Gisp! - 01.12.1992, Blaðsíða 28

Gisp! - 01.12.1992, Blaðsíða 28
eftirhermulist (Guli strákurinn, Binni og Pinni), svo þættir úr gamanleik skoðunar og hátta (Gissur Gullrass), félagslegs gamanleiks og melódrama (Steve Canyon) og svo leikhús hugmyndanna (Little orphan Annie). Hinar stóru leikbókmenntir 20. aldar hafa einnig átt sér tals- menn í myndasögunum, t.d. hjá George Herriman og Walt Kelly. Það skyldi enginn gera lítið úr ofangreindum röksemdum. Vegna hinnar almennu notkunar talblöðrunnar mynda samtölin sterkasta og mest áberandi bókmenntalegan þátt myndasögunnar. Hjá flestum höfundum hafa samtölin þann tilgang að koma á framfæri mikilvægum upplýsingum og/eða bera söguþráðinn áfram en þó eru þeir til sem eru meðvitaðir um dramatísk áhrif þeirra og hafa notfært sér þau út í ystu æsar. Þeir hafa hagnýtt sér samtölin til að búa til raunverulegar persónur og hvatir, skapa spennu og eftirvæntingu eða til að opinbera hugmyndir og lífsviðhorf og til að framkalla óm og takt og gefa atburðunum tilgang. Dæmin eru fjölmörg en leikrænar hefðir og sviðsetningar eru meginsvið tveggja listamanna — George MacManus og Walt Kelly. Verk þeirra hafa alltaf verið meira leikræn en bókmenntaleg. í samhengi við atburðarásina hefur talblaðran alltaf leikið tvöfalt hlutverk: Hún hefur það hlutverk að vera leikrænt tæki, sem er í eðli sínu myndrænt, og með því skapar hún möguleika sem myndasöguhöfundar voru fljótir að kanna. Með því að nota hina sjónrænu þætti blöðrunn- ar bókstaflega (lögun, stafagerð og táknin inn í henni) er þeim mögulegt að tjá sig um hinn ósagða þátt tungumálsins s.s. tón, hæð, takt og áhersl- ur. Það sem meira er, blaðran getur farið fram úr beinni ræðu og gerst þjónn hugmyndanna (hugsanablaðra) eða jafnvel slitið sig alveg frá hömlum hinnar skipu- legu tjáningar. Þannig er hægt að horfa upp á blöðruna breytast, leysast hægt upp eða springa skyndilega. Hún er notuð sem brella, gríma, skjöldur eða árásarvopn. Það er einnig hægt að sjá hliðstæðu við hina táknrænu notkun leikmuna í nútímaleikhúsinu. MYNDASÖGUR OG KVIKMYNDIR Af ýmsum ástæðum, nokkrar þeirra tíundaðar hér að framan, komast myndasögur nær kvikmyndum en öðrum listformum. Þær urðu ekki bara til um svipað leyti og eru einnig runnar af svipuðum listrænum og viðskiptalegum rótum heldur stefndu þær að sama markmiði: sköpun rökfræðilegrar hreyfingar annaðhvort með sjónrænum blekkingum (kvikmyndin) eða með vísbendingu hreyfingarinnar (myndasagan). Að svo komnu máli er því rétt að benda á að margar aðferðir, sem síðar voru eignaðar kvikmyndinni, eru upprunnar í myndasögunum. „Listræn" klipping var orðin hefð í myndasögunni löngu fyrir daga Eisensteins og listræn brögð eins og skeyting, innrömmun og skim (pan) voru notuð af brautryðjendum eins og Opper, McCay og Feininger. Hvað viðkemur „hljóð- setningunni“ þá hafði myndasagan nægan tíma til að þróa rödd utan ramma, rödd yfir ramma og samtal ofan í samtal þau 30 ár sem kvikmyndin varð að notast við frumstæð textaspjöld sem skotið var inn í atriði og á milli þeirra. Jafnvel tungutak þessara tveggja listforma er hið sama. Hugtökin „skot“ (gagnstætt hinu kyrrstæða atriði), og „kafli“, mismunandi sjónarhorn, og fjarvídd og möguleikinn að elta aftur á bak og áfram. Áhrif kvikmynda á myndasögur hafa verið mikil, þær hafa ekki aðeins lagt þeim til betri tækni viðvíkjandi hvernig brjóta á upp hreyfmgu á blaði, sambærilegt við kvikmyndalýsingu, fókusdýpt, skyggða bakgrunna ofl., heldur líka verið beinlínis innblástur. Framhaldskvikmyndirnar á fjórða áratugnum voru jafn mikill undanfari ævintýramyndasagnanna eins og reyfararnir og sorpritin. MYNDASAGAN OG TEIKNIMYNDIN Hinni stöðugu víxlfrjógvun á milli myndasögunnar og kvikmyndarinnar lyktaði loks með fyrsta skilgetna afkvæminu: teiknimyndinni, þessari sérstöku, nútímalegu sameiningu Iistar og tækni. í bókinni Cinema as Art lýsa höfundarnir, Ralph Stevens og J.R. Debrix, því yfir að „hin viðtekna skilgreining á hreyfimynd er ekki að hún sé handteiknuð, heldur að hún sé gerð ramma fyrir ramma“ sem er hliðstæða við gerð myndasagna. Þetta fer langt með að sanna að hreyfimyndin (teiknimyndin) á myndasögunni meira að þakka en kvikmyndinni. Annað mikilvægt atriði mætti nefna í þessu sambandi, að þó nokkrum árum fyrir uppfinningu kvikmyndarinnar var farið að gefa teiknuðum myndum líf með því að nota litaðar (skop)myndir á pappírsræmur (bókstaflega: myndræmur — comic strips!). Belginn Plateau með sitt phenakistscope og Englendingurinn W.G. Horner með sitt zoetrope gátu blásið lífi í syrpur af teiknuðum myndum fýrir 1840. Sá mikilvægasti af frumherjunum var Frakkinn Emile Reynaud, sem fann upp tækið praxinoscope, og var hann fyrstur til að varpa teiknimynd á tjald (hann opnaði „Théátre Optique" 1892). í grein sinni,, Animation in the cinema“ staðhæfir höfundurinn, Ralph Stevenson: „Hann [Reynaudj fann ekki aðeins upp tæknina, heldur mótaði einnig stefnuna og var sá fyrsti til að þróa teiknimyndina í átt til mikilfengleika." Það var ekki fýrr en mörgum árum síðar eftir afrakstur tilrauna Bandaríkjamannsins J. Stuart Blacktons að hreyfimyndir tengdust kvikmyndinni endanlega. Margir myndasöguhöfundar voru einnig brautryðjendur á sviði teiknimyndanna. Winsor McCay er auðvitað skýrasta dæmið, en einnig reyndar Bud Fisher og George MacManus. Pat Sullivan vann við myndasögugerð í Ástralíu, Englandi og Bandaríkjunum áður en hann sneri sér að teiknimyndunum. Fyrstu teiknimyndirnar fengu innblástur og tækni frá myndasögunum og á 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Gisp!

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.