Gisp! - 01.12.1992, Blaðsíða 45
IÓLF FRANSKIR HÖFUNDAR
• nki Bilal, fæddur í Júgóslavíu
--- 1951, kom til Frakklands 9 ára
aS aldri. Hann lærði að lesa teikni-
myndasögur jafnhliða frönskunáminu í
skólanum. Fyrstu sögur hans birtust
áður en hann varð tvítugur. Ollum
sem kynnast honum finnst eitthvað
dularfullt og heillandi við hann, hann
er eins konar „granítblokk" að sögn
handritshöfundar hans, Pierre
Christin. Hann hefur áhuga á kvik-
myndum, leikhúsi og dansi, hefur lag
á að vinna með ólíkasta fólki og auð-
gar þannig viðhorf sín til mynda og
frásagnar. Drame colonial („Nýlendu-
saga"), ein fyrsta sagan sem út kom,
bjó strax yfir sérstökum tóni og
kunnáttusamlegri myndbyggingu.
BILAL
„Hann teiknar ekki stigagang
nema setja í hann sprungu og svolítið
ryð." Patrick Cauvin, handritshöfund-
ur myndasögunnar Hors-Jeu („Ur
leik") lýsir þannig einu sérkenni Bilals
sem teiknara. Myndir hans hafa mjög
sterk höfundareinkenni. Það er eins
og heimur Bilals sé hið raunverulega
efni myndanna, hver sem handrits-
höfundurinn eða viðfangsefnið kann
að vera, hvort sem hann myndskreytir
le Temps des Grandes Solitudes („Ein-
verustundir") eða gerir auglýsinga-
spjald fyrir kvikmynd Alain Resnais,
La Vie est un roman („Lífið er skáld-
saga"). Þrjú myndasöfn af ekta gervi-
sannsögulegum verkum, og mynda-
möppur (þ.á.m. hin goðsagnakennda
Die Mauer sem fjallaði um
Berlínarmúrinn) hafa hafið Bilal til
vegs sem einn öflugasta teiknara
samtímans.
Arið 1980 kom út La Foire aux
Immortels. Það var fyrsta myndasagan
sem Bilal gerði upp á eigin spýtur, án handritshöfundar. Þá kom í Ijós að
maðurinn, sem allir héldu að væri bara teiknarinn, átti sér sérstakan og
persónulegan myndheim. Kímileg og góðhjörtuð hetjan Nikopol myndar
mótvægi við umhverfið í víggirtri Paris ársins 2023. Arið 1986 kemur út annað
„eins-manns-hefti", La Femme piége („Kvengildran") og hristir á ný upp í
mönnum langt út fyrir raðir áhugamanna um teiknimyndasögur. Bilal sleppir
talblöðrunum og hljóðlíkingarorðunum, sem eru svo rótgrónar í þessari grein, en
kemur þess í stað með rödd sögumannsins neðanmáls. Myndramminn er í
cinemascope-formi.
Pierre Christin gerði handrit eða texta í átta bókum eftir Bilal. Hann er
dyggasti samstarfsmaður hans. Þeir eru þó gerólíkir! Kennarinn við blaða-
mannaskólann byrjaði á því að segja við unga vísindasöguteiknarann: „Þetta er
ágætlega unnið, en þú horfir ekki nóg á veruleikann!" Hann fer með hann um
sveitir Frakklands vegna La Ville qui n'existait pas („Bærinn sem var ekki til"), en
Bilal vill ekki sjá neitt annað en borgir. Hann gengur svo langt að kynna hann
fyrir frammámönnum í verkalýðsfélagi vegna einnar sögunnar. Bilal segir að fyrir
honum hafi áhuginn á vísindaskáldsögum upphaflega stafað af einskonar
„ofnæmi fyrir því að sýna heim samtímans." Smám saman blandast ímyndun og
veruleiki, og félagarnir tveir sérhæfa sig í sögum með
stjórnmálalegu ívafi. Upp úr því spretta tvö
meistaraverk: Les Phalanges de l'Ordre Noir („Liðs-
menn Svörtu reglunnar") og Partie de Chasse („Skot-
félagar").
Litlu munaði að Ettore Scola gerði kvikmynd eftir
Les Phalanges de l'Ordre Noir. Bókin Los Angeles varð
efniviður í fyrirtaks myndband við tónlist hljóm-
sveitarinnar Téléphone. Eftir þessar þreifingar lét Bilal
loks til skarar skríða árið 1989 og gerði Bunker Palace
Hotel. Kvikmynd með Jean Louis Trintignant í aðal-
hlutverki. Lokað herbergi neðanjarðar, þrúgandi en
ekki laust við kímni. Onnur kvikmynd er í undirbúningi.
Bilal gerði sviðsmynd fyrir La Vie est un Roman
eftir Alain Resnais. Sem skapari myndheims er Bilal eftirsóttur af leikhúsfólki.
Dansflokkur (Angelin Preljocaj) hefur pantað hjá honum sviðsmynd og búninga
fyrir byltingarkennda uppfærslu á Rómeó og Júlíu. Hann gerði frábæra
sviðsmynd fyrir óperuna OPA Mia. Eins og við er að
búast af Bilal, ætlar hann nú að snúa sér aö sviðs-
setningum í leikhúsi.
við annan höfund, Tramber, var ein
fyrsta lýsingin á óreiðukenndum heimi
stóru fátækrahverfanna í útborgum
Frakklands undir lok 20. aldar.
Jano dvelst nokkurn tíma ársins
utan Parísar. Hann ferðast um og lifir
sama lífi og gestgjafar hans. Til þess
að geta teiknað umhverfið, sem hann
kynntist í Afríku, á bökkum Niger fljóts
eða í Sómalíu, fann hann upp
söguhetjuna Keubla sem eins konar
afrískan tvíburabróður Kebra.
Léttlyndið, sjálfsbjargarviðleitnin og
óhátíðleikinn, sem Jano kynntist í
Afríku urðu honum innblástur að öllu
geðþekkari persónum en í frönsku
sögunum um Kebra. Vegna þess að
söguhetjurnar eru í dýralíki losnar
hann auk þess við að falla í gildru
kynþáttafordómanna. Sem glöggur
og kíminn áhorfandi að gamanleik
mannlífsins, kann Jano að sýna
næstum súrrealíska töfra sjónvarps-
kvölda á sléttum Afríku eða réttrúaðan
múslima sem er á leið í moskuna sína
á mótorhjóli sem bilar úti í miðri
eyðimörk. Þannig er t.d. í bók hans
Carnets d'Afrique („Dagbækur frá
Afríku").
Jano getur brugðið fyrir sig
snilldarlegum orðaleikjum. Dæmi um
það er sagan Le Casse casque pas
des masses (á hversdagsmáli:
Misheppnað bankarán gefur ekki
mikið í aðra hönd). Söguhetja hans
ára gamall finnur hann undireins rétta
tóninn fyrir nýja gamanmyndasögu. Tón
sem er hýr, kaldhæðinn, siðlaus og minnir í fyrstu á
neðanjarðarmyndasögur Bandaríkjanna. Jano býr til
nýja frumskóga svo söguhetjur hans geti ratað í ný
ævintýri, allt frá soralegustu úthverfum Parísar til Vestur-
Afríku. Rottan Kebra, Keubla og Gazoline eru furðudýr í
mannsmynd, alltaf til í tuskið. Undir farsakenndu
yfirborðinu og góðum smellum eru sögur Janos fullar af
nákvæmum athugunum á einstaklingum og samfélagi. Þessi frábæri teiknari hefur
jafnframt glöggt auga fyrir heimi samtímans. Síðast en ekki síst lætur Jano
söguhetjur sínar bregða fyrir sig raunverulegu tungutaki unglinga úr frönskum
úthverfum.
Kebra er einkar mannleg rotta. Þessi skringilegi frændi Mikka músar er
frekar heimskur en vondur. Hann er dálítið upp á kvenhöndina, en gellurnar,
sem hann reynir við, eru oftast undir verndarvæng samviskulausra þorpara.
Hann er hrifinn af tryllitækjum og lífsþægindum, en gripdeildir hans eru ekki
mjög víðtækar. Stundum leikur hann þungarokk með félögum sínum, en eyðir
miklu meiri tíma í slagsmál en gltarspil. Myndasagan, sem var gerð í samvinnu
JANO
gerir í sífellu vopnaðar ránstilraunir.
Slanguryrði og orðmyndir, sem not-
aðar eru til að tjá ógnun, mismunandi
í hvert sinn, eru listilega gerðar.
Gazoline er myndasíðustúlka.
Hún er líka skrítið, kynþokkafullt dýr
sem skýst milli plánefanna á fútúrískri
41