Gisp! - 01.12.1992, Blaðsíða 91
HIN (HEILAGA) ÞRENNING
yrir tæpum tveimur áratugum fór lítill hópur ákafra áhugamanna um
--- myndasögur að hittast árlega á kaffihúsum Angouléme-borgar þar sem þeir
buðu uppáhaldshöfundunum sínum í glas, sögðu skrýtlur eða lásu upp ljóð og
grúfðu sig yfir teikningar. Svo vatt þetta upp sig og í dag umturnast borgin
síðustu helgina í janúar þegar tugþúsundir lesenda, höfunda, útgefenda, blaða-
manna og sérfræðinga streyma til hennar og Alþjóðlegu myndasöguhátíðarinnar
(Salon International de la Bande Dessinée). Þessi sýning/hátíð/markaður fær
gífurlega umfjöllun í fjölmiðlum, útgefendur miða helstu útgáfudaga við hana og
þar eru afhent Alph'Art-verðlaunin, eins konar Oskarsverðlaun myndasögunnar.
Vöxtur og viðgangur hátíðarinnar tengist stjórnmálum. Hægrimenn höfðu
löngum ráðið í Angouléme en upp úr 1980 kornust sósíalistar til valda þar, líkt
og í ríkisstjórn og forsetaembætti. Nýjar áherslur fýlgdu og með rokkráðherrann
Jack Lang í fararbroddi ákváðu sósíalistar að Angouléme yrði vagga myndasög-
unnar. Auk þess að styrkja sjálfa hátíðina og koma á sérstakri myndasögudeild
innan myndlistaskóla borgarinnar var hafist handa um byggingu lista-, rann-
sókna- og vinnumiðstöðvar fýrir myndasöguna (Centre National de la Bande
Dessinée et de l'Image).
Þessi þjóðarbókhlaða var vígð fýrir tveimur árurn og stendur skammt fýrir
utan miðbæ Angouléme, nálægt myndlistaskólanum, og minnir á vísinda-
skáldsögu. Arkítektinn notfærði sér gamlar, yfirgefnar verksmiðjur, sem til staðar
voru, og byggði hálfpartinn ofan á þeim. I byggingunni er safn með urn 2000
frumteikningum höfunda, í flestum tilvikum heilar síður úr sögum. Bókasafnið,
sem geymir tugþúsundir bóka, tímarita og pappíra, er að mestu er ætlað fræði-
mönnum og blaðamönnum. Einnig eru í byggingunni nokkrir salir sem ætlaðir
eru til kvikmyndasýninga, fýrirlestra og fundarhalda og gríðarlegt rými er ætlað
fýrir tímabundnar sýningar þar sem flóknar leikmyndir, myndbönd, hljóð, tón-
list og skyggnur birta sköpun höfundarins og mynda ramma utan um verk hans.
Stofnunin sér einnig um útgáfu fræðirita og skipuleggur farandsýningar. A
meðan myndasöguhátíðin stendur yfir starfa skipuleggjendur hennar náið með
CNBDI. Báðar þessar stofnanir leggja mesta áherslu á efni frá hinum frönsku-
mælandi löndunt, sérstaklega Frakklandi og Belgíu.
Myndlistaskólinn í Angouléme er líkur öðrum sh'kum skólum nerna hann
býður upp á þriggja ára nám í myndasögugerð. Nemendur eru um 200.
Myndasögudeildin er frekar eins konar vinnustofa og mest áhersla lögð á að
nemendur þrói persónulega frásagnartækni. Kennarar eru ekki mjög margir og
eftir að fyrsta árinu iýkur gegna þeir fremur hlutverki umsjónarmanna og
ráðgjafa. Hefðbundin tímasókn er lítil.
Auk myndasögunnar gefst nemendum tækifæri til að vinna í öðrum
deildum og í samvinnu við CNBDI er boðið upp á námskeið í tölvugrafík. Af og
til koma starfandi listamenn í vinnuheimsóknir og skólinn hefur staðið að útgáfu
ýmiss konar blaða og bóka. Þegar myndasöguhátíðin fer frarn halda nemendur
sýningu.
Árlega senda 2-300 umsækjendur möppur með verkum sínum til skólans.
Af þeim eru 60 valdir í sérstakt inntökupróf og 15 síðan teknir inn.
Bjarni Hinriksson
87