna á frumvarpinu um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, sem kynnt var á Alþingi fyrir tímabil, með ósk um að laga- breytingin á frumvarpinu muni taka til þessa láns eins og lofað var á fundi sem haldinn var á Ísafirði. Um leið og við fáum þessa fyrirgreiðslu, getum við farið að gera upp við eigendur húseigna á staðnum, en eins og kunnugt er áttu þeir að fá uppgert á gamlársdag,” sagði Ágúst. Ágúst sagðist vera bjartsýnn á að niðurstaðan yrðu hreppn- um í hag, en ef svo yrði ekki, yrðu þær yfirlýsingar skoðaðar nánar, sem gefnar voru vegna þessa verkefnis. Frá Súðavík. Súðavíkurhreppur tók á sig 37 milljónir króna um áramót vegna uppkaupa húseigna í gömlu Súðavík. Hreppurinn ráðgerir að sækja um fyrirgreiðslu til Ofanflóðasjóðs til að geta gert upp við húseigendur á staðnum. jól og því féllu 10% af upp- kaupsverðinu á hreppinn um áramót. Að vísu er framvindan aðeins orðin 370 milljónir króna og því voru það 37 milljónir sem hreppurinn varð að taka á sig vegna þessa máls,” sagði Ágúst Kr. Björnsson í samtali við blaðið. Ágúst sagði að breytingar á umræddu frumvarpi færu vænt- anlega ekki fyrir Alþingi fyrr en í febrúar eða byrjun mars og yrði því ekki orðið að lögum fyrr en í apríl. ,,Við höfum því sótt um fyrirgreiðslu hjá Ofan- flóðasjóði til að brúa þetta Stjórnir heilsugæslu- stöðva á norðanverðum Vestfjörðum samþykktu s.l. haust að gerð yrði könnun og úttekt á hagkvæmni þess að heilsugæslustöðvar á svæðinu þ.e. Bolungarvík, Ísafjörður, Flateyri og Þing- eyri myndu bindast form- legu samstarfi. Kannaðir yrðu kostir þess og gallar, fjárhagsleg hagkvæmni, mönnunarþættir og mögu- leikar á rekstrarfyrirkomu- lagi. Í framhaldi þessarar sam- þykktar fól Heilbrigðis- og Niðurstöðu að vænta innan skamms Samstarf í heilsugæslumálum á Vestfjörðum Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Læknar þaðan hafa þjónað Bolvíkingum frá því héraðslæknir hætti þar störfum. tryggingamálaráðuneytið Hag- sýslu ríkisins að skila skýrslu um málið og vinna verkefnið í nánum tengslum við bæjar- stjórnir Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur og stjórnendur ofangreindra heilbrigðisstofn- ana. Í samtali við Ólaf Kristjáns- son, bæjarstjóra og fram- kvæmdastjóra heilsugæslu- stöðvarinnar í Bolungarvík, kom fram að tveir aðilar frá Hagsýslu ríkisins hefðu komið til viðræðna við heimamenn í nóvember 1996 og væri verið að vinna að skýrslugerð sem væntanlega yrði lokið við á næstu dögum. Ólafur sagði að óska staða Bolvíkinga væri sú að í Bol- ungarvík yrðu búsettir tveir læknar sem jafnframt hefðu starfsaðstöðu við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði. Óshlíðin væri engin fyrirstaða fyrir slíkri tilhögun, t.d. hefði Óshlíðin aðeins verið lokuð fjóra daga á árinu 1995. Sólarhrings vakt- skylda eins læknis væri með öllu óviðunandi og því nauð- synlegt að eiga gott samstarf í þessu mikilvæga byggðamáli, þ.e. að hafa heilbrigðisþjónust- una ávallt sem besta og starfsaðstöðu aðlaðandi fyrir lækna. Bolvíkingar hafa nú ekki fastan lækni að störfum en Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, heimilislæknir, kemur til starfa í byrjun ágústmánaðar n.k. Læknar á Ísafirði hafa sinnt þjónustu við Bolvíkinga og vildi Ólafur koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrir velvilja og skilning við að leysa tímabundinn vanda Bolvíkinga með því að brúa bilið þar til Guðbjörg kemur til starfa. Nærfata- útsalan en í fullum gangi! HAMRABORG EHF.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.