Gisp! - 01.12.1992, Side 27

Gisp! - 01.12.1992, Side 27
Það ! sjálfu sér gefur sögunum ekki persónulegt útlit nema listamaðurinn hafi einhverjar persónulegar hugmyndir að tjá, en það ætti a.m.k. að afsanna þá fullyrðingu að myndasögugerð sé sú vélræna framleiðsla sem gagnrýnendur láta í veðri vaka. Satt er að myndasögur eru oft á tíðum hópvinna, þar sem aðstoðarmenn vinna gjarnan í bakgrunninum, skriftinni og jafnvel í blekuninni og því er heldur ekki að neita að oft spilla of margar eldabuskur góðri súpu. Eins og við má búast eru bestu höfundarnir þeir sem mesta stjórn hafa á (heildarjferlinu, skapa þannig sem heilsteyptasta myndasögu. Þar sem listræn sköpun er til staðar (eða er möguleg) alls staðar í ferlinu er freistandi að heimfæra lögmál hefðbundinnar fagurfræði upp á þetta form, en þá komum við aftur að hinum fræðilega glundroða sem umlykur myndasöguna. Því á henni eru svo margir fletir sem hver um sig endurspeglar lögmál mismunandi listforma. Hafi menn áhuga á að öðlast einhvern skilning á henni verða þeir hinir sömu að taka á hinum fagurfræðilegu vandamálum sem upp koma og greiða úr þeim. MYNDASAGAN SEM GRAFÍSK LIST Þar sem myndasagan er fyrst og fremst skynjuð sjónrænt hefur verið venjan að flokka (réttara orðalag væri sennilega ‘afskrifa’) hana með myndskreytingum og skopmyndum. Víst er um bein tengsl að ræða á milli _____ skopmynda og myndaræmunnar KJlJKlÍN6ALÍKi &ílA AP líkt og á milli myndasögunnar il5(J E^Kj VíiR,CðSNliSKU(\A .... .. ClfdkllCil/llM IfJtKlftlAAIKll) og myndskreyttngarmnar. Mun- urinn er hins vegar mikill, skopmyndin og myndskreyt- ingin sýna aðeins einn ákveðinn atburð hvort sem það er endahnútur brandara eða dramatískur hápunktur frásagn- ar, en hins vegar verður mynda- sagan stöðugt að halda flæði frásagnarinnar. Ekki er þetta sett fram til að gera lítið úr listrænni getu sem nauðsynleg er til að skapa myndasögur. Fullyrðing Karl Fortess, „myndasögu- höfundurinn veltir ekki fyrir sér listrænum vandamálum, form- rænum vandamálum, rýmis- tengslum né línulegri tjáningu“, er þvæla. Bestu myndasögu- höfundarnir eru þvert á móti mjög uppteknir af þessum málum þó það sé á annan hátt en aðrir listamenn. Það væri því mögulegt að dæma myndasögur eingöngu út frá hinum grafíska þætti, svona eins og að dæma kvikmynd eftir myndatökunni einni. Það þýddi auðvitað að allir aðrir þættir myndasögunnar yrðu hafðir út undan. Þar sem ljóst er að listræn ætlunarverk myndasöguhöfundarins eru ekki þau sömu og hins venjulega listamanns er ekki nema eðlilegt að álykta sem svo að ekki fari saman hefðbundin fagurfræði og fagurfræði myndasögunnar. MYNDASÖGUR SEM FRÁSAGNARBÓKMENNTIR Eðli síns vegna væri hægt að flokka myndasögur til bókmennta, þar sem þær eru ætlaðar til lesturs (eins og sannast á áhugaleysi fyrir þöglum eða látbragðs- myndasögum). Sumir gagnrýnendur hafa því reynt að tengja þær við þjóðsögur. Þar má finna sameiginleg einkenni og því er hægt að halda fram að margar myndasögur séu hliðstæða ævin- týrisins, goðsögunnar eða dæmi- sögunnar. Samt sem áður þá gengur myndasagan þvert á þjóðsöguna þar sem hún er sköpunarverk einstaklings en ekki hin sameiginlega reynsla sem er uppistaðan í þjóðsögunni. Það sem einfaldlega hefur gerst er að höf- undarnir hafa ofið þessi samhengis- lausu minni inn í sínar eigin mynda- sögur sem er nákvæmlega það sama og rithöfundar og myndlistarmenn hafa alla tíð gert. Frásögnin (hvernig svo sem hún er skilgreind) er eftir sem áður uppistaðan í myndasögunni; það að segja sögu. Sökum þess að þær beinast að mjög breiðum lesandahópi hafa þær þurft að keppa við (og koma í staðinn fyrir) eldri form afþreyingarbókmennta (enska: popular literature — íslensk þýðing „afþreyingarbókmenntir" er e.t.v. rangnefni, við eigum hins vegar ekki annað orð yfir vinsælar bókmenntir) eins og reyfara, sorp- og framhaldstímaritin. Það sem myndasagan hefur fram yfir þessi gömlu form er ekki, eins og haldið hefur verið fram, að hún segir sögu á myndrænan hátt, heldur vegna þess að myndræn útlistun á bakgrunni og smáatriðum gerir henni kleift að segja söguna á hnitmiðaðri hátt Eins og einhver gárungurinn sagði: „Þær færa þér fleiri skothvelli á skemmri tíma.“ Á þessum forsendum hafa sumir myndasöguhöfundar reynt að móta sögur sínar í gríðarlegar skáldsögur, með allt sem lýtur að þeim s.s. eigin heimi er stjórnast af eigin lögmálum, kröftum og hvötum. Þeirra vegna væri rangt að bera þær saman við einhverjar laustengdar atburðasögur. Sumir hafa spennt bogann hærra en svo. Má í því sambandi nefna „Litde orphan Annie“ eftir Harold Gray, sem sennilega kemst næst því að vera skáldsaga í myndasöguformi. Þar svífa andar Dickens og Hugo yfir vötnum og þráhyggja og taktföst endurtekning grunnstefja minna um margt á það sem nútímaskáldsögur eru uppteknar af. Sé farið fram á að hinn bókmenntalegi þáttur myndasögunnar sé skoðaður er það af því hann er ekki eins augljós og hinn myndræni. En einu sinni enn verður að fara fram á það að þær séu ekki metnar á þeim forsendum eingöngu. Myndasögur eru vissulega ein grein bókmennta en maður skyldi þó fara varlega í því að þjappa þeim saman í bókmenntalegar einingar ef maður á ekki að grafa undan tilvist myndasögunnar. MYNDASAGAN SEM LEIKRÆNT FORM Því er hægt að halda fram (og hefur verið haldið fram) að myndasagan sé seinni tíma þróun út frá leiklist. Það er hægt að fullyrða að myndasagan, meir en nokkur önnur bókmenntagrein 20. aldar, fylgi reglum Aristotelesar um upphaf, miðju og endi. Þessi tæp 100 ár, sem myndasagan hefur verið við lýði, státar hún af svipuðum afrekum og vestræn leikhúshefð síðastliðin 600 ár; í upphafi farsi og KJLiKLÍM6ALíKj BÍIA A£> 1/15U EKKi VÍÍR,COSMiSKU(V\ Éi&ÍULEiKJJfA VÆN6MNNA, BtTjöi . JARP13UNPNUM 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Gisp!

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.