Gisp! - 01.12.1992, Blaðsíða 68
Teiknaramir átta, sem hér eiga efni, útskrifuðust á árunum 1988-1990 og
eru allir undir þrítugu. Þeir eru ekki einlitur hópur og misjafnlega á veg komnir í
sköpun sinni. Yfirleitt skrifa þeir bæði og teikna. Aristókratinn Nicolas de Crécy
er sennilega þekktastur þeirra og sló pínulítið í gegn á síðasta ári með sögunni
„Foligatto“ en þar skrifaði Alexios Tjoyas handritið. Vincent Rueda er hins vegar
gott dæmi um manninn sem aldrei klárar sögurnar sínar, hvað þá fær þær
útgefnar, enda er bestu verk hans yfirleitt að finna í skissubókunum. De Crécy,
Eric Rémy og Johanna Schippers eiga það sameiginlegt að hafa átt sögur í gisp-
blaðinu franska, PLG, og með einni eða tveimur undantekningum hafa allir í
hópnum haft, eftir að námi lauk, viðurværi sitt í skemmri eða lengri tíma af
vinnu í teiknimyndaiðnaðinum, fýrst og fremst fyrir sjónvarp. Líkt og de Crécy
og Tjoyas hefur Fabrice Parme náð þeim áfanga að gera samning við útgefenda
og sjá fyrstu bók sína, „Sang de vampire". Það er einungis fyrsta skref hans í átt
að heimsyfirráðum. Paquito Bolino lætur sig litlu varða þægar myndasögur og
heldur sig lengst frá þeim af öllum úr hópnum. Hann er jarðýtan, maðurinn sem
talar minna en flestir og framkvæmir þeim mun meira. Um Frédéric Dégranges
mætti halda fram hinu gagnstæða þótt sagan hans bendi ekki til þess.
Hvort þessi nöfn eiga eftir að sjást oftar hér á landi skal látið ósagt. En ef
einhver á leið um franska bókabúð eftir tíu ár rekst hann vafalaust á nokkrar
bækur sem hann getur borið saman við gömlu Gispl-bókina sína og velt því fyrir
sér hvort þessir höfundar fóru rétta leið.
Undirritaður þýddi sögurnar sem hér fara á eftir.
Bjarni Hinriksson
64