Gisp! - 01.12.1992, Blaðsíða 48
Hh rá 1 977 starfar Loustal sem
M teiknari viö tímaritið „Rock &
Folk". Aðalritstjórinn, Philippe
Paringaux, skrifar smásögur, smátexta
sem miðla andrúmslofti. Sá fyrri
stingur upp á því viS hinn aS reyna
sig við handrit að myndasögu; út úr
því kemur Cœurs de sable („Sand-
hjörtu"), „skáldsaga" sem gerist á 4.
áratugnum og er hlaðin Hollywood-
myndefni og áhrifum frá langdvölum í
Marokkó. Þetta frábæra og eitraða
melódrama stefnir m.a. saman frönsk-
um herforingja, arabískum prinsi og
amerískri tennisleikkonu.
Arriére Saison („Haustlok"), sem
fylgdi í kjölfarið á öðrum smásagna-
söfnum, er til mikillar fyrirmyndar. Þar
skiptast á kyrrar andlitsmyndir og
svipmyndir úr lífinu. Varasömum
konum, heimsmönnum, gutlurum,
ásamt nokkrum misheppnuðum mönn-
um, er komið fyrir í stórum myndum
sem ná yfir hálfa eða heila síðu.
Loustal skrifar sjálfur flesta textana
sem einkennast af kímni og kald-
hæðni.
Loustal og Paringaux skjóta aftur
upp kollinum með Barney et la note
bleu („Barney og bláu nótunni"),
saknaðaróð til jazzins á árunum 50-
60, sem segir frá örlögum saxófón-
leikara sem sækir innblástur til Barney
Wilen. Sérstök plata var tekin upp og
fylgir bókinni. Stíllinn er mjög sér-
stakur: neðanmálstextar sem skapa
andrúmsloft, titrandi litir milli Matisse,
Hockney og Hopper, hreyfingarleysi
frystrar atburðarásar, hárfínar skekkj-
ur í rammanum sem oft hefur verið líkt
við myndir Wenders ... Sjaldan hefur
samstarf teiknara og handritshöfundar
tekist jafn vel!
Mémoirs avec dames („Minn-
ingar með konum"), skrifuð af Jean-
LOUSTAL
Luc Fromental, er fyrsta bókin þar sem
Loustal fer að leikreglum hefðbund-
inna myndasagna, þar sem samtölin
eiga sér stað í talblöðru. Söguhetjan,
Morel Cox, rekur nokkrar minningar
sínar milli 1927 og 1940 í London,
París, Sahara og Shanghai. I bland
við ýmis samsæri af pólitískum toga
og lögregluaðgerðir með uppgang
BOURGEON
tvö tímabil, miðaldir og 18. öld, með
hrollvekjuívafi í fyrra tilvikinu og
pólitísku ívafi í hinu síðara. Báðar
þessar sögur, sem eru vel unnar út frá
heimildunum, eru hnitmiðaðar á sviði
atburða og sálfræði. I báðum er
aðalhlutverkið í höndum kvenpersóna,
sem eru meðal hinna sönnustu og
mest heillandi sem sést hafa í
ævintýrum.
Fyrsta bók Bourgeons, Maitre
Guillaume („Meistari Vilhjálmur")
(1978) markar endalokin á námsferli
hans. Það er eins konar söguleg
CABANES
skáldsaga um kirkjubyggingar. Hún
er strax dæmi um að höfundurinn vill
hafa fullt vald á viðfangsefni sínu. En
þessar kristnu miðaldir eru enn
hefðbundnar; í þeim sést ekki hið
heiðna, blóðuga og munúðarfulla æði
sem einkennir síðari miðaldasögur
hans.
Bourgeon, sem las Ivar hlújárn
og Hróa hött í æsku, heldur sig enn
við miðaldirnar með Brunelle et Colin
(„Brunelle og Colin"), sögu sem
Robert Genin skrifaði handritið að.
Hún var gefin út í kaþólsku barna-
blaði í fimm síðna þáttum og ber að
nokkru merki þess. Hvorki galdrar né
hrollvekjur eiga aðgang að þessari
sögu sem segir frá flakki tveggja
einstæðra unglinga, prinsessu og
fylgdarsveins hennar. i útliti vísa
sögupersónurnar fram til söguhetj-
anna 1 Passagers du Vent („i för með
vindinum"), Isa og Hoel.
Með fimm bindum í yfir 300.000 seldum
eintökum hvert hafa Les Passagers du Vent slegið öll
vinsældamet ævintýrasagna. I þetta sinn er ævintýrið
dularfullt og tengt hafinu; það á sér stað í skýrt afmörk-
uðu, sögulegu umhverfi, sem er þrælaverslunin. Hér er
allt jafn heillandi: tvær söguhetjur (önnur frönsk, hin
ensk) sem eru ósparar á töfra sína, vel upp byggt og
vel skrifað handrit, auðugt af litríkum persónum,
nákvæmt raunsæi í smáatriðum og loks kitlandi heitir
og ríkulegir lifir.
Söguhetjan í Compagnons du Crépuscule
(„Rökkurfélögum") er riddari sem hylur afmyndað andlit
sitt og endar eftir langa leit á bálkestinum. Leitin, þar
sem hann nýtur fulltingis prakkarans Mariotte og
hreinlynds skósveins, l'Anicet, flytur hann á vit púka, seiðkarla, loddara og
nokkurra hefðarkvenna, persónusafn sem er búið til eins og það leggur sig og
notað til að mynda sérstaka þætti. Með þessari sögu nær Bourgeon loks að gera
uppáhaldstímabili sínu verðug skil.
Kvikmyndaleikstjórinn Christian Lejalé gerði mynd um Bourgeon og verk
hans. Hafið höfðar mjög sterkt til þeirra beggja og þeir ætla nú í sameiningu að
gera kvikmynd sem kallast Docker. Þeir skrifa báðir handritið og Bourgeon hefur
teiknað allt sögusvið myndarinnar, eina mynd eða fleiri fyrir hvert skot. Þetta
verk, sem er enn óbirt, er með frjálsara og kröftugra handbragði og sýnir aðra
hlið á hæfileikum hans.
■B æddur í Béziers árið 1947. Hann vann við ýmis störf áður en hann dembdi
™ sér út i myndasögurnar. Hann er sjálflærður teiknari en vakti athygli
starfsbræðra sinna fyrir frábæra hæfileika. Hann gerði aldrei neina málamiðlun
við lesendur, útgefendur eða tískuna, en hlaut árið 1990 Grand Prix de la Ville
d'Angouléme, mesta virðingarvott starfsgreinarinnar. Cabanes er maður
draumóranna, með frjótt ímyndunarafl, og tengir saman
skáldskap, kímni og viðkvæmni. I litum hans er suðræn
birta og munúðarilmur. Við texta eftir Jean-Claude
Forest, höfund Barbarella, birti Cabanes árið 1978 í
fyrstu tölublöðum mánaðarritsins „(A Suivre)", safaríka
og frjálsa útfærslu á miðaldaverkinu Roman de Renart.
Það tók Cabanes tólf ár (1975-1986) að Ijúka
fjórum bindum mikilvægustu sögu sinnar hingað til.
Dans les Villages („I þorpunum") er í senn saga úr
hversdagslifi smáþorps i Suður-Frakklandi, með
fávitanum og kúluspilsköllunum sínum, og furðusaga af
dýrum sem bera jafn ævintýraleg nöfn og þau hegða
sér skringilega: rænsni, fneldri og aðrar puðrur. Allur
þessi smáheimur býr í draumum Draumhuga nokkurs,
sem er heillaður af eldinum. Sannarlega furðulegt!
Með Contes fripons og Rencontres du 3e sale
type (nafnið er skopstæling á heiti frægrar myndar eftir
Spielberg) gefur Cabanes lausan tauminn grófari og
hrárri tilhneigingu. Gert er grín að heimi ævintýrasagna
og vísindaskáldsagna, i stuttum sögum sem leysast upp í
fáránleika og slá saman ólikustu tilvísunum. Hér er á
ferðinni sú skopmyndahefð sem tímaritið Mad byrjaði á
forðum og lifir fullu lífi í þessum fjörlegu myndum.
Cabanes er mikill iþróttamaður og hefur lagt stund
á ruöning, fótbolta og hjólreiðar. Engin furða þótt hann
myndskreyti bók sem helguð er frönsku hjólreiða-
keppninni (Tour de France): La Boucle Magique
(„Töfrasylgjan"). Tveir blaðamenn skrifuðu textann og
Cabanes gaf honum nýja vídd með myndum sínum sem
eru óður til víðerna og líkamlegrar áreynslu. Hann hefur fullt vald á
vatnslitatækni og hún gerir honum kleift að gefa í skyn hraða með flæðiáhrifum
sínum.
Cabanes fer síðan inn á sjálfsævisögulegri mið með Colin-Maillard, sem
eru nokkrar frásagnir sem kalla fram bernskuminningar hans á blæbrigðarikan
hátt. Flest atriðin eru tengd þroskasögu Maxou hins unga, feimins drengs, sem
hátterni ungra stúlkna skilur eftir reynslunni ríkari.
Asamt öðrum teiknurum var Cabanes í þrjá daga lokaður inni í Ingres
safninu í Montauban. Ut frá þessari sérstöku reynslu hefur hann gert frábærar
myndir sem sýna málarann fræga á gangi með fiðluna í hendi um það sem síðar
verður að safninu sem honum er tileinkað.
44