Gisp! - 01.12.1992, Side 30

Gisp! - 01.12.1992, Side 30
goðfræðilegra sköpunarsagna (t.d Superman og yflrleitt allar ofurhetjusögur) eða til draumaheima (t.d. Little Nemo) og fáar eru þær myndasögur sem ekki hafa nýtt sér þetta á einn eða annan hátt. Forvígismenn myndasagna sækja efni sitt í brunn sam-dulvitaðra minna og langana, hvort sem er af nauðsyn eða ásetn- ingi. Þeir smíða erki- týpur sem tengja okkur beint við frumstæðustu hvatir og krafta gegn- um rökkurhúm sög- unnar. Líkt og mynda- sagan hafi tekið það að sér að klæða holdi dulvitaðar þrár okkar og veita þeim í farveg fullnægingar. Á sama tíma er henni einnig ætlað að feta hina félagslegu braut og hafa þessar andstæður leitt til misvægis og vonbrigða. Hversu fáránleg sem fjölskyldan í Gissuri Gullrass (Bringing up father) virðist vera, er hugmyndinni um sjálfa fjölskylduna aldrei kastað fyrir róða. Eins og ein fréttatilkynning frá dreifingarfyrirtækinu staðhæfði: „Gissur lamdi ekki Mínu og mun aldrei skilja við hana.“ Sömu tvíræðni er að finna í afstöðu þeirra til þjóðfélagsins í heild. Fyrstu myndasögurnar voru ekki bara anarkískar heldur einnig níhílískar (t.d. Binni og Pinni) en smám saman hafa þær sæst við þjóðfélagið og hafa að mestu tekið upp lög þess og reglur, hversu fáránleg sem þau kunna að vera. Hins vegar hefur aldrei alveg tekist að siða myndasöguna til og nú á dögum má finna hinn frjálsa anda þeirra í neðanjarðarsögum (og einnig nokkrum ofanjarðar). Á einum stað í Pogo eftir Walt Kelly er myndasögunni lýst þannig, að hún sé „eins og draumur ... vefur úr dagdraumum ... hún skín í gegnum óraunveruleikann, ímyndanir og draumóra.“ Jafnvel fyrir menntamann eins og Walt Kelly eru vitsmunaleg takmörk myndasögunnar augljós. En þessar takmarkanir eru einnig styrkur hennar. Með því að geta ekki viðhaldið nokkru háfleygu viðfangsefni varðveitir hún tímaleysi sitt og þverneitar að gerast enn ein tibreytingarlaus bókmenntæfingin. STÍLFRÆÐI Til þess að móta hinar tvær misleitu einingar myndasögunnar í eina listræna heild, verður hver höfundur að þróa með sér sinn eigin stíl (a.m.k. þeir sem hafa einhvern listrænan metnað). Fljótlega er líklegt að annað af tveimur sjónarmiðum komi í ljós; að myndirnar fái yfirhöndina og sagan sé nánast eingöngu sögð á grafískan hátt; eða á móti að textinn hafi yfirhöndina og sagan sé sögð á grundvelli hans. Þriðja sjónarmiðið, sem blandar saman dramatískum samtölum og kvikmyndatækni, birtist fyrst á fjórða áratugnum og varðveitir hið viðkvæma jafnvægi á milli hins bókmenntalega þáttar og hins grafíska. Að viðhalda heilindum hinnar samhangandi frásagnar innan marka samfelldra en aðskildra mynda skapar ný vandamál. Myndasöguhöfundurinn getur að sjálfsögðu sett saman mynd og texta, sem haldast nákvæmlega í hendur, en slík málalenging er augljós sóun. Það virðist því vera heppilegast að láta myndirnar og textann bera frásögnina uppi á víxl heldur en bæði í einu. Að hluta niður söguna í ramma og raðir er einnig stílfræðilegt vandamál. Listamaðurinn getur kosið að byggja upp og undirbúa atburðarásina vandlega eða vaðið stjórnlítið áfram með atburðunum, sem meira er háttur neðanjarðarmyndasagna. Til að gæða myndir sínar andrúmslofti getur höfundurinn t.d. valið á milli þess að nota stóra svarta fleti, margræða bakgrunnsteikningu eða á hinn bóginn gripið til þess að þröngva atburðunum í forgrunninn — möguleikarnir eru óteljandi. I þessu samhengi getur liturinn gegnt miklu hlutverki með því að draga fram mikilvæga þætti frásagnarinnar og einnig hjálpað til við að tengja saman efnislega andstæða ramma með því að viðhalda litasamsetningum innan þeirra. Myndasögur hafa einnig til umráða setningarfræði annarra bókmennta- og listfræðilegra forma: endurtekningu, bjögun, mögnun, stílfæringu ofl. ofl. Það er undir höfundinum komið að nota þessi hjálparmeðul gætilega og forðast að ofgera. I myndasögum eins og í öðrum listum þá er minna jafnan meira. NOKKUR ORÐ AÐ LOKUM Það eru örlög allra nýrra tján- ingarforma að fá óblíðar móttökur. Á sínum tíma voru harmleikir úhróp- aðir sem guðlast, ítalska óperan köll- uð ósæmilegur hljóðgrautur og ekki er langt síðan kvikmyndin fékk þann stimpil að vera „list fyrir drukkin úrhrök“. En gegn myndasögunni hefur háðið og spottið varað lengst. Stærstan hluta á tæpum eitthundrað ára ferli sínum hafa myndasögur verið fýrirlitnar, átaldar og hafðar að athlægi. Þetta hefur þó snúist við núna; fræðimennska og greining hafa komið í stað fordóma og fálætis. Með vaxandi menningarlegri viðurkenningu hefur myndasagan orðið að axla nokkrar byrðar. Þegar hún er ekki lengur afskrifuð sem uppspretta subbulegrar dægrastyttingar verða höfundarnir og útgefendur þeirra að vera reiðubúnir til að svara fyrir hana á fagur- og siðfræðilegum grunni (líkt og skáldsagnahöfundar, bókaútgefendur, leikritahöfundar og kvikmyndagerðarmenn). Sumum hrýs hugur við þessu og dreymir um hina gömlu góðu daga þegar myndasöguhöfundurinn gat unnið í friðsælli einangrun og dreifingaraðilar gátu boðið vöruna í ábatasamri sjálfsánægju. En það verður ekki aftur snúið. Þ.H. Grein þessi er þýSing og endursögn á greininn „The World of comics: an analytical summary." eftir Maurice Horn og birtist hún í bókinni „The World Encydopedia of Comics." 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Gisp!

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.